Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Blaðsíða 12
Vi8 Kleifarvatn, — útsýn af innristapa, þar sem nú kallast StefánshöfBi. Þar lét höfundur þessarar greinar, sem unni Krísu-
vík og umhverfi hennar hugástum, strá ösku sinni á vatnlS.( bergið vlð veginn er felldur skjöldur til minningar um
hann. — Ljósmyndir allar, sem greininni fylgja, tók Páll Jónsson,
í embættisbókum Gullbringu-
sýslu er landamerkjum Krísuvíkur
lýist þannig:
„Maríukirkja í Krísuvík í Gull-
bringusýslu á samkvæmt rnáldög-
um og öðrum skilríkjum heima-
iand allt, jörðina Herdisarvík í Ár-
niessýslu og ítök, er síðar greina.
Landamerki Krísuvíkur eru:
Að vestan:- Sjónhending úr Dagon
(Raufarkletti, sem er klettur við
flæðanm'ál á Selatöngum) í Trölla-
dyngjufjallarætur að vestan, sem
er útbrunnið eldfiall norðauvert í
Vesturhálsi, þaðan bein stetfna í
Markheliuhól, háan scelndrang við
Búðarvatnsstæðj.
FYRRI HLUTI
Að norðan: Úr Markhelluhól sjón
hending norðanvert við Fjallið eina
í Melrakkagil (Markrakkagil) í Und
irhlíðum og þaðan sama sjónhend-
ing að vesturmörkum Herdísarvík-
ur eða sýslumörkum Gullbringu-
og Árnessýslu.
Að austan: Samþykkt og þinglýst
vesturmörk Herdísarvíkur, sjón-
hending úr Kóngsfelli, sem er lág,
mosavaxin eldborg um'hverfis djúp
an gíg á hægri hönd við þjóð-
veginn úr Selvogi til Hafnarfjacð-
ar, örskammt frá veginum í Selja-
bótarnef klett við sjó fram.
Að sunnan nær landið allt í sjó.“
Þessu næst eru talin ítök þau,
sem kirkjan á og loks „ítök, sem
aðrir eiga í landi kirkjunnar.“
í jarðarbók sinni geta þeir Árni
Magnússon og Páll Vídalín þess, nð
ágreiningur nokkur sé urn landa-
merki millum Krísuvíkur og ísólvs-
skála, en ekki skýra þeir neitt frá
því, um hvað sá ágreiningur sé.
Báðar þessar jarðir eru þá (1703
í eigu dómkirkjunnar í Skálholti.
í máldögum og öðrum skjöluin,
sem rituð eru löngu fyrir daga
þeirra Pá'ls og Árna er svo sagt,
að hraundrangurinn eða kletturinn
Dagon (Raúfarklettur) sé landa-
merki og þá auðvitað fjörumerki
mil'lum jarða þessara, en hitt mun
lengi hafa orkað tvímælis, hvort af
tveim brimsorfnum hraundróngum
sem standa í flæðarmáli á Selá-
tönguim, sé Dagon. Og eigi er langt
síðan (árið 1897), að þras nokkurt
varð og máOaferli risu út af, hvor
540
T í M N N — áUNNUDAGSBLAÐ