Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Blaðsíða 11
gleymt þessari morgunstund. Eng- inn klappaSi eða eggjaði. Menn tókust í hendur og föðmuðust, og það var glampi í augum þeirra. Annar fundur var haldinn í ká- etu yfirmanna með sjóliðsforingj- unum — og með öðrum hugblæ. Þar gætti ótta, angistar og ringui- reiðar. Foringjaliðið reis á fætur, þegar ég birtist og flutti því venju- legar kveðjur. Það hlustaði stand- andi á stuttar skýringar mínar — og fyrinskipanir: „Við erum í þann veginn að kollvarpa bráðabirgða- stjórninni með vopn í hendi. Við væntum ekki samúðar ykkar, og við þörfnumst hennar ekki, en við krefjumst þess, að þið gegnið skyldustörfum ykkar og gerið refjalaust eins og fyrir ykkur er gt. Við munum ekki reyna um of á ykkur. Meira hef ég ekki að segja“. Skipherrann á Amúr játað- ist dauflega undir þetta og hvarf upp á stjórnpall, en aðrir foringj- ar gengu jnnist til klefa sinna eða að störfum annars staðar“. Amúr sigldi upp á Nevu, þar sem akkerum var varpað. Skammt frá lá beitiskipið Áróra, sem einn- ig var á valdi byltingarmanna. Þar lék hljómsveit á þiljum, og fagn- aðarkveðiur gengu á milli skip- anna. Tilkynning var birt um það, að Vetrarhöllin hefði verið um- kringd, og var sveit send af skip- unum til rróts við umsátursliðið, en önnur látin ganga á land á land á Vasilíeffskíeyju. Þessu næst var nefnd manna sehd til vfetrarhallarinnar til þess að krefjast uppgjafar, svo að kom- ist vrði hjá því að hefja skothríð á hana. En varnarliðið hafnaði kröf unni Það var kornið undir dægra- mót, er sendinefndin kom aftur, og bakkar Nevu voru svartir af fólki, sem komið hafði á vettvang af forvitni, án þess að gera sér fyllilega Ijóst, hversu alvarlegir at- burðir voru að gerast. En mann- fjöldinn tvístraðist — margir duttu og sumir skriðu jafnvel burt á hnjánum, — er fyrsta skotið reið af í einu af virkjum borgarinnar. Það var bó púðurskot eitt, hleypt af í viðvörunarskyni. I næstu and- rá var öðru púðurskoti skotið á beitisklpinu Aróru. „Varir skip- herrans á Amúr skulfu“, segir Fleroffskí, „líkt og hann væri gráti nær“, þegar hann varð þess áskynja, að skothríð var hafin af rússneskum skipum áhöfuðborg Rússlartds. Þegar púðurskotin nægðu ekki til þess að hræða þá, sem búizt höfðu um í Vetrahhöllinni, voru fallbyssurnar látnar tala öðru máli. Þá gáfust stjórnarsveitirnar fljót- lega upp, enda skorti þær baráttu- hug og trú á þann málstað, er þær áttu að verja. Bolsivíkkar ruddust inn í höllina um nóttina á fleiri en einum stað samtímis. Varnarliðið var afvopnað átaka- Htið, og stjórnmálamennirnir, sem þarna höfðu leitað athvarfs, voru handteknir. Forsætisráðherrann, Alexander Kerenskí, var þó ekki meðal þeirra, því að hann hafði degi fyrr haldið til vígstöðvanna í liðsbón. Hann komst seinna til út- landa, þar sem hann lifði svipaðri tilveru og byltingarmennirnir höfðu áður orðið að sætta sig við. Samtímis og Kerenskístjórnin valt úr sessi, nálega jafnsjálfdauð og keisaraveldið nokkrum mán- uðum fyrr, komu fulltrúar frá rússneskum verkamannaráðum og hermannaráðum saman í Pétuns- borg. Þar voru bolsivíkkar í meiri- lhuta, svo að Lenín gat þegar stuðzt við fulltrúaþing, ex hann settist að völdum. „Við skulum nú hefjast handa um að koma á fót sósíölsku þjóðfélagi“, sagði hann, er hann ávarpaði þingið. En margt gerðist, áður en unnt var að sinna því starfi. Höfuðborg Keisaradæmisins féll byltingar- mönnum I skaut með svipuðum hætti og Jerikó ísraelsmönnum, að sögn ritningarinnar, en framund- an voru löng og blóðug ár í tvi- sýnni baráttu við innlend öfl og útlendarhvítliðasveitir á aðra hönd en matvælaskort og ringulreið á hina. En sú saga verður ekki rak- in hér. Um fátt hefur meira vérið rit- að og rætt til lofs og lasbs en byltingu þá, sem hófst í Péturs- borg fyrir réttum fimmtíu árum. Þar hefur ekkert lát á orðið til þessa dags. En óhrekjanileg stað- reynd er það, að á þessum fimmtíu árum hefur háþróað menningar- ríki o.g annað tveggja mestu stór- velda heims risið á rústum þess miðaldaóskapnaðar sem Rússa- veldi keisaranna var. Og énginn stjórnmálaviðburður hefur gerzt á þessari öld, er jafnvíðtæk áhrif hefur haft. Hann heldur hér í hest sinn, Grúsíumaðurinn Sjírali Muslimoff, fæddur árið 1804. Renni hann augum yfir farinn veg, má hann margs minn- ast. Hann lifði marga keisara og sá veldi zars- Ins hrynja í rúst og Ráðstjórnarríkin rísa á legg. Hann lifði bæði Lenin og Stalín, og hann sá Krjústjoff láta af völdum og nýja menn veljast tll forystu. TfMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 971

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.