Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Blaðsíða 16
KÓSTAS ASSÍ MA: Saklaust fólk Það átti að koma honum fyrir kattarnef. Hann skildi það betur, þegar vitnin gengu hjá til þess að vinna eið að þeim framburfU sín- um, að hann hefði haft gilaa á- stæðu til þess að hata Maniátis, sem ekki gat séð dóttur hans í friði. Hann sór og sárt við lagði, að hann hefði verið úti í haga, þegar morðið var framið: Þeir voru þar fleiri að grafa brunn, svo að þelr fengju vatn handa fénaði sín- um. Hann þrástagaðist á því, að samverkamenn hans fengju að stað festa, að þetta væri satt. En menn- irnir reyndust allir svo skyldir honum og venzlaðir, að vitnisburð- ur þeirra var metinn ógildur. Fleiri menn hðfðu þó verið þarna nálæg- ir og séð hann bera moldina, sem kom upp úr brunninum. En það voru ókunnir veiðimenn og ekki á visan að róa, þar sem þeir voru. Hvernig átti hann að hafa upp á þeim? f fáum orðum sagt: Hann sat þarna ráðþrota og örvinglaður og langaði mest til þess að æpa: Ég er saklaus — saklaus! Orð vitnanna voru eins og fing- ur, sem læstust um hálsinn á hón- um. Kaldur sviti spratt út á enni hans, og þegar hann fann augu fólksins nísta sig eins og byssu- stingi, greip hann óviðráðanleg löngun til þess að hlaupa út, flýja þennan sal, þar sem honum lá við köfnun, forða sér inn í þögula skógana, þar sem stokkrósin grerl ifDHNN- SUNNUDAGSBLAB 544

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.