Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Blaðsíða 10
Svelt kvennaherdeildar, sem átti a5 verja ráðherrana í stjórn Kerenskís i Vetrar
höilinni ( Pétursborg.
og hermanna á verði. Ungir ör-
eigar munda riffla, og sumir hafa
kastað skothylkjabeltum í vélbyss
ur yfir öxl sér. Varðflokkar hafa
kveikt elda til þess að verma sig
við. Öll 'mannleg fyrirhyggja í höf
uðborginni, sem þessa haustnótt
kveður gamlan tíma og hverfur
á vit nýrrar aldar, er saman kom-
in í kringum eitthvað tuttugu síma
tól.“
Allt fór eins og ætlað hafði ver-
ið. Bolsivíkkar mættu nær engri
mótspyrnu. Þeir náðu járnbraut-
arstöðvum, símastöðvum, herskál
um, byggingum dagblaða og ráðu
neytum á sitt vald. Það kom varla
til þess, að skoti væri hleypt úr
byssu. í dögun voru bolsivíkkar
teknir við völdum í höfuðborg
Rússaveldis. Það var einungis í
Vetrarhöllinni, að nokkrir ráð-
herrar og embættismenn héldu
velli. Þar voru til varnar Kósakka-
sveitir, herskólasveinar og ein
kvennasveit, dauðafylkið svo kall-
aða. Þessar síðustu leifar hins
hins gamla valds í höfuðborginni
gáfust þó upp eftir eitt dægur.
En með viðureigninni um Vetrar-
höllina má samt segja, að borgara-
styrjöldin í Rússlandi hæfist.
Þar var sjóliðið að verki.
Fáir höfðu sofið í Krónstadt
þessa nótt, og húsakynni sjóliðs-
ins voru troðfull af sjómönnum,
Lögfræðingurinn Kerenskí
— málskrafsmaður meiri en hvað hann
var forsjáll.
sjóliðum og verkamönnum, sem
biðu fyrirmæla. Þau komu um
morguninn. Samstundis réðist fjöl-
mennur, vopnaður flokkur til upp-
göngu á tundurduflabátinn Amúr,
sem var nýkominn til hafnar,
þeirra á meðal hermenn úr setu-
liði borgarinnar. í einn í hópnum,
ívan Fleroffskí, hafði orð fyrir
þeim:
„Þegar ég fann öll þessi þúsund
augna hvíla á mér“, segir hann,
„skynjaði ég betur en nokkru
sinni ’fyrr þá þræði, sem bundu
mig þessum sæg augna og andiita.
Ég hefði, í stað þess að ávarpa þá,
viljað faðma að mér ai hjartans
lyst þennan margeygða og marg-
höfðaða mannsöfnuð — tákn þess
afls, sem i öreigabyltingunni bjó,
og hinna miklu drauma, sem senn
áttu að verða að veruleika.
Þessi stund, síðustu mínúturn-
ar áður en ég ávarpaði liðssöfnuð-
inn, er mér jafnfersk í minni sem
ég hefði þetta allt enn fyrir aug-
um mínum. Enginn þeirra, sem
lengra lífi áttu að fagna, gat
»/Sle translt gloria mundi". Viðnám var hvergi veitt f Pétursborg, nema í Vetr-
arhöllinnl. Þó var llðið ekki nema eltt dægur, er byltingarmenn höfðu náð henni
á vald sitt.
970
T t M l N N — SUNNTJDAGSBLAÐ