Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Blaðsíða 19
Soffía Amalía, sem etnna lakast eftlrmæli hefur hlotið danskra
drottninga. f þjónustu hennar var Guðmundur sonarsonur Jóns.
Islenzki hershöfð-
inginn í Hyeres
Enginn ferðast svo um lönd í
sunhanverðri Evrópu, að ek'ki
beri fyrir augu hans fornlega bæi
á hæðum uppi og fjallsöxlum eða
hátt í hlíðum. Slikir bæir eiga
upphaf sitt að rekja til þeirra tíma,
þegar jafnan mátti eiga von ófrið-
ar og sjálfsagt þótti að búast þar
um, er gott var til varnar, þótt
byggð væri þar óhaganlega sett að
öllu leyti öðru. Var þá oftast kast-
ali efst á hæðinni.
Þar talar aftur máli sínu, að hin-
ir nýrri hlutar þvilíkra bæja hafa
að jafnaði byggzt niðri á jafnsléttu.
Einn slíkra bæja er Hyeres á
frönsku Miðjarðarhafsttröndinni,
svo sem tuttugu kílómetra austan
við Toulon. Ifann er norðan í hæð,
sem rís á sléttlendinu nokkurn
spöl suður frá vesturtöglum svo-
nefndra Márafjalla.
Á Sturlungaöld var bær þessi og
byggðin hið næsta honum sjálf-
stætt furstadæmi, svo sem
margir aðrir kastalabæir á miðöld-
um, þótt fámennir væru. 1254, ári
síðar en Flugumýrarbrenna varð,
var Hyeres lagt undir greifadæm-
ið Próvens, þar s>ean ættmenn
Frakkakonunga höfðu náð völd-
um fáum árum áður. Þróaðist á
þessu svæði tunga, próvensalska,
sem er alfrábrugðin frönsku, og
sérstök menning, þar sem bæði
gætir rómverskra og arabískra á-
hrifa. Á fimmtándu öld kom til
ríkis í Próvens René hinn góði af
Anjou, sem fékk við kvonfang til-
kail til drottinvaíds í Elsass og
Lothringen, en erfði sjálfur tilkall
til konungsdóms í Napólí og Jór-
sölum. Búrgundarhertogi hertók
hann þó og lét varpa honum í
fangelsi, svo að hann náði aldrei
ríki konu sinnar.s og ekki heppn-
aðist honum heldur að brjótast til
valda í Napólí, þótt hann gerði til
þess harðvitugar tilraunir. Loks
kom þar, að hann var kjörinn kon-
ungur Aragóníu, nær sextugur að
aldri, en laut enn í lægra haldi
fyrir andstæðingum sínum, og
hlaut loks að beygja sig fyrir Lúð-
v*ík IX, sem lagði Próvens undir
sig eftir dauða hans 1480. Þessi
síðasti þjóðhöfðingi í Próvens var
lítill atkvæðamaður við landstjórn,
en hins er enn minnzt, hve hann
unni ljóðagerð, söng og málara-
list. Franskir trúbadorar áttu
hauk í horni, þar sem hann var.
Nú leið fram á fyrstu ár átjándu
aldar. Þá kom til ófriðar með
Frakkakonungi og hertoganum af
Savojen, smáríki í f jalllendinu vest
an Alpafjalla. Var her hertogans
allsigursæll og náði ein af sveib
um hans bænum Hycres á sitt vald/
Rithöfundur einn franskur hét
Louis Bronard. Hann skrifaði bók,
sem fjallaði um nokkurn hluta
Próvens, og var þar meðal annars
sagt frá herhlaupi hertogans af
Savojen árið 1707. Sagðist Bron-
ard svo frá í bók sinni, að fyrir-
liði herflokksins, sem tók Hyeres,
hefði verið íslenzkur maður. Hefur
það sjálfsagt verið byggt á frönsk-
um eða próvensölskum heimild-
um. Kristófer Krabbe, sem var her-
málaráðherra í fyrsta ráðuneytinu,
er róttæki flokkurinn myndaði í
Danmörku, skrifaði grein um þetta
í dönsk blöð, og Valtýr Guðmunds-
son birti hana í þýðingu í Eim-
reiðinni, ásamt viðauka ýmsum.
Hinn íslenzki herforingi fær góð
an vitnisburð í bók Bronards. Hann
er þar sagður réttsýnn og mann-
úðlegur, en hermönnum hans, sem
virðist hafa verið samtíningur
rnanna frá Þýzkalandi, Savojen og
Geníu, er aítur á móti lakar bor-
in sagan. Ekki er getið nafns hins
íslenzka manns, og engin vísbend-
ing er um það, hver hann hafi
verið.
Valtýr Guðmundsson gat sér
þess til, að þetta hefði verið Guð-
mundur Guðmundsson frá Hjalta-
stað í Útmannasveit, sonarsonur
Jóns lærða. Um þann mann er þó
margt á huldu. Foreldrar
hans voru séra Guðmundur Jóris-
son og kona hans, Helga Guðmunds
dóttir, sean kynjuð var af Suður-
nesjum. Ætlar Valtýr Guðmunds-
son, að hann hafi fæðzt 1643, og
styðst þar við frásögn Jóns Espó-
líns. Mun því þó vart fulltreystandi,
að Jón hafi vitað aldur hans ná-
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
547