Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Page 6
ar og sáluhjálpar hálfa jörðina
Sandlæk, er liggur í Hólakirkju-
sókn í Eystrahreppi og þar með
fimm kúgildi búlæg. Viðtakandi
fyrir hönd Eiríks var dómkirkjan
í Skálholti.
Ingibjörg Eiríksdóttir giftist aft-
ur eftir lát Jóns, og hét síðari mað-
ur hennar Ormur Jónsson. Þau
fengu giftingarleyfi frá um'boðs-
manni páfa árið 1481 vegna fjór-
menningsmeinbuga. Ormur var
sonur Jóns sýslumanns í Ögri
Ásgeirssonar sýslumanns, Árna-
sonar, og konu hans Kristínar
Guðnadóttur sýslumanns í Ögri,
Oddssonar. Þau Ormur og Ingi-
björg bjuggu í Klofa árið 1492, en
eftir það er ekki vitað um bústað
þeirra. Ormur var sýslumaður í
Snæfellsnessýslu 1497-1501. Hann
lézt um 1503. Börn þeirra voru
Sigurður, er lengi var sveinn Ög-
mundar biskups, Kristín, kona
Erlings Gíslasonar frá Haga á
Barðaströnd, og Sólveig.
Árið 1490 varð Stefán Jónsson
biskup í Skálholti. Um hann segir
í Biskupasögum: „Hann var mikið
Ijúfmenni við aiþýðu, en harður
við flyisjunga og sakafólk og vlö
mikilmenni, sem sig settu á móti
honum“. Gárungarnir kölluðu
hann „grjótbiskup.“ „því hann lét
gjöra allar girðingar í Skálholti
og líka göngustéttina suður yfir
Hundapoil.“
Stefán biskup lenti fljótlega í
deilum við þau Klofahjón. Hinn
19. marz 1492 nefndi hann presta-
dóm um kæru sína á hendur þeim.
Var Ormur bóndi Jónsson sakaður
um að hafa „sett sig ólöglega inn
í það vald, sem honum var aldrei
bifalað, nefnandi leikmannadóm
út yfir heilagrar kirkju málum og
tekið tylftareið út af þeim manni,
sem í heilagrar kirkju stórmæl-
um var bundinn og kirkjunnar for
manni bar rétt yfir að segja.“
Húsfrú Ingibjörg var ákærð fyr-
ir að hafa tekið undir sína „vernd,
í samneyti, sam!þykki og selskap“
Pétur heitinn Ólafsson, áður en
hann var i hel sleginn, eftir að
það var sannprófað, að hann hefði
stolið silfri og kostulegum gripum
kirkjunnar og biskupsins i Skál-
holti úr sjálfri dómkirkjunni þar
heima á staðnum
Ingibjörg var dæmd til þess
að vinna innan hálfs mánaðar sétt
areið að því, að hún hefði hvorkl
heyrt sagt af Pétri sjálfum né
Jóni djákna, sem kallaður er pung
ur, og ekki af neinum öðrum skil-
Vísum manni, að áðurgreindur
Jón djákni hefði svarið bókareið
um það, að Pétur Ólason hefði tek-
ið silfur og annað það, er horfið
hafði úr dómkirkjunni í Skálholti.
En ef hún félli á eiðnum, skyldi
hún taka lausn og skriftir fyrir
samneyti við sagðan Pétur og
gjalda fjársektir. Upphæð sektar-
fjár er ekki tilgreind í dóminum,
en einn þriðjung þess skyldi hún
gjalda á næstu fardögum, annan
um Mikjálsmessu, en hinn þriðja
í fardögum þar eftir „biskupinum
eður hans umboðsmanni í fullvirt-
um peningum, hálft í Klofa, en
hálft í Skálholti“.
Ekki er nú vitað, hvort Ingi-
björg kom fram eiðnum. Hennar
finnst ekki getið eftir þetta. En
líklegt má telja, að hér sé að finna
upphafið að deilum Torfa, sonar
hennar, við Stefán biskup.
UI.
Fimmtánda öldin var um margt
HöfuSbóliS SkarS á Landi kom miög vlS sögu sttar Torfa í Klofa.
-mBás
750
TlHJNN - SUNNUDAGSBLAÐ