Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Side 7
stór í sniðum. Þá safnaðist melri
auður á hendur fárra höfðingja-
ætta er dæmi eru til fyrr og síð-
ar hérlendis, og þá tíðkaðist enn,
að höfðingjar riðu um héruð með
f jölmenni, gerðu hver öðrum heim
reiðar og stunduðu vígaferli. Torfi
í Klofa var skilgetið barn þessarar
aldar.
Rangárfþing fór ekki varhluta
af vigaferlum á uppvaxtarárum
Torfa. Sumarið 1471 gerðu þeir
Þorvarður Eiríksson og Narfi Teits
son ásamt flokki manna heimreið
að Krossi í Landeyjum og drógu
bóndann þar, Magnús Jónsson,
sem var kvæntur Ragnheiði, móð-
ursystur Torfa, nakinn úr faðmi
konu sinnar og vógu hann, en
síðan slógu þeir, drógu, hröktu og
lömdu Ragnheiði og rændu fé frá
henni.
Um eða skömmu fyrir 1480 var
nágranni Torfa, Oddur Ásmunds-
son, lögmaður á Stóruvöllum
hálshöggvinn á dyraþröskuldin-
um heima hjá sér af útlendum vík-
ingum. Þeir komu um haust til
Eyrarbakka, en höfðu vetursetu á
Stokkseyri. Vorið eftir, um vertið
arlok, drápu þeir ráðsmanninn í
Skálholti út á Bjarnarstöðum 1
Selvogi, en riðu síðan austur að
Stóruvöllum, en að loknu hervirki
sínu þar sigldu þeir utan.
Torfa í Klofa er ekki getið í
gerningum eða dómum, sem varð
veitzt hafa, fyrr en árið 1491. Hann
hefur þá verið kominn yfir þrítugt
og kvæntur fyrir löngu. Kona
hans hét Helga Guðnadóttir,
dóttir Guðna Jónssonar, sýslu-
manns á Kirkjubóli, sem var
bróðir .Orms, stjúpföður Torfa.
Móðir Helgu var Þóra, óskil-
getin dóttir Björns ríka Þorleifs-
sonar, hirðstjóra á Skarði á Skarðs
strönd. Bróðir Helgu var Björn
Guðnason, sýslumaður í Ögri,
vopnabróðir Torfa í deilum við
Stefán biskup.
Undirrót deilna Torfa við Stefán
biskup var sú, að Torfi tók að sór
alla sakamenn og hélt marga í
biskups forboði, svo að hann kom
engum refsingum yfir þá, og
gengu þeir kvittir og óleystir.
Einnig var hann óhlýðinn biskupi
bæði um kirkjureikning og tíund-
arhald. Varð því mili þeirra mjög
fátt og mikill óvinskapur, og sat
Torfi oft um biskup.
Einn vetur þegar allir staðar-
menn í Skálholti voru komnir í
ver, bjó Torfi sig að heiman með
þrjátíu menn og ætlaði til Skól-
holts og taka biskup höndum.
Þjórsá var þá isi lögð milli fjalls
og fjöru. En er þeir komu að
Nautavaði, sýndist þeim áll í ánni
suður eftir öllu. Þeir riðu þaðan
að Kaldárholti, en sáu þar ekki
fyrir enda álsins og snéru því all-
ir aftur. En þennan sama dag var
áin riðin, jafnt eftir sem fyrir.
Annað sinn kom Torfi heim í
Skálholt, en er biskup frétti það,
lét hann læsa öllum dyrum. Torfi
gekk að norðurdyrum kirkjunnar
barði mikið högg á þær og spurði,
hvort skolli væri inni. Þá var ekki
heima í Skálholti nema einn
biskupssveinn, sem Loftur hét.
Hann hljóp að dyrunum og anz-
aði: „Inni er skolli og ekki hrædd-
ur, bíddu til þess hann er klædd-
ur, djels hórusonurinn, hver sem
þú ert!“ Torfi svaraði: „Ertu þarna
Stráka-Loftur? — þessu mundir
þú ekki anza, ef þú þættist ekki
yfir fleiru búa en ég af veit.“ Og
með það reið hann á brott.
