Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Blaðsíða 18
smiður, enda smíðaáhöld hans ekki margbrotin. Margir, sem um göt una gengu, litu inn á verkstæSi Jóns. Hann tók öllum vel, alltaf hress og glaður, sleppti ekki verki, þótt hann ræddi við menn, sém til hans komu á verkstæðið. Ég, sem þetta rita, var nokkr- ar vikur í barnaskóla á Borgar- firði veturinn áður en ég fermd- ist. Ég var á Borg, örstutt frá verkstæði Jóns. Hafði ég gaman af að skrafa við hann og horra á hann saga og hefla, rennandi sveittan, óhreinan og iía til fara. Hann máttj naumast vera að því að þvo sér, nema um helgar — og tæplega það, þegar mest var áð gera hjá honum Eiríkur Sigfússon, verzlunarmað ur á Bakkagerði, var maður greind ur, vel hygginn í fjármálum, nýt- inn og sparsamur, sívinnandi að heimilisstörfum í tómstundum frá búðarstörfum á Bakkagerði Eirík- ur gekk daglega fram hjá verk- stæði Jóns og leit þá stundum inn til hans. Eitt sinn spurði Eiríkur Jón, þvort hann gæti smíðað fyrir sig bát. Hann ætti ágætan kjöl og stefni úr gömlum, norskum báti- Eiríkur tjáði Jóni, að ef hann smíð- aði bát fyrir sig, væri sín hug- mynd að setja í hann vél og gera hann út á fiskveiðar. Á Borgar- firði væri oft góður afli um sum- artímann og tilvalið fyrir þá að vera í félagi með bát og útgerð. Hann væri reyndur og duglegur sjómaður, og gæti verið bæði for maður og vélstjóri. Jón tók þess- ari uppástungu ágætlega Raunar hefði hann ekki smíðað bát, — en það mundi ekki vera meiri vandi en smíða hús og bryggjur, sem hann hefði verið í verki með á Þórshöfn og viðar. Það var svo afráðið, að Jón smíðaði bátinn, byrjaði strax þegar voraði með hækkandi sól og sumri. Eiríkur sá út góðan stað að smíða bátinn á sunnan undir fjósvegg, faðm- lengd frá íbúðarhúsi sínu. Þar var gott skjól í hafátt og utannæðing- um. Þegar h)ýna tók um vorið, var áðurnefndur kjölur ásamt stefni, færður undir fjósvegginn og sett- ur á stokka, og borðviður, saum- ur og öli smíðaáhöld flutt á stað- inn. Að því búnu hófst bátssmíðin. Litla hjálp fékk Jón aðra en þá, sem Eiríkur gat veitt honum i tóm- stundum. Eldki var Eiríkur talinn smiður, en hann bar margt við og vildi ekki sækja til annarra meira en hann þurfti. Erfiðast gekk að Teggja fyrstu borðin og ná réttu lagi á bátinn. Eftir það gekk’ allt greiðar að koma verk- inu áfram. Jón sagaði, heflaði. bor- aði og hnoðaði frá morgnj til kvölds, dag eftir dag. Menn höfðu gaman af að koma til hans og skrafa við hann, líta á bátinn og benda á smíðagalla, til dæmis ef borð féllu illa saman Eiríkur taldi það saka lítið, því að troða mætti baðmull í rifurnar og tjarga yfir og gera bátinn þannig þéttan Eirlkur hafði skemmtilega kímni gáfu og notaði hana, þegar við átti. Jón tók öllu vel, sem sagt var við hann, hvort heldur var í gamni eða alvöru. IJann hafði líka mik- ið sjálfstraust og fór sínu fram, hvað sem Pétur eða Páll sögðu, og hann vildi hafa allan heiður og sómi af þessari bátssmdði Þegar byrðingurinn var kominn í fulla hæð, var þetta orðið stærð- ar skip, bæði djúpt og breitt, en ekki að sama skapi fallegt, að sjó- mönnum fannst. Þá var eftir að smíða borðstokkabönd, þófttir og margt fleira. Það ætlaði Jón að hafa