Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Blaðsíða 14
b6k, Klam Rafael, tólf bréf eftir kornunga stúlku, Matthildi Fibig er. í Svíþjóð haslaði Friðrika Brerner sér völl og hlaut að lok um heimsfrægð í Bandaríkjunum bar hæsit Súsönnu Anthony, sem jafnframt gat sér mikinn orðstir fyrir baráttu sína gegn þrælahaidi og áfengisneyzlu. Hvergi varð þó kvenréttindabar- áifctan jafnhörð sem í F.nglandi þar tók hún á sig þá mynd, er fram liðu stundir, að hún varð um langt árabii eitt helzta fréttaefni blaða um hálfan hnöttinn Þó að harðasta hríðin yrði ekki fyrr en í byrjun þessarar aldar, skuium við fyrst bera niður árið 1866. Þá varð sá atburður, að sendinefnd sneri sér til Stúarts Mil'ls, hins fræga heimspekings og rithöfundar, og færði honum kröfuskrá kvenréttindakvenna, með þeim árangri, að hann fór þess á flot við enska þingið, að það veittj konum borgaraíeg rétt- indi til iafns við karla. Því var auðvitað visað á bug. En upn úr þessu spraft, að Stúart Mill skrif- aði bók sina. Kúgun kvenna, er kom út árið 1869. Það rit varð mikill aflvaki, og var lengi síðan mjög tii bess vitnað. ÍII. Þegar arkirnar í Kúgun kvenna runnu i gegnum prentvélarnar, var í Manchester tíu eða ellefu ára gömul telpa, sem seinna varð við- kunnust allra kvenréttindakvenna Englands — í sumra augum frá- bær hetja, sem lét enga fórn ^axa sér í augum, í vitund annarra ill- Matthildur Fibiger — gaf sér frægð tvítug að aidri með litlill bók. fygli slikt, að leitun var á öðru eins. Enn munu þeir, sem nokkuð þekkja til þess, sem gerðist ' heim inum framan af þessari öld, kann- ast mætavel við nafnið, sem hún bar meginhluta ævinnar: Emme- linia Pankhuirst. Em.'mieilína Pankhurst komst svo að orði í upphafi enduirminninga, sem hún skrifaði á efri árum, að þeir væm gæfusamir, sem fædd ust, þegar mikil frelsisbarátta væri að færast í aukana. Það féll henni í skaut. Henni féll það einn- ig' í skaut að fæðast af fólki, er gengið hafði fram fyrir skjöldu ' stórviðrum aldar sininar og átti margs að minnast frá skiptum sin um við samfélagið, í borg, þar sem mörg senna hafði verið háð til framdráttar mannúð og mannrétt- indum. Föðurfaðir hennar Slapp með naumindum lífs, þegar herlið réðst á hina sögufirægu kjörréttargöngu á Pétursvöllum í Manchester ár- ið 1819, og litlu síðar var honum rænt til .þiónuistu á brezka flotan um vestan haifs. Þegar h ann komst heim afitur úr þeirri áþján, var allt skyldulið hans horfið, Mkt og jörðin hefði gfeypt það, og enginn vissi, hvað af því var orðið Kona þessa ævintýramanns, föðurmóðir Emmelínu, stóð hins vegar framar- lega í ^lokki Ríkarðs Cobdens sem hóf baráttu sína gegn hinum háa korntolli árið 1838 og hafði að lokum sigur. En hún hafði ekki aðeins tileinkað sér andúð Cobdens á korntollinum og afleið- ingurn hans, dýrtíðinni og örbirgð verkalýðsins. Hann var lífca frið- Stúart Mill — höfundur hns nafntogaða rits, Kúg- un kvenna. arsinni og gagnrýndi hina ögrandi utanríkiissfcefnu Breta, hervæðingu og ásælni til landa um alliar jairð- ir. Þeir voru kalllaðir Manchester- menn, er fyigdu honum að þeim málum, og amma Emmelínu var ein þeirra. Faðir EmmeMnu hét Róbert Goulden, kunnur leikari og fram- kvæmdastjóiri verksmiðju, þar S'em lituim var þrykkt í baðmullarvoð- ir Hann kvæntist bóndadóttur f.rá Mön, þar sem manngildishug- sjónir stóðu á ævafornum rótum og lýðréttindi voru mönnum sam- grónari en víðast annars staðar. Fram eftir ævi Róberts Gould- ens var Manchester enn eitt öfl- ugasta vígi þeirra, sem börðust fyrir auknum mannréttindum, og þar var í senn höfuðsetur hinr.ar ungu kvenfrelsishreyfinigar og að- setursstaður atkvæðamii'killa sam- taka, sem börðust gegn þræla- haldi og undirokun manna sakir hörundsiitar þeirra Hvort tveggja átti sér hljómgrunn á heimili Gould©nishjónanna, og Róbert var framarliaga í flokkj þeirra, sem voru málefni blökkumanna hug- sifcæð. Emimelína ólst þannig upp víð sögur föðurmóður sinnar um hætt- uir og manmraunir lýðfrelsisbarátt- unnar í byrjun aldarinmar og bung- ur fátæks bongaralýðsins á fimmfa tug al'darinnar, þegar Cobden bar hæst, frásagnir móðurfrænda sinna uim hætti og siðu á Mön samiræður um mannréttinda- mál þau, sem í brennideplj voru á bernskuárum hennar. Meðal þeirra bóka á heimilinu, sem henni urðu hugstæðastar, var Kofi Tóm- asar frænda eftir Harriet Beecher Stowe og Saga frönsku byltingar- innar eftir Tómas Carlyle, skrif- uð með þann háska í huga, ex höfundi virtist vofa yfir Englandi, ef afturhaldið réði þar ríkjum til langif.rama. Hún var enn Mitið barn, er fað- ir hemmar tók á móti Brooklyn- prestinum Henry Ward Beecher, bróður konumnar, sem skrifaði Kofa Tómaisar, er hann kom til Manchester til þess að tala máli svertingja, og fimrn ára gamalM var henmi fienginn baukur til þess að safna í skildingúm til styrktar svörtuim þrælum, er fengið höfðu frelsi í Bandarikjunum Þannig fléttuðust þræðimir á milli frumhierja kvenfirelsislh'reyifingar- inna>r og þeiirra, sem drengileg- 398 TÍIHINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.