Af þessari áreitni við biskup
lét Torfi ekki, fyrr en svo bar til
á Allþingi, er hann gekk til lög-
réttu, að mönnum sýndist lítill,
svartur flóki köma norðan frá
Skjaldbreið í mynd lítils fugls og
steypa sér yfir hann. Rak hann
þá upp mikil hljóð og varð svo
sterkur, að átta menn héldu hon-
um, áður en hann var færður í
bönd. Kom biskup þar að með
kennilýð öllum, sem á þingi var.
Hvolfdi hann fyrst stakksermi
sinni yfir höfuð Torfa, þvi að öll-
um ofbuðu augu hans og óhljóð.
Eftir það féll biskup á kné. til
bænar og allir með honum, með
lestrum og söngvum. Sefaðist
Torfi þá nokkuð og stilltist það-
an í frá. Eftir þetta áttu þeir bisk-
up ekki í útistöðum neinum, enan
þó varð aldrei þelalaust milli
þeirra.
Árið 1502 lét Torfi drepa dansk
an fógeta, er Lénharður hét, á
Hrauni í Ölfusi. Hafði hann setzt
að í Arnarbæli með ránum og
heitazt við Torfa, hótað að drepa
hann. Gekk Torfi til skrifta við
Stefán biskup fyrir dráp Lénharðs
og sætti litlum fésektum, því að
biskup kvað hann hafa unnið það
verk manna heppnastan.
Með Lénharði á Hrauni var mað
ur sá átján vetra, er Eysteinn hét
Brandsson, og varði hann einn
dyrnar, svo að enginn komst inn,
fyrr en þeir rufu húsin. Eysteinn
þessi kemur oftar við sögu. Árið
1505 gaf Stefán biskup Eystein á
vald Helgu Guðnadóttur, ekkju
Torfa í Klofa, um allt það, sem
hann hefði til hans að tala.
Hinn 25. júlí 1510 hófst eldgos
í Heklu með miklu steinkasti víða
í Holtum og suður um Rangórvelli
allt til Odda, og einn maður rot-
aðist fyrir karldyrum í Skólholti
af þessum steinagangi. Eysteinn
bjó þá í Mörk á Landi: „Hann
flúði í þessum eldsgangi með konu
sína og maður með honum, maður
urinn drapst á flóttanum, en hann
kom konunni undir einn stóran
melbakka og breiddi jdir hana föt
og þófa, en hann komst sjálfur
með harðfengi tl bæja, en þó
mjög barinn og stirður.“
Árið 1527 var óvild með þeim
biskupunum Jóni Arasyni á Hól-
um og Ögmundi Pálssyni í Skál-
holti, og fjölmenntu báðir til Al-
þingis. Kom Jón með níu hundruð
manna, en Ögmundur með þrettán
hundruð, og þóttu horfur á, að
til bardaga mundi draga. Góðir
menn gengu á milli að sætta þá.
og varð að ráði, að hvor þeirra
skyldi fá mann til þess að ganga
á hólm. Fékk Jón biskup til þess
Atla nokkurn, en ögmundur Ey-
stein Brandsson, og fór hólm-
gangan fram hinn 1. júlí. „Þeir
börðust Iengi og vann hvorki, fyrr
en Eysteinn tók það ráð, að hann
barði hanzkana af höndum honum
og hjó undir hann og felldi hann
til jarðar, því Eysteinn var ram-
ur að afli.“
Á' Alþingi 1504, sem var hið_
síðasta, er Torfi sat, gerði hann
aðsúg að Árnóri sýslumanni
Finnssyni. Finnbogi Jónsson lög-
maður hafði skipað Arnór í dóm,
en Torfi stefndi honum burt úr
dóminum. Finnbogi lögmaður
dæmdi stefnuna ónýta, og gekk
Torfi þá að dóminum með lið
vopnað bogum, byssum, sverðum
spjótum og arngeirum. Náði hann
Arnóri á einmæli og lét menn
sína standa svo þétt kringum
hann, að hann mátti hvergi burt
komast. Síðar á þinginu gekk dóm
ur vegna þessa atviks.
Torfi í Klofa kemur síðast við
skjöl 3. júlí 1504, en hann hefur
látizt fyrir 11. febrúar 1505. Tvenn
ar sagnir fara af þvi hvernlg
'Framhald á bls. 765.
751
T f M 1 N N - SUNNUDAGSBLAB