Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Blaðsíða 9
að Ágmundur fastnaði Sigurði Sig. nýju og var þegar brul'laup sett og igefck það vel og skörulega. Sórust iþeir í fóstbræðralag að þeirri veizlu, Ásmundur og Sigurður. Eft ir það sigldi Sigurður kóngur fót- ur með Signýju drottningu sína heim til Vallands og skildust þeir Ásmundur með mikilii vináttu og kærleikum. 7. Hrólfur er kóngur nefndur. Hann réð fyrir Írlandi. Hann var ríkur kóngur og metnaðargjarn, griimmur og harður og eigi allur þar sem hann var séður. Hann átti þá dóttur er E'lena hét, allra kvenna kurteisust og vænst, þeg- ar að Signýju leið. Þangað til ír- lands fer Ásmundur bónorðsför og hefur tíu skip vel skipuð að vopnum og mönnum, en er hann ber þetta sitt erindi fram fyrir Hrólf kóng tekur hann þunglega hans máli og segir ekki smákóng- um gjöra að biðja dóttur sinnar. Vísar hann honum þá frá með hæðilegum orðum. Verður Ás- mundur þá mjög reiður, svo að hann býður kóngi til bardaga, enn kóngur kveðst þess búinn. Lætur hann þá verða safnað múg og margmenni og fær svo mikið ó- grynni hers á þriggja nátta fresti. Því að Ásmundur vildi gefa honum svo langan frest til liðssafnaðar. Voru þá vel þrír um einn Ásmund- ar manna. Og að búnu hðinu fóru þeir til bardaga. Gekk Ásmundur harla vel fram, svo að hann gekk átta sinnum í gegnum lið íra kóngs og ruddi svo breiða götu, sem sverðið tók lengst frá honum og svo margan mann drap hann, að seint er þeirra nöfn að skrá. Ólafur gekk og harla vel fram og varð mörgum manni að skaða, svo að hann gekk fjórum sinnum í gegnum fylkingar landsmanna En þó að margt félli af liðj Hrólfs, þá komu æ þrír af landi ofan í staðinn, þar einn var drepinn En sakir þessa mannfjölda og ofur- liðs. þá_ féll svo gjörsamlega a’lt lið af Ásmundi kóngi, að þeir stóðu tveir einir uppi. Voru þá bornir að þeim skildir og nand- teknir, og var Ásmundur áður einn saman tíu manna bani, en Ólafur fimm. Síðan var þeim kast- að í djúpa og fúla dýflyssu. 8. Nú er þar til að taka, að Sigurður fótur situr í Vallandi með milkilli mekt og virðingu og Signý hans kæra drottning. Unir hann harla vel sínu ráði. Það var eina nátt, að drottning lét mjög líitt í svefni, svo að nálega brauzt hún um bæði á hnakka og hæli. Svo kóngurinn hafði í ráði að vekja hana, en þó fórst það fyrir. Og þar kemur, að hún vaknar sjálf. Var hún þá sveitt og móð og harla rjóð að sjá í andliti. Kóng urinn spurði, hvað hana hefði dreymt. En hún svarar svo: „Ég þóttumst sjá Ásmund Húnakóng sigla tiil írlands, en er hann kom 'þangað sýndist mér hlaupa í tnót honum og hans liði einn ógurlegur apli (uxi) með svo miklum varga- flokki, að ég sá_ hvergi út yfir og sóttu allir að Ásmundi og hans liði og með því þótti mér lyktast þessi ófriður, að vargarnir rifu til dauðs alla menn Ásmundar nema þá Ólaf tvæ eina. En það sá ég seinast til þeirra, að þeir voru í valdi hins mikla aplans og þá vakn aði ég“. „Hvað ætlar þú“ sagði Sigurður kóngur „að draumur þessi hafi að þýða?