sem ígripavinnu með öðrum störfum um sumarið, svo sem sjó- róðrum og heyskap. Báturinn stóð daga og vikur undir fjósveggnum. og Jón byrjaði ekki á innanbygg- ingu bátsins. — Bátnum var gef- ið nafn og nefndur Fjósarauður. Á Borgarfirði koma oft sterkir sviptivindar úr vestri, einkum á haustin, og valda stundum miklu tjóni á ýmsu, sem lauslegt er. Einn þessara sviptibylja átti leið þar hjá, sem Fjósarauður stóð und ir veggnum, hóf hann hátt á loft yfir fjósið og beina boðleið til sjáv- ar. Þar iheð voru dagar hans tald- ir. Þó að Jón skvetti f sig um helg- ar, vann hann alla daga með elju og „gerði allan andskotann" eins og hann orðaði það. Jón var geysimikill ferðamaður og göngu- garpur. Hann var svo brjóstgóður, að hann mæddist aldrei. Hann söng og kvað rímur á hraðri göngu á móti stormi og bratta með bagga á baki. Það fannst samferðafélög- um hans furðulegt og eins dæmi. Jón almát.tugi var því eftirsóttur vegna frískleika að sækja lækni og meðöl þegar á lá, að Hjartarstöð- um í Eiðaþinghá. Jón Jónsson læknir frá Herru, sem þjónaði á tímabili Úthéraði og Borgarfirði, sat þar. Ef ekki var hægt að koma hestum við að vetrar- lagi, varð sendimaður að fara gang- andi, og voru þá farin Sandaskörð upp af Hólaiandi. Sú leið var tal- in sex tíma ganga í góðu gengi staða á milli. '' Eitt sinn var Jón sendur að Hjartarstöðum gangandi að sækja lækni. Gangleiði var gott og bjart veður til fjalla. Jón fór á örstutt- um tíma í Hjartarstaði og hitti lækni heima. Jón læknir var ung- ur maður, harðfrískur ferðamað- ur. Þeir nafnar tóku beint strik frá Hjartarstöðum á Sanda skörð og fóru röskan. Efcki höfðu þeir farið lengi, er Jón almáttugi bað nafna sinn aö kveðast á við sig — það stytti tímann og létti gönguna upp á Skörðin. Þeir nafnar hertu göng- una og kváðu lengi vel, þar til brattinn jókst. Þá gaf læfcnir frá sér vegna mæði. En nafni hans var ekki á að gefa sig. Hann skipti bara yfir á rímnakveðskap og hvatti sporið upp Sandadalinn. Ekki þótti lækni gott að láta í minni pokann fyrir nafna sínum, þó að svo yrði að vera í þessári ferð og fleiri, sem þeir nafnar áttu leið saman. Stuttu eftir síðustu aldamót lét verzlunin Framtíðin á Seyðisfirði reisa stórt verzlunarhús úr timori á Krosshöfðanum, austan við Sel- fljótsós. í húsinu var sölubúð, vörugeymsla og íbúð verzlunar- stjóra og fjölskyldu hans og sta^s- fólk, sem verzlunarstjórinn þurfti að hafa. Verzlunarstjóri var Jón Scheving Stefánsson. Kona hans var Guðlaug. Fósturson höfðu hjón- in ungan, að nafni Óskar, en nefnist nú Gunnlaugur Scheving listmálari. Jón Scheving hafði á Höfðanum smábú, nokkrar kindur. eina kú cg tvo góða reiðhesta, gráan og skjótt- an. Ársfólik hafði Jón eina stúlku og einn vinnumann, sem heyjaði handa skepnunum hans, hirti þær að vetrinum og hafði þar að auki á hendi allar sendiferðir í sam- bandi við verzlunina um Úthérað og víðar. Það mátti heita, að allir Úthéraðsbúar tækju alla þunga- vöru á Höfðanum, einkum á vetr- um, eftir eð hesta og sleðafæri var bomið á vötn og blár. Það voru mikil þægindi fyrir bændur að geta sett á einn sleða sex til sjö hestburði á rennigljá og ekið 402 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.