Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Blaðsíða 15
■w JpwA ?.\MKcÆvViwfr!KwW>>Tlr»wMwflgWHaWMallpjJVIffiCTWBQWWw!WW.WOMð»wftwvt Mw óíVAVAwX^W'W. Vigdísarvellir voru eitt sinn alþekkt býli. Þa3 er handan viS Sveifluháls, fjallranann nor3vestan vi3 Kleifarvatn. rana verða hjáleigur Krísuvíkur fjórtán að tölu, þær sem menn vita nú um, að byggðar hafi ver- ið, og heita þær svo: 1. Stóri-Nýjabær (austurbærinn). 2. Stóri-Nýjabær (vesturbærinn). 3. Litli-Nýjabær. 4. Norðurkot. 5. Suðurkot. 6. Lækur. 7. Snorrakot. 8. Hnaus. 9. Arnarfell. 10. Fitar. 11. Gestsstaðir. 12. Vigdísarvellir. 13. Bali. 14. Kaldrani? Óvíst er og jafnvel ekki iíklegt, að hjáleigur þessar hafi á nokkr- um tíma verið allar í byggð samtím is. Þeir Árni Magnússon og Páil lögmaður Vídalín nefna Norður- hjáleigu og Suðurhjáleigu, og má telja vafalítið, að það séu sömu hjáleigurnar, sem seinna köJluðust Norðurkot og Suðurkot. Einnig nefna þeir Austurhús og Vestur- hús og er hugsanlegt, að Austur- hús hafi verið þar, sem nefnt var Lækur. En engum getum skal að því leitt hér, hvar Vesturhús hafi verið. Heimajörðin sjálf og allar hja- leigurnar, nema Vigdísarveilir og Bali, voru í daglegu tali kaliað Krísuvíkurhverfi, en þessar ivær hjáleigur voru suðaustan andir Núphlíðarhálsi, sem oft er nefndur Vesturháls, og kilur Sveifluháls þær frá aðalhverfinu, en þar um slóðir var Sveifluháls einatt kall- aður Austurháls, eða aðeins Háls- inn. í jarðabók sinni telja þeir Árni Magnússon og Páll Vidalín, að ár- ið 1703 hafi sjö af hjáleigunum verið byggðar og er þá tvíbýli í Stóra-Nýjabæ. Þá geta þeir og þess, að Krísuvíkin sé eign dóm- kirkjunnar í Skálholti og að kirkj- an í Krísuvík sé annexía frá Sel- vogsþingum. Telja þeir, að 41 sála sé í söfnuðinum en þess má geta hér, að um miðbik 19. aldar var sjötíu manns í Krísuvíkursókn. Ef treysta má því, að þeim Páli og Árna hafi verið rétt skýrt frá sauð- fjáreign þeirra Krísvíkinganna, Þá hefur hún verið næsta lítilfjör- leg á slíkri afbragðs hagagöngu- jörð. Hrossafjöldi er og mjög af skornum skamti, en mjólkurkýr telja þeir vera tuttugu og tvær. Sem hlunnindi telja þeir fuglatekju og eggver, einnig nefna þeir sölva- fjöru og sé „sérhverjum hjáleigu- manni takmarkað pláts til sólva- tekju.“ Þá geta þeir þess, að á Selatöngum sé útræði fyrir hverfis búa, „en lending þar þó merkilega slæm“. En þrátt fyrir þessa „merki- lega slæmu“ lendingu, mun þó út- ræði á Selatöngum hafa haldizt fram um 1870, að minnsta kosti alltaf öðru hverju. Tii er gömul þula, þar sem taldir eru með nöfn- um vermenn á Selatöngum og er þetta upphaf: „Tuttugu og þrjá Jóna telja má.“ En endar svo: „Á Selatöngum sjóróðramenn, sjálfur guð annist þá.“ Á Selatöngum hafðist við um eitt skeið hinn nafnkunni Tanga- draugur (Tanga-Tumi, sem talinn var hversdagslega fremur meinlít- ill, en þá er á hann rann jötun- móður, gat hann orðið svo fyrir- ferðarmikill að hann „fyllti út í fjallaskörðin“, að því er Beinteini . gamla í Arnarfelli sagðist frá. Ekki munu aðrar hjáleigur en þær sex, sem hér eru fyrst taldar, hafa átt rétt til fuglatekju í bjarg- inu, og þó að eins í þeim hluta þess, sem kallaður er Kotaberg. Er það miðhluti bjargsins austan heimabergsins, en vestan Strandar- bergs. Þó leyfðist hverri hjáleigu ekki að taka fleiri egg en hundrað Framhald á 550. síðu. V T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 543

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.