Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Blaðsíða 4
Rætt við Véstein Ólason um fornbókmenntir Þrátt fyrir allar þær gamlar íslenzkar skinnbækur, sem á undanförnum öldum hafa eyði- lagzt, ýmist verið klipptar nið- ur í skóbætur, nagaðar 1 hall- ærum, eða týnzt 1 eldsvoða eða sokkið í saltan mar í flutning- um, þá hefur fjöldi þeirra geymzt fram á okkar dag. Skort ir þar ekki rannsóknarefni fyrir norrænufræðinga. Meðal annars hefur danskur háskólakennari, Agnete Loth, nýlega gefið át á vegum Árna- safns fimm bindi af riddarasög- um (Late Medieval Icelandic Romances, I—V, Cph. 1962—65) sem hún hefur skrifað upp af gömlum skinnum. Við fengum leyfi hennar til að prenta eina söguna með nútíðar rithætti, al- menningi til skemmtunar og fróðleiks. En með því að Agnete er ekki í viðtalsfæri, þá urðum við að finna einhvern annan til að segja okkur eitthvað um stöðu riddarasögunnar í íslenzkum bókmenntum. Hér í næsta húsi við Tímann, í Handritastofnun íslands, hittum við meistara, síðan í janúar, í ís- lenzkum fræðum, Véstein Ólason. Prófritgerð hans fjallaði um sagnadansa frá fjórtándu öld og síðar, en í svipinn er hann styrk- þegi Handritastofnunar, og undir- býr útgáfu á allt að sex hundruð ára gömlum lækningabókum. „Þetta or fyrst og fremst vísinda- leg útgáfa með upprunalegum rit- hætti, segir hann. Bækur þessar eru verðmæt menningarsöguleg heimild, en lækningaaðferðirnar mundu þykja skrýtnar nú á dög- um. Til að mynda er máttur galdra stafa ekki dreginn í efa. Þeir skyldu ristir á tré eða bein og lagðir undir kodda sjúklingsins. Og fyrir utan hvers kyns jurtir og grauta og bakstra eru ráðlagðar særingar og bænir, hálfar á latínu Oig hálfar á íslenzku. Það er heit- ið á Þór og Óðin og Krist og Maríu í sömu andrá. Við látum að því liggja, að slík máttarvaldablanda vitni um uhdarlega fáfræði, en Vé- steinn leiðir okkur fljótt fyrir sjón ir, að fáfræðin er öllu meiri á okkar eigin hlið. Það hafði til dæmis ævinlega verið grilla okkar, að Íslendinga- siögur og Noregsikonunga, ásamt Eddukvæðum, væru ritaðar áður en kaþólska náði að festa rætur í landinu, og það hefði ekkí verið ðllu fyrr en á 14. öld, sem hinn nýi átrúnaður hafði umtalsverð áhrif á hugsunarhátt og menningu, En norrænufræðingurinn segir: — Kirkjan er móðir allra okk- 388 lÍMINM - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.