Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Blaðsíða 2
Kirkjan á ViSareiði undir rótum Malinsfjalls. Á miðri myndinni sést Hvanna- sund og BorSey handan þess. ÚTBURÐURINN Á KVÍAVEGGNUM UG NIDAGRÍSINN I ÚNAGERDI, hafa óskírð, og sennilega hefur þessi hugmynd í öndverðu verið bundin við börn, sem fædd voru í dul og borín út eða deydd á ann- an hátt. Þjóðsagan færeyska er tengd byggð, sem heitir Viðareiði, og er hún norðarlega á vesturströnd Við- eyjar, nokkurn veginn gegnt Múla á Borðey Það er upphaf þessarar sögu, að vinnukona á prestsetrinu Ónagerði á Viðareiði þtingaðist. Leyndi hún þvi, hversu komið var fyrir henni, fæddi barnið á laun og kom þvi fyrir. Hnuplaði hún sokkbol frá umkomulitlum vinnu- pilti, sem uppnefndur var Písli, stakk barnslíkinu í hann og gróf síðan. Nú rak að því, að stúlkan var manni heitin. Leið að brúðkaups- degi, og var slegið upp veizlu all- mikilli, svo sem jafnan þótti skylt að gera, og hæfði sízt af öllu, að hjú sóknarprestsins hlypu saman í hjúskap án hefðhelgaðrar við- hafnar. Var og færeyska stúlkan að þvi leyti betur sett en stali- systir hennar hin íslenzka, að hún virðist hafa verið vel búin að því, er prýtt fékk konu á heiðursdegi hennar Ekki er annars getið en allt hafi farið vel og skipulega fram í kirkjunni, og var síðan setzt að veizluföngum í Ónagerði. Þegar fólk hafði etið vild sína, voru borð upp tekin, því að nú skyldi hefj- ast dans. En sem hafinn var brúð- ardansinn, er vitanlega var hring- dans, gerðist atburður sem skaut hinu glaðværa veizlufólki skelk í bringu. Inn á gólfið kom niðagrís veitandi í sokkbol, skoppaði inn 1 hringinn og kvað: Á mömmu glóir gull, ég göltrast í ull og dansa í dulunni af honum Písla. Allir kannast við þjóðsöguna ís- lenzku um stúlkuna, sem bar út barn sitt. Þegar ieið að haustgleð- inni, vikivakanum, sárnaði henni mest, að hún skyldi ekki eiga nógu góðan fatnað. En þá kom útburður inn á kvíavegginn og kvað vísu, móður sinni til hughreystingar: Móðir mín í kví, kví, kvfddu ekki því, því — ég skal lána þér duluna mina að dansa i. Þessi þjóðsaga er þó ekki einka- eign íslendinga. Mjög lík saga er til dæmis til í Færeyjum. En þar nefnist útburðurinn niðagrís. Niða- grísinn birtist þar í líki lítils sveinbarns, og er sá háttur hans, að hann veltir sér að fótum fólks, einkum þegai dimmt er, og er fcíðum erindi hans að neyða menn til þess að koma upp þvi nafni, er hann hefði hlotið, ef lifað hefði. Af því er auðráðið, að þarna er á ferð afturganga barna, sem dáið Þegar niðagrísinn hafði þetta kveðið, botnveltist hann fyrir fót- um brúðarinnar, sem varð svo mjög um það, er hún var minnt á misgerðir sínar með þessum hætti, að hún féll í ómegin. Hlupu gestirnir til og báru hana út. Varð eftir þetta litið um veizlugleði i Ónagerði í því brúðkaupi. Þannig lýkur sögunni um hina seku brúði á Viðareiði og hefnd þá, sem yfir hana gekk. V 962 T t M » (M N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.