Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Side 11

Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Side 11
1838 er fólkstalan orðin rúmlegt 14Ó, eins og nú er um þessar mund Jr, og 1852 eru íbúarnir orðnir £17, enda er þá búið að stofna tvö nýbýli og tveir og þrír búend- txr á sumum jörðum. Árið 1830 byggir Stefán Jóns- son nýbýli á Stefánsstöðum við ínnri enda Skriðuvatns. Stefán íæddist í Garðasókn um 1794. Kona hans var Ingibjörg Þorsteins dóttir, fædd um 1799 í Fljótsdal. Fyrsta árið er Stefón talinn ein- setumaður, en býlið dregur fljótt til sín, þvi að árið 1831 er þar komin kona og sonur á fyrsta ári, sem heitir Jón og varð síðar bóndi á Stefánsstöðum. Börn þeirra hjóna voru Sigríður, sem giftist að Streitisstekk í Breiðdal, og Gunnlaugur. Ekki veit ég, hvar hann bjó eða hvort hann hefur búið, en þrjá syni hans þekkti ég — Stefán, Sighvat og Eirík. Sig hvatur kvæntist og átti börn og bjó um tíma á Kirkjubóli í Helgu- staðahreppi með bróður sínum, Stefáni. Eiríkur dó ókvæntur Jón Stefánssön kvæntist Þorbjörgu Þórðardóttur frá Borg og bjó á Stefánsstöðum eftir dauða Stefáns Stefán dó 1849, og Jón bjó á Stefánsstöðum til 1854 eða 1855 — þá dó hann. Þeirra barn var Jón, og fleiri börn áttu þau, sem dóu ung. Þess má geta, að stundum var þröngt í húsum á Stefánsstöðnm. því að fyrir kom, að þar væru hjón í húsmensku og allt upp í þrettán manns í heimili, og voru það þá helzt foreldrar húsbænda eða annað skyldulið. ■Jón Jónsson bjó í Geitadal um 1890, síðar í Vallaneshjáleigu, fluttist svo í Sauðhaga og þaðan i Múlastekk. Kona hans var Agnes Kolbeins- dóttir, og þeirra synir Árni og Einar, bændur í Geitadal og á Múlastekk. Þorbjörg Þórðardóttir, ekkja Jóns Stefánssonar, hélt áfram bú- skap á Stefánsstöðum eftir fráfall Jóns og giftist aftur 1856 Éiríki Einarssyni, hálfbróður Jóns, sam mæðra, og bjuggu þau á Stefáns stöðum til 1866 Þeirra sonur var Friðrik, sem síðar, 1902-1905, var bóndi á Hryggstekk og víðar. Hans dóttir var Margrét, sem varð seinni kona Gunnars Bóassonar í Bakkagerði í Reyðarfirði. Önnur systkini Friðriks munu hafa dáið ung. Árið 1866 flytur í Stefánsstaði Jón Einarsson, síðar í Nóatúni. Kona hans var Snjólaug Jónsdóttir Stefánssonar frá Sandfelli. Hún hafði áður verið gift Guðmundi Þórðarsyni frá Borg, bróður Þor- bjargar. Þeirra sonur var Jón bóndi í Grófargerði, en synir Jóns Einarssonar og Snjólaugar voru Kristján, útvegsbóndi í Nóatúni í Seyðisfirði, og Vigfús, bóndi í Tunghaga á Völlum, síðar vega- verkstjóri á Dvergasteini í Reyðar- firði. Jón Einarsson og Snjólaug fluttust á Seyðisfjörð. Árið 1871 fluttust i Stefánsstað Guðmundur Finnbogason, bóndi á Víðilæk 1834-1850, er orðið hafði að standa upp fyrir syni séra Engilberts Þórðarsonar, þvi að Víðilækur var prestsekkjujörð, sem ávallt varð að vera laus til ábúðar, ef prestsekkjur vildu fá jarðnæði. Bróðir Guðmundar var Jón Finnbogason hinn skyggni, vega- verkstjóri og yfirsetumaður (1 jós- faðir), sem mikið mætti um rita. Kona Guðmundar Finnbogasonar var Guðlaug Eiríksdóttir frá Hall- beruhúsum, systir Björns Eiríks- sonar í Höskuldsstaðaseli og þeirra bræðra. Guðmundur og Guðlaug fluttu í Þorgrímsstaði og þaðan til Ameríku.