Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Qupperneq 8

Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Qupperneq 8
Kristján annar Danakonungur. Ferill hans var mjög merkilegur fyrir margra hluta sakir. — Kristján hraktist j útlegE árlð 1523 og sat i fangelsi frá 1531 til dauðadags árið 1559. HVER OLLI DAUÐA DYVEKE? ÁriS 1508 var Krisiján Dana prins, síðar annar konungtir Dana með því nafni, 1 heimsókn í Björg- vin. Hann var þá tutíugu og sex ára að aldri. í fylgd tneð prijisin- um var kanziari hans. Eirikur Valkendorf. Eiríki varð eitt sinn gengið um aðaltorg borgarinnar og kom þar að, sem mæðgur voru að seija fisk. Það vakti athygli hans, hve ólíkar þær voru: móðirin var ófrtð og durnaraleg, en dóttirin íturvaxin og glæsileg álitum. Kanzlarinn skýrði húsbónda sínum frá fundi sínum og kvennanna, og leið ekki á löng'U, áður en prinsinn hafði stofnað til kunningsskapar við þær og fengið leyfi móðurinnar til þess að taka dótturina, sem Dyveke hét og var tvítug að aldri, til ást- konu. Móðir Dyveke var hollenzk að uppruna og hét Sigbrit Viliemsen. Hún hafði flækzt víða um lönd, áður en hún settist að í Björgvin. Ekki vildi hún standa í vegi fyrir hamingju dóttur sinnar, og næst-u fimm árin bjuggu mæðgurnar sam an í myndarlegu húsi í Osló. Báðar voru þær nákomnar hinum danska prinsi: Dyveke sem ástkona og Sigbrit sem ráðgjafi. Það er því ekki undrunarefni, að þær mæðg- ur skyldu vera í fylgdarliði kon- ungs, þegar hann sneri heim ti', Danmerkur árið 1513 til þess að taka við konungdæmi að Hans, föð ur sínum látnum. En nú þurfti hinn nýi konungur að verða sér úti um eiginkonu. Vegna verzlunarhagsmuna Dana varð það úr, að hann gengi að eiga þrettán ára austurríska prins- essu, Elísabetu nafni. Hún var sonard-óttir Maximilians, keisara í þýzka ríkinu, og bróðurdóttir Mar grétar, sem réð ríkjum í Niður- löndum, en við þau vildu Danir koma á verzlunarsambandi. Drottningin unga var ekki fríð sýnum, og þrátt fyrir blíðlyndi hennar, sem konungur mat mikils síðar á ævinni, var engin von til þess, að hún gæti fengið hann til þess að þoka Dyveke til hliðar. Engin breyting varð á háttum hans. Hann lét þær mæðgur meira að segja flytja frá Hvíteyri til Amak- urtorgs árið eftir brúðkaupið til þess að hafa þær eins nálægt kon ungshöllinni og unnt var. Þegar sá kvittur barst til þýzku hirðarinnar, að drottning Dana yrði að keppa um hylli konungs við ástkonu hans um árabil, varð Maximilian æfur. Skömmu síðar lét hann sendiherra sinn í Kaup- mannahöfn krefjast þess, að frilla konungs hyrfi frá hirðinni. Eirík- ur Valkendorf réð konungi nánast ti3 þess að verða við þessum til- mælum, en það kom fyrir ekki — Kristjón vildi ekki sleppa Dyveke. Hann var þeim ekki þægur, sem lögðust gegn frillu hans. Til dæmis um það eru viðbrögð hans gagnvart frú Önnu Rosenkrantz, hirðmeist ara drottningar, en hún hafði hert upp hugann 0g sagt kóngi, að sam- band hans við Dyveke væri í senn ósæmilegt og óguðlegt. Kristján sagði Önnu samstundis upp störf- um og vísaði henni úr landi. Einn- ig tók hann til sín jarðeign, sem Elfsabet, drottning Krlstjáns annars. 752 T É M I N N — SUNNUÐAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.