Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Blaðsíða 22
komnasta veran undir sólinni, og hitt vaxtarþráin, sem þú nefndir áðan, sem stöðugt óskar sér hins bezta, og leitar þess kappsamlega í smáu og stóru. Þetta tvennt, að telja sig mestan, en þrá þó annað betra. Það verður driffjöðrin í þroskaviðleitni lífsins og full- komnun, unz hámarki þess er náð. Ég set aðeins eitt skilyrði fyrir hjálp minni, það að hennar sé vænzt, hennar sé beðið. Og mun eilífðareðlið, sem býr í öllu lífi, kenna því að nota sér hjálp mína og aðstoð. Enda mun hún jafnan reynast í fyllsta samræmi við hið yfirgripsmesta, sem einstakling- urinn getur rúmað, hverrar teg- undar sem er. Og skjól og alsælu skulu allir finna í vermireit eilífð- arinnar þegar upp er staðið.“ Engilveran yndisfagra hlaut nú að kveðja hin unaðsríku heim- kynni paradísar. Enn þá einusinni teygaðj hún af ódáinsveigum eilífð arinnar eins og örþyrst ung- menni. Og sveif svo brosmild og vonglöð til hins nýja heimkynnis og mikla starfs. En engiarnir sungu: „Lofum drottin, dásemd hans, speki og ríkdóm. Heill þér nýi heimur. Heill þér unga Iíf. Sól, fegurð og friðsæld vermi big og verndi“. Saklaust fólk — Framhald af 546. síSu. var honum einskis virði. Nú gat hann loks falið sig örlögunum á vald. í næstu andrá sigraði svefn- inn hann. Hann hélt áfram ferð sinni, þegar birti af degi. Hann gekk og gekk, lengra og lengra burt frá heimkynni $ínu, líkt og dularfullri véfrétt hefði verið hvíslað i eyra hans. Sífellt lengra og lengra frá þorpinu sínu. J.H. þýddi. Krísuvík — Framhald af 543. síSu. og fimmtíu og ekki að veiða meir en þrjú hundruð fugla (svartfugl, álku og iunda. Ekki fylgdu tmldur engjar öðrum hjáleigum en þess- um sex og hafði hver þeirra nokkr- ar skákir, ýmist á Vesturengjum eða Austurengjum. Á fiestum þess- ara býla mátti fóðra tvær kýr, hesta eftir þörfum, en um sauð- fjáreign munu engin ákvæðj hafa verið né þótt þurfa. Þegar Nýju- löndin (hið innra og fremra) lágu ekki undir vatni úr Kleifarvatni, áttu og þessar sex hjáleigur (en ekki aðrar tilkall til heyskapar >ar. Átti þar höfuðbólið helming, en hver hjáleiga einn tólfta hluta. í góðu grasári gat hver hjáleiga feng ið í sinn hlut af hvoru Nýjalandi um fimmtíu hestburði af nautgæfu heyi. Vigdisarvellir og Bali höfðu sín- ar eigin engjar og nærtækar. Er og um nokkuð langan veg og eink- ar torsóttan að sækja þaðan á Krísuvíkurengjar. Langt mun nú síðan Gestsstaðir voru byggðir, en vel má það vera, að ábúandinn þar hafi átt útslægj- ur, bæði í Rauðhólsmýri og Hvera- dölum. Árni Magnússon getur þess- arar hjáleigu í riti þeirra Páls lög- manns, en lauslega nokkuð. Snorrakot og Hnaus hafa verið smábýli ein eða næstum því tómt- hús. Sið svokallaða Snorrakots- tún er aðeins horn af Norðurkots- túni og skilur túnin smálækur einn. Getur horn þetta vart gefið meira af sér en þrjá eða fjóra töðukapla, þegar bezt lætur. í Arnarfelli mun hafa verið bú- ið fram um eða fram yfir 1870, en túnið þar var jafnan slegið frá höfuðbólinu fram undir 1890. Þá er túnið var í rækt, var talið, að það gæfi af sér eitt kýrfóður. Má og vel vera, að ábúandi Arnarfells hafi fengið leyfi til að heyja eitt- hvað á mýrum þeim, sem kringum fellið eru (Stekkjarmýri, Bleiks- mýri og Kúabletti). Á Fitum voru nokkuð stæðíleg- ar bæjartóftir fram yfir síðastliðin aldamót. Þar var og, safngryfia, sem óvíða sást merki til annars staðar í hverfinu. Túnstæði er nokkuð vítt á Fitum og útslægjur hefði mátt hafá þaðan á Efri-Fit- um, Lundatorfu eða í Selbrekkum. Eigi var og heldur langur heybands vegur þaðan á Trygghólamýrina. Lausn 22. krossgátu Gamalt og gott Prestagaman. Presturinn í Holti var að jarða bónda úr sókninni, en hugurinft fór víða, og virtist prestl ekk) sjálfrátt. Líkræðan var svohljóð* andi: Kóngurinn í Danmörk, keisar- inn í Rómaborg og kennivaldið I Holti, ef þessir allir eru ekki tú- skildingsvirði, þá svei því. Takið þið nú hann Jónas gamlá, piltar, og berið hann út til hins síðasta legstaðar. Amen. Blótsemi er löstur, sem hent hefur allra stétta menn og það, þegar sízt skildi. Prestur einn, sem var mjög blót samur, var eitt sinn að taka fólk til altaris, þegar hann gætti sín ekki sem skyldi. Hann ætlar að láta sóknarbörnin bergja á vín- inu, snýr sér að altarinu og tuldr- ar með sjálfum sér, svo að allir viðstaddir heyra: Hvar er nú and- skotans kaleikurinn? Fyndni og flónska. Séra Skúli Gíslason, prófastur á Breiðabólsstað, sagði, að ræður séra Matthíasar Jochumssonar, sem þá var prestur í Odda, hefðu sömu áhrif á trúanlíf saifnaðar- manna eins og saltsýra á nýgræð- ing. 7 7 L 7 7 7 7 U 0 V IC w T ■v M ft 7 E N' r> » H ú 7 S fl G t K N Ú T> L I K 1 S s V I L 7 M i / 7 K N £ S 7 L fí 7 K N Ý' 5 0 R G B i T N V 7 S p 0 N s 7 N 6 J 7 M a R s T £ M 7 fí s fl M S fi F N & i S ft R 7 7 1 7 K R fl S fl ÍN a 7 T i o L / G o A R I F fl 7 M 7 £ 7 L F l R N 7 N N fl R S s I G 'r Ó N 7 D D fl 7 N y 7 7 M fl R l N N l 7 fí F I N s U 0 F N N 7 ó T i 5 l N 5 / s 7 fi S N fí T fí R R 1 L L fi R F 1 7 F fl V 1 S N V fl A fl L T a M V H 0 R fl S T 2 7 ■q í G E I M 1 7 L 7 M 7 s K £ •fl M I 7 K /E s T fl R 1 5*© TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.