Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Side 2

Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Side 2
MMMNWMMMMMIMHMmnmiaaHiaMMMMaCiH TÍNT UPP AF GÖTUNNI Bjorn Jakobsson skrásetti Teikning: Ingunn Þóra Magnúsdóttir Eftir aS Borgarnes fékk löggildingu sem verzlunarstaður (1867) fóru danskar selstöðuverzlanir í Reykjavík að láta sigla vöruskipum inn á Brákarpoll. Lágu þau tíðum á Brákarsundi meðan vörur voru afgreiddar. Var skipshöfnin dönsk, svo sem vonlegt var. Eitt sinn féll danskur maður fyrir borð, meðan vöruskip lá á sundinu. Nærstaddur Borgnesingur sá, þegar óhappið skeði, ýtti í skyndi báti á flot, hafði hendur í háir þess danska og tókst að draga hann upp i bátinn. Þegar því var lokið, tók björgunarmaður fyrst eftir því, að báturinn var áralaus. Kafði hann ekki veitt því athygli, þegar hann hratt bánum á flot- Aðfall var, og tók bátinn strax að reka inn eftir firðinum- Þegar kom á móts við Einarsnes, gátu sjófarendur gert vart við sig, og barst þeim hjálp úr landi. Var sá danski orðinn kaldur og hrakinn eftir sjóvolkið, og fagnaði mjög landtöku. Vildi hann þá greiða björgunarmanni lífgjöfina, fór í vasa sinn og tók upp tuttugu og fimmeyring og rétti honum sem björgunarlaun. Varð þá björg- unarmanni að orði: „Þá veit maður hvers virði danskurinn er". . ) (Sögn Björns Blöndal rlthöfundar). 746 T I M í N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.