Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Blaðsíða 16
Kvöld í Helsinki. I höfuðstað Finn- lands og virkis- gröfum Svíaborgar vra. Það var dag einn í júlímánuði, að við hjónin gengum inn í ferða- málaskrifstofu Finna í Vestri-Fari- magsgöt'U í Kaupmannahöfn, otuð- um fram boðsbréfi okkar, undirrit- uðu af finnska sendiherranum í Osló, Pentti Soumela, og báðumst fyrirgreiðslu. Elskulegur piltur, sem var til andsvara, snaraði þegar á borðið tveim bréfum, líkt og hann hefði beðið okkar með þau í hendinni — annað frá ein- ÖNNUR GREIN hverjum landstólpa i Færeyjuim, hitt frá Eggerti Þorsteinssyni fé- lagsmálaráðherra á íslandi. Þegar bornar voru saman bækurnar varðaði þó hvorugt bréfið okkur, enda áttum við þess ekki von, og hlaut pilturinn góði að tjá okkur, að hann gæti ekki séð okkur fyrir flugfari til Finnlands í bráð, en vísaði okkur í þess stað á Eystra- saltsbátinn Finnpartner. Og með honum tókum við okkur fari til Helsinki. Raunar er villandi að kalla þennan farkost bát, því að þetta var stórt skip, og hef ég aldrei stigið á skipsfjöl, þar sem verið hefur annað eins kraðak af fól'ki. Siglingin til Helsinki tók þrjú dægur, og það var bókstaflega drepið í hvern krók og kima. Um nóttina svaf fólk eigi aðeins í öll- um sölum og á stólum í stigum og göngum, heldur einnig undir berum himni á þiljum úti. Mest- megnis voru það Þjóðverjar, sem ekki sóa að jafnaði fé.um skör fram á ferðalögum, er sættu þeim kosti að sofa úti, einkum ungt stuttbuxnafólk. Sá farþeginn, sem langmesta at- hygli vakti þó, var gríðarlega hoid- ug Sígaunakerling í dragsíðum klæðum, öllum ísaumuðum, hlað- in festum og fingurgildum arm- böndum, sem glömruðu hvert við annað, og með svo marga hringa á hverjum fingri sem þar gátu frekast rúmazt. Ég hef hvorki fyrr né síðar séð nokkra manneskju, svo kafða skartgripum, og hafði hún þó sannarlega til að bera skrokk, sem mikið mátti hengja á. Vafalaust hefur hún verið einhver tignarmanneskja innan síns þjóð- flokks, því að engin allra þeirra Sígaunakvenna, sem við sáum í Finnlandsferðinni, komst í hálf- kvisti við hana um þetta. Þegar til Hetsinki kom, tók ung- 976 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.