Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Qupperneq 20

Tíminn Sunnudagsblað - 03.09.1967, Qupperneq 20
Ingihjörg Jónsdéttir: SVÖRT HRÍSGRJÓN Grafir forfeðra okkar þekja hæð- ina. Ein gröfin hverfur í aðra. Það eru okkar garfir. Hann hvílir ekki á hæðinni. Hann var beinvaxinn og grannur sem strá. Hendur hans og fætur fínlegir sem hefðarmanns. Okkur dreymdi aðeins um land og hrísgrjón. Örlítinn landskika til að ávaxta okkar pund. En það var áður en þreyttu, einbeittu mennirnir komu og tóku hann með sér inn í fenin og frum- skóginn. Þeir vildu taka mig líka. En ég trúi ekki hverju sem er. Ég trúi á moldina, á skikann minn. Hvítir menn eru ekki til. Hver hefur nokkru sinni heyrt talað um menn með andlit líkust skýjum um nótt eða hreinsuðum hrísgrjónum? Svo ég tali .nú ekki um blá augu eins og kvöldhim- inninn. Menn hafa svört augu, sem minna á fljótið, þar sem það renn ur meðfram bökkum sínum. Ei- lífur straumur. Menn hafa ekki blá augu. Engir menn eru hvítir. Ég veit að ég er fáfróð og þorpið mitt afskekkt og fátækt. en ég veit líka, að þreyttu, einbeittu menn- irnir lugu. Andlit eru ekki hvít sem hreinsuð hrísgrjón. Augu ekki blá sem himinn um nætur. Hann trúði þeim. Hvers vegna? Var það ævintýraþráin ein, sem rak hann áfram? Verður það allt- af hlutverk konunnar að bíða heima og þreyja þann, sem aldrei kemur? Ég hef beðið mjög lengi. Erú þolinmæði engin takmörk settv Þreyttu, einbeittu mennirnir rændu honum frá mér. Frá mér, sem neitaði að trúa sögum þeirra, Eru menn ekki góðir? Allir jafn góðir. Ég trúi þvi ekki, að hvitir menn séu til, en væru þeir til. væru þeir jafngóðir okkur. Þó ligg ég hér ein á strámott unni minni og hef augun lokuð Ég Iæt sem ég sofi, þó ég vaki. Gamlir siðir deyja seint. Hann gat ekki sofið, ef ég vakti, og ég lærði að láta sein ég svæfi. Ein ligg ég á strámott- unni minni og hlusta á raddir vorsins. Ein ligg ég og finn áfeng- an ilm vorsins í blóði mínu. Blær þess bærir lauf trjánna. Ein heyri ég hrísl vatnsins fyrir utan kof- ann okkar. Ég gleymi mér um stund og óska þess eins, að hann væri hjá mér. Ég snerti moldina með lófunum og leysist upp, er ég sameinast jörðinni. Mín jörð. Hluti af blóði mínu. Ætli hvítir menn séu til? Er þetta stríð þá lika til? Hefur mér skjátlazt? Ættbálkur berst við ætt bálk, það þekki ég, en að menn handan við höfin vilji brenna land okkar og ræna okkur því — það finnst mér óskiljanlegt. Ég er svo fáfróð og þorpið mitt svo afskekkt. Hann sagði, að hvítu mennirn- ir ásældust moldina okkar og vildu, að hrísgrjónin okkar yrðu svört. Hann hefur aldrei logið að mér. Það er kalt að liggja ein. Þessi titringur, sem lófar mínir finna, er hann fótatak þúsund uxa, sem vilja troða þorpið mitt undir fótum sér, drunurnar í fjarlægð boða stríðið, sem þreyttu, einbeittu mennirnir sögðu að kæmi. Eyðir eldurinn skógana og gerir hrísgrjónin okkar svört? Hver vill eyða þorpið mitt? Það er fátækt og gott. Við biðjum aðeins um frið til að rækta hrís grjónin okkar. Er það of mikið? Á að ræna okkur því? Boðar pessi þungi undirómur moldarinnar uppreisn jarðarinnar gegn íbúum hennar? Tekur Búddha okkur öll og veitir okkur nirvana? Ég get ekki legið hérna lengui Ég verð að rísa á fætur og ganga út í vornóttina. Máninn veður í skýjum á himninum. Máninn er gullinn og fagur. Himinninn dimm blár, og skýin þeytast um himin- inn. Undarleg eru þau. Þau þeyt- ast frá dimmum skýjum, iafn fannhvít og feður þeirra eru svart- ir, og öll streyma þau niður til mín. Hvítir skýhnoðrar, sem leita mín. Hvítir eins og óhreinsuð hris- grjón. Þreyttu mennirnir töluðu um þessi ský. Þau birtast alltaf áður en koptinn kemur. Hvað er þessi fugl, sem heitir þessu furðulega nafni, kopti? Liíkist hann dökkum skýjum, sem fljúga um himininn í dðgunt Er kopti þessi risafugl, sem sveim- ar yfir hæðinni okkar? Hann vildi taka mig með sér út í fenin og frumskóginn. Konur hinna ungu manna fylgdu þeim. En ég á moldina í blóði mínu, og grafirnar á hæðinni eru mínar grafir. Geta hvítu mennirnir rænt landi, sem ég á í blóði mínu? Eiga þeir ekkert land? Eru þeir til? Það er svalt, og stjörnurnar blika inn milli trjánna á hæðinni líkt og augu, sem opnast á nætur- bláum himni og blika til mín. Inn milli silfurbliksins svífur svartur, stór fugl og nálgast mig óðum. Verð ég bráð hans? Ég geng upp að hæðinni, og um leið vef ég fötunum þéttar að mér. Andvarinn rekur skýin um him- ininn. Undarleg eru þau. Ský, sem ég hef aldrei litið fyrr. Þau nálgast þorpið mitt. Þorp, sem er fátækt og afskekkt en einnig gott. Augu mín skima um himininn, en þau sjá aðeins skýin. Nú sést ekki svarti furðufuglinn, sem þreyttu, einbeittu mennirnir nefna kopta. Hvarf hann og faldi sig að baki hvítu skýjanna, sem leita mín? Eyru min heyra þrumugný nálg ast æ meira’ Hjarta mitt iíkist fuglsvæng í brjósti mér. Flögrandi, litlum væng. Væng óttaslegins fugls. Þreyttu, einbeittu mennirnir sögðu honum það, og hann talaði við mig. Er til eldur, sem nefnist napalm? Eldur, sem eyðir skóg og land. Eldur, sem ávíður hrísgrjónin og gerir þau svört eins og slæma uppskeru. Menn, sem lifa áf eldinn í grenj- um líkt og dýr? Fljúga fuglar um himininn, og stendur eldur úr stéli þeirra? Þreyttu, einbeittu mennirnir, ljúga. Sögur þeirra eru of fjar- stæðukenndar. Eldfuglarnir sveima um himinn- inn, en trén í skóginum mínum standa enn. Eldurinn eyðir þau ekki. Húsin í þorpinu mínu eru ósködduð. Hvergi er greni. Við erum menn. Menn Iifa í sól- inni, og vindurinn leikur sér við 764 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.