“ Árið 1878 flutti i Stefánsstaði Gísli Jónsson frá Hafursá. Kona hans var Sigríður Árnadóttir, og dó hún 1881. Síðar kvæntist Gísli Guðrúnu ^íveinsdóttur bónda á Mjónesseli og víðar. Kona Sveins var Guðný Guðmundsdóttir á Vaði Sigurðssonar. Dóttir Gísla ög Guð- rúnar var Sigríður, móðir Geirs, föður Sigríðar fegurðardrottning ar. Faðir Gísla á Stefánsstöðum var Jón, og var hann eitt sinn kaupa maður hjá séra Hjálmari Guð- mundssyni, sem var prestur á Kol- freyjustað og síðar á Hallormsstað. Margrét, dóttur Hjálmars, og Jón kaupamaður felldu hugi saman, en þegar Hjálmar varð þess vís, rak hann Jón í burt. Síðar varð Hjálmar þess var, að Margrét var farin að þykkna undir belti Þá rak hann hana að heiman og sagði. að það væri bezt, að hún færi á eftir Jóni, fyrst hún hagaði sér svo ósæmilega. Þau Jón og Mar- grét bjuggu á Brekku í Fljótsdal. Dóttir þeirra var Hólmfríður, fyrri kona Sæbjarnar Egilssonar á Hrafnkelsstöðum. Þeirra sonur var Magnús læknir, sem var afi einn- ar fegurðardrottningarinnar. Árið 1884 flutti í Stefánsstaði Vigfús Sveinsson, bróðir Guðrúnar, konu Gísla. Vigfús var kvæntur Guð- rúnu Halldórsdóttir frá Haugum. Þau bjuggu þar til haustsins 1902, en þá brann bærinn og þar með allur matarforði til vetrarins, svo og fatnaður. Þá lögðust Stefáns- staðir í eyði, og hefur ekki yer- ið búið þar síðan. Vigfús var meðal maður á hæð, þéttvaxinn og kvik- ur á fæti á yngri árum, hljóp allt- af við fót, sem kallað var, þegar hann var á ferð. Sagnir eru um það, að hann hafi eitt sinn hlaupið uppi hreindýrstarf á Skriðu- vatni og ráðið niðurlögum hans Vatnið var á gljá, en Vigfús á broddum, en hreindýrum er ekki gjarnt til þess að skrika mikið á svellum. Ekki man ég til þess. að mikið væri gert af því að safna gjöfum,þó að þau yrðu fyrir þéssu tjóni, en auðvitað var ekkert vá- tryggt, því að slíkt þekktist ekki á þeim dögum. Eitthvað var þeim þó gefið af fötum, og húsaskjól fengu þau á Þorvaldsstöðum L'yrir sig og skepnurnar, sem voru fáar, svo og einhverja matbjörg. Síðar bjuggu þau á Höfðaseli á Völlum, og þaðan fluttu þau á Reyðar- fjörð og dóu þar í hárri elli og unnu til síðustu stundar og komu upp börnum sínum, sem voru mörg. Eru sum þeirra á lífi enn, og er þetta dugnaðarfóllc. þótt stundum hafi það lifað við harð- rétti í uppvexti Árið 1860 var reist bú á Vatns- skógum. Þar hafði ekki verið bú- ið á 19. öldinni, og hélzt búskapur þar til 1910. Svo stóðu Vatnsskóg- ar í eyði um hríð. Voru þar ein- ungis beitarhús til 1937. en síðan hefur verið búið þar. Árið 1876 byrjar Magnús Jóns- son, 31 árs gamall,; búskap á Dal- húsum. Kona hans er Sigurbjörg Jónsdóttir, 36 ára. Þau eiga eitt barn. Hvaðan þau komu eða hvert þau fóru, veit ég ekki, og ekki held ur ætt þeirra. — Árið 1877 flutti þangað Eyjólfur Jónsson. Hann var sonur Jóns Guðmundssonar, sem bjó á Hallbjarnarstöðum 1833 til 1943, norðlenzkur að ætt. Eyj- ólfur hafði víða verið áður á jarð arpörtum, tvíkvæntur og átti nokk ur börn. Árið 1878 fór hann til Ameríku með skyldulið sitt. — Árið 1879 bjó á Dalshúsum Björn . Framhald á 766. síðu. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 755

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.