“ „Það vil ég segja þér“ sagði Signý „að Hrólf- uir heitir kóngur og ræður fyrir Írlandi. Hann á dóttur, er Elena heitir, kvenna kurteisust og bezt að sér um alla hluti, og er þar misskipt með þeim féðginum. Því að kóngur er bæði grimmur og fjölkunnugur, ódyggur og undir- förull. Það ætla ég, að Ásmundur hafi farið þangað bónorðsför, en Hrólfur hafi synjað honum með hæðilegum orðum, en Ásmundur hafi það eigi þolað og hafi boðið kóngi til bardaga, en 'haft engan liðskost móti landsmúgnum og hafi svo verið fellt af honum allt Iið hans, en hann sjáifur fangaður og Ólafur skósveinn hans Nú vil ég, að þú bregðir við skjótt og safnir liði og farir til írlands og náir út Ásmundi og veitir honum það lið, sem þú mátt m-est og honum þykir sér bezt þarfnast. Ertu skyldur að gjöra það allt. er þú m,átt Ásmundi til bata. Þykir mér þú nú muna eiga hversu hann hefur við þig gjört alla hluti og dvel nú ekki“. Sigurður kóngur kvað svo vera skyldu. Lætur hann verða safnað múg og margmenni og hrinda skipum á sjó og síðan bryggj-um k.ippa og grunnfæn upp draga og ieipum halda og segl við hún setja og eigi fyrr lægja en 1 þeim sömum höfnum, sem hið beinasta lágu fyrir höfuðborginni þeirri sömu, er sjálfur Hrólfur kóngur sat í. SiguiÖur kóngur hafði hálfan fjórða tivg skipa al- vel búin að vopnum og mönnum. Lætur Sigurður kóngur þegar verða á land gengið og HróLfi kóngi til bardaga boðið án allra fresta. Og er þeir voru á land gengnir sáu þeir þar val mikinn mjög nýfa.Uinn. Hvergi fundu þeir þó Mk Ásmundar né Ólafs. Við þetta varð Sigurður bæði óður og æfur. Bkki hafði Ásmundur verið í dýflyssunni og þeir Ólafur meira en eina nótt. Hafði Eiena bóngsdóttir látið taka þá burt úr dýflyssunni og var Ásmundur í skemmunni hjá Elenu og skemmtu þau sér að sögurn og kvæðum, töfl um og hljóðfærum. Vissi Sigurður kóngur ekki af því, Og býst hann nú til bardaga, en Hrólfur kóng- ur í mót. Fékk hann lið lítið, með þvi að enginn var bardaga frestur. En þeir voru lítt færir, sem í hin- um fyrra bardaganum höfðu ver- ið. Hafði Ásmundur ekki sparað að veita þeim stór högg og mifcil sár og þeir Ólafur báðir. Voru þeir og ekki grónir sakir svo stutts tíma. 9. Þennan sama morgun harla árla, sem sólin skein í heiði, tóku þeir til bardaga, Sigurður kóngur fótur og Hrólfur frakóngur. Var þessi orrusta bæði mikil og mann- skæð. Var Sigurður kóngur harla óðnr og ákafur, svo að hann spar- aði ekki vetta það er fyrir varð, svo að hann gekk i gegnum Iið írak'óngs cg felldi hvern á fætur öðrurn, og þetta gekk allt til kvelds. Þá brast flótti í liði lands- manna. í því varð Hrótfur kóng- ur fangaður og handtekinn og geymdur heldur harðlega um nótt- ina. En um daginn.eftir var Hrólf- ur kóngur settur bundinn niður á hallargólf. Talaði Sigurður kóngur um hvern dauða honum skyldi velja Urðu á það allir samþykkir, að hann hefði hinn leiðilegasta dauða, er til væri. En svo sem El- ena kóngsdóttir verður vís, hver umskifti orðið höfðu með þeirn Sigurði kóngi og föður hennar, þá gengur hún fyrir Ásmund kóng svo talandi: „Ef þú, Ásmundur, þykiijst nokkurn beinleika eiga að launa mér, þá gakk þú nú svo, að íaði-r minn baldi lífi sínu, en þú ráðir öllum öðrum kostum“. Ás- mundur sagði hana skyldu þiggja sína bæn. Kvað hana þess maklega fyrir sína velgjörninga. Gengur hann þá inn í hölíina og þeir Ólaf- ur báði-r, en er Sigurður sér þá Framhald á 406. siSu. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 393

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.