Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Blaðsíða 19
hreinsun og margt annað, og að sjálfsögðu er framlag þeirra við landbúnaðarstörf mjög mikið. Hér mun i senn gæta gamallar venju og þó ekki síður hins, að á stríðs- árunum og eftir þau, urðu konur að takast á hendur margvisleg störf, sem karlmenn höfðu sinnt. Og konurnar finnsku virðast fær- ar í flestan sjó. Það er áberandi, hve þær eru margar þreklega vaxnar. Óneitanlega veldur það ferða- mönnum talsverðum erfiðleikum, hve finnskan er fjarskyld tungum vestrænna þjóða og tiltölulega fátt um fólk, seím kann önnur mál en þjóðtungu sína. Orðstofnar flestir eru gerólíkii því, sem við eigum að venjast. Ráðhús heitir þó kaup- ungintalo, en háskóli yliopisto, bókasafn kirjasto, járnbrautar- stöð rautatieasema, sjúkrahús sairaala, flugvöllur lentokentta og þinghús eduskuntatalo. Ófáar áletranir koma íslendingi undar- lega fyrir sjónir við fyrstu sýn, svo sem ravintola, kukkia og kirjakunta, svo að nokkuð sé nefnt af fjölmörgu, en þetta merk- ir kaffihús, blómabúð og bókabúð. Ekki held ég, að fólki af finnsk- um ættum sé ljúft að tala sænsku, þótt það kunni eitthvað í henni, að minnsta kosti ekki, ef það held- ur viðmælandann sænskan, og valda því sennilega gamlar erjur við Svía, auk málstreitunnar heima fyrir. XI. Einn daginn, sem við vorum í Helsinki, fórum við út i Svía- borg, eða Suomenlinna, er svo nefnist meðal Finna — eyvirkið mikla i mynni Krónbergsfjarðar- ins. Þetta virki er á sex hólmum, og eru tveir þeirra, Stóra-Svartey og Vargey, raunar allstórar eyjar. Virkin gegna ekki lengur upp- runalegu hlutverki sinu, þótt her- mannaskálar séu þar enn, heldur er þarna safnsvæði og útivistar- svæði, sem fólk leitar á sér til dægradvalar í góðu veðri á sumr- in. Upphafsmaður þessa virkis var Gústaf H, og fól hann fram- kvæmdina einum snjallasta her- foringja sínum, Ágústín Ehren- svard. Var þarna gerð flotahöfn og virki svo mikil, að hvergi á öll- um Norðurlöndum var vígi, sem kæmist til jafns við það. Þetta er nú allt til sýnis: Ótal skansar, þar sem enn ?ru margar fornfálegar fali byssur, firnamiklar hvelfing- ar, löng jarðgöng með afkimum og rangölum og skotaugum, háir múrar og djúpar traðir. Yfir allt þetta gnæfir svo finnski fáninn á klapparkúpu í háborg virkisins. Þetta mikla virki reyndist ekki þó óvinnandi, þegar í harðbakkann sló. Þegar keisaraherinn rússneski settist um það árið 1808, varð lít- ið um viðnám. Setuliðið í Svía- borg gafst upp eftir furðulega skamman tíma. Síðan sátu þar rússneskar hersveitir í hundrað og tiu ár, og settu eðlilega um margt rússneskan svip á mannvirkin á eyjunum. Nú er veitingahúsið i einni hvelf ingu virkjanna og nefnist Valhöll. Elzta húsið í Sviaborg var upp- haflega bústaður Ágústíns Ehren- svárds. Það er á Vargey, og er þar nú safn, en í húsagarði hvílir Ehrensvard sjálfur undir minnis- merki miklu. Þarna úti í Svíaborg voru fanga- búðir miklar hörmungasumarið 1918, og eru nöturlegar og misk- unnarlausar lýsingar á lífinu þar i kunnri skáldsögu Jaris Hemm- erts, Maður og samvizka hans, um prestinn Jóhann Samúel Strang, er seinna nefndi sig Bro. í þeirri sögu segir af tveim bræðrum: Annar var'svarti sauð- urinn, náði þó prestvígslu, en mis- steig sig á vegi dyggðarinnar og lenti meira að segja í fangelsi — hinn glaður og r.eifur og gekk snemma f augun á stúlkunum, giftist svo efnaðri konu og gerð- Ist ríkur stórbóndi. Svo kom borg- arastyrjöldin. Rauðliðar myrtu ríka bóndann og brutu allt og brömluðu f húsi hans, en hrakn- ingspresturinn seki gekk i hvít- liðasveitirnar Að lokinni borg- arastyrjöldinni gerðist hann sálna- hirðir meðal fanganna í Svíaborg. En fáir stóðust þá raun til lang- frama, að dveljast meðal örmagna fanganna og horfa upp á aftök- umar. Þarna 1 Svíaborg tók prestur- inn upp á arma sína telpu, sem komizt hafði þangað út til þess að leita föður síns meðal fanganna. Brátt fóru matarbitar að hverfa, en presturinn lét það kyrrt liggja, þótt hann yrði þess áskynja, að þeir bárust með einhverjum hætti inn fyrir gaddavírsgirðingarnar. Telpan gerðist honum mjög hug- leikin, og jafnframt fór að sverfa að honum samvizkubit. Loks tók hann örlagaríka ákvörðun. Hann kastaði prestshempunni og laiun- aðist inn i fangabúðirnar til þess aðist inn í fangabúðirnar til þess að þreyja þar með föngunum, sem nefndu hann undir eins Litla-Jes- ús. Þar hitti hann föður telpunn- ar — manninn, sem hann grunaði um morð bróður síns. En nú stóð svo á, að telpan hafði veikzt, og faðir hennar vissi ekki,' hvort hún var lifs eða liðin. Einn dag sem oftar höfðu þeir dregið sig afsíðis, presturinn og faðir telpunnar: „ — Sá, sem er horfinn, er horf- inn, segir faðirinn þreytulega. — Við höfum beðið og beðið, en kannski er hún búin að liggja þrjár vikur í gröf sinni. Ég get ekki lifað lengur í voninni. — Þú verður að vona. Þeir sitja á sama stað og venju- TÍMINN — SUNNUDAGSBLAl) 979

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.