Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Page 10

Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Page 10
Úr Skrrðdal. Skómhöttur j baksýn. Áriö 1816 eru íbúar Skriðdal laldir vera 108, en þeir hafa að iíkindum einhvern tíma verið flejri, þvi að þá eru í eyði nokk- ur býli, sem sagnir eru um, að hafi verið búið á áður, til dæmis Mið-Sandfeil, sem sagí er, að hafi lagzt niður fyrir draugagang. Þaí- sjást nokkuð mikil tóftarbrot, sem benda til þess, að þar hafi ein- hvern tíma verið meiri byggingar en beitarhús frá Stóra-Sandfelli. Á Arnhólsstöðum bjó á 16. öld bóndi sá, er Sturla hét, talinn rík- ur bóndi og auknefndur Maura- Sturla. Meðal síðustu verkefna Ög mundar biskups Pálssonar var að koma á hann fésektum fyrir helgi- dagavinnu, kirkjuvanrækslu, mat- gjafahald og okur. Sagnir telja, að bann hafi lagt niður býli það í Arnhólsstaðalandi, sem hét á Bakka og kallast Bakkatættur. Tættur þessar eru nokkuð glögg- ar enn, svo og brot eða mót fyr- fr túngarði, og öskulag hefur sá, er þetta skrifar, séð þar í lækjar bakka, sem neíndur er Bakka- tóftarlækur — hefur ef til vi'l áður heitið Bakkalækur. Sturla byggði og hafði sel fyrir Innan Brúðardalsá í Þórudal, sen^ síðan heitir Sturlusel. Sagt er, að síðan hafi verið búið þar. Tættur eru þar mjög glöggar — tvær litl- ar og ein stór, sem gæti hafa ver- íð rétt eða fjárhús. Fremur mun þar hafa verið harðindasamt á vetr um inni í dalnum og litlar engj- ar, enda hefur þar eflaust verið búið smátt og ekki lengi. En aftur á móti eru mikil slægjulönd um- hverfis Bakkatættur. Síðar, þegar Sturla var orðinn gamall, var hanri sagður orðið svo geðillur, að enginn gat lynt við hann. Þá byggði hann sér kofa fyrir utan og ofan túnið á Arnhólsstöðum og var þar einsetumaður. Kofatóft »ú var glögg. síðast þegar ég kom þar, og nefnd Sturii, og gilið, sem er þar rétt hjá, Sturlugil. Jón, fa>ðir SturÍK. þjó á Koilsstöðum á Völlum um 1500. Sturla gaf Árna, syni sínum, Höskuldsstaði í Breið- dal árið 1575, og bjó sú ætt þar lengi, og frá honum eru margir Breiðdæiir komnir. Inn á Hátúnadal, það er á Geit- dalnum austan Geitdalsár, er stykki, sem nefnt er Bjarnastaða- skógur, og er það vaxið smáskóg- viðarkjarri. En Bjarnastaðir eru þar hvergi nærri og enginn bær með því nafni í nálægum sveitum, svo að nafnið bendir til, að þar hafi verið bær, er svo hét„ enda segir í sóknarlýsingu séra Sigurð- ar Gunnarssonar, sem var prestur á Hallormsstað, að sagnfr séu um, að þar hafi bær verið með því nafni. En hvenær þar hafi verið búið, séu engar heimildir um. Ó- glögg tóftarbrot tel ég, að ég hafi fundið þar 1910, en miklar bygg- ingar hafa þar ekki verið og ekki annað, sem bendir á bæ, en nafn- ið á skógarkjarrinu, enda er þar ekki byggilegt. Litlu utar í dalnum er eyðibýl- ið Dalhús, sem stundum fyrr á tímum var notað sem beitarhús frá Þingmúla, til dæmis í tið séra Þorgríms Arnórssonar, sem var prestur i Þingmúla 1864-1868. Gæti ekki hugsazt, að Dalshús og Bjarnastaðir væru eitt og sama býlið, aðeins skipt um nafn? Eins og fyrr segir, var íbúataia Skriðdalshrepps 1816 108 matwis, en upp úr því fjölgar fóiki 8rt. m Tíli N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.