Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1968, Síða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1968, Síða 6
/ Þær eru orðnar leiðar á að snú- ast kringum soninn og finnst á- gætt, að hann nái í konu, sem get- ur leyst þær af við stjanið og gæzluna. Því er jafnvel haldið fram í fullri alvöru, að kona, sem vill ekki eiga nema ákveðinn barna fjölda með manni, geti ekki elsk- að hann. Hann má aftur eiga eias mörg áhugamál utan heimilisins og honum sýnist, án þess að nokk- ur taki til þe&s. Og það er ekki nema stutt siðan, að hann gat skaðlaust átt börn með vinnukon- unum líka. En ætti húsmóðirin barn með vinnumanninum, þá mátti hún búast við að verða rek- in á vergang með hóruungann sinn. Og þér er óhætt að trúa því, að enn þann dag í dag eru margir tforeldrar, sem ekki vilja undir neinum kringumstæðum hjálpa dætrum sínum til að skilja. Við skulum segja til dæmis, að ung kona eigi eitt barn með manni, en finni, að hún óskar ekki að bindast honum til æviloka, og vilji slíta sambúðinni, áður en fleiri börn fæðast. Þá er það mjög ai- gengt, að fjolskylda hennar setji sig algerlega upp á móti því, og óttist vanvirðu eða fjárhagsleg ó- þægindi. Og gagnvart almennings- álitinu er það nú einu sinni svo, að betra er að vera frú í ástlausu hjónabanJi en baslast ein á báti með halarófu af ávöxtum ástar innar á eftir sér. Við vitum þáð, að sum hjón elskast ekki. Þau eiga glansandi heimili og eru glöð og kát, þegar gesti ber að garði. En um leið og þau eru orðin ein. gýs úlfúðin upp. Þetta gpefur undan öllu jafnvægi í sálarlífi kon unar — og karlmannsins auðvit- að líika. En samt sem áður held ég, að maðurinn sé ekki eins kval- inn, af þeirri einföldu ástæðu að hann fer úí af heimilinu til sinnar vinnu, en þar er konan tjóðruð yfir börnum og húsverkum, allt af á vígvellinum, og henni gefst ekkert tækifæri til að dreifa hug- anum. Starfssvið hennar er alltaf innan þessara fjögurra veggja, og þeir geta crðið svo yfirþyrmandi, að hún fái blátt áfram taugaáfall á eldhúsgólfinu, án þess að nokk- uð ákveðið ulefni sé ástæðan. Hún er á stað, þar sem minningar um svo margt, bæði illt og gott, æpa ^á hana. Stólarnir, myndirnar, smá- hlutirnir minna kaanski á einhver leiðindaatvik, sem liún getur ek'ki gleymt, því hún hefur það sífellt fyrir augunum. Fólk getur orðið svona sálarlega þrúgað. Menn eiga ekki að vera svona viðkvæmir og næmir, segirðu kannski, en það er sama, þetta eru manneskjur. — En allar þær konur, sem lifa í hamingjusömum hjónaböndum rétta þær ekki einhverja hjálpar- bönd til kymsystra sinna? — Ég veit varla. Sannleikurinn er sá, að margar konur, sem „hafa það gott“ eins og kallað er, lifa í furðu takmörkuðum heimi, sem nær skammt út fyrir þeirra eigin forstofudyr. Sem smá dæmi ran það, hve veröldin þar fyrir utan á lítinn aðgang að þeim, mætti nefna, að gift kona á ekki að mynda sér eigin stjórnmálaskoð- un, heldur segir hún með fáum undantekningum: „Ég læt mann- inn minn alveg ráða því.“ Og þess er varla að vænta, að maðurinn hennar ræði vandamál einstæðra barnsmæðra af djúpum skilningi yfir hádegisifiskinum, svo að oft- ast fer hún ekkert að hugsa um þessi mál nema hún kynnist þeim af eigin raun. Fordómar og þröng- sýnf sækja styrk í gömlu boð-jrð- in tvö: Kon-a á ekki að eignast barn utan hjónabands, og kona á ekki að tryggja sér andlegt og efnalegt sjálfstæði með beztu fá- anlegri menntun. Þessi tvö tabú setja enn alltof mikið mark á hugsunarhátt karla jafnt sem kvenna. En vonandi fer þetta nú að breytast. — Eru það þá kannski opinber- ir aðilar eins og mæðrastyrKs- nefnd og íramfærslufulltrúar, sem helzt er samúðar og skilnings að vænta hjá? — Ja, þar ríkir gamli andinn ekki síður: að betra sé að detta d-auður niður en þiggja af sveit. En móðir vill fre-kar lifa -fyrir börnin en deyja fyrir þau, og marga mánuði er hún kannski að stappa í sig stálinu til að fara nið- ur í bæjarskrif-f "ur og biðja um, segjum þ’úsund krónur, svo hún geti, með ítru-stu sparsemi, látið endana ná saman. Með helsært stolt gefur hún blá- ókunnugum manni á opinberri skrifstofu nákvæmá skýrslu um, hve hún eigi hræðilega bágt og sér tortryggnina skina út úr svip h-ans: „Ætli þessi sé ekki að sníkja af bæjarfélaginu til að geta átt náðuga daga?“ Það hafa áreiðan- lega þó nokkur h-eit tár f-allið í stigan-a, sem lig-gja niður frá skrif- sto-funum þeim. — En mundirðu geta fætt og klætt hópinn þinn af eigin ramm- leik, ef þú lykir sérnámi og ættir kost á vel launuðu starfi? — Svo er mér sagt, en það tek- ur tvö þrjú ár, og óg hef löngu gert mér grein fyrir, að allar slík- ar hugmyndir verða að bíða, þang- að til börnin eru orðin stór. Ég held, að það hafi engum manni dottið í hug, að fyrirvinnulausar mæður hafa ekki minnj þörf fyr- ir námsstyrki en ungar stúdínur, sem ekki h-afa enn fyrir neinum að sjá. Slík námsaðstoð ætti að verða margfaldur ávinningur fyrir þjóðina, því auk þess sem sveitar- félögin væru þá í eitt skipti fyrir öll lausir við móðurina, mætti bú- ast við, að börnin yxu upp sem nýtari einstaklingar, ef móðir þeirra væri sjálfbjarga og ham- ingjusöm. Því miður er hætt við, að hið opinbera byrji á að leggja hrað- brautir fyrir bíla áður en röðin -kemur að vandamálum föður- lausra barna. Hins vegar hefur mér dottið í hug, hvort ekki væri tími til kominn, að við, einstæðu mæðurnar, þessi hrjáðu olboga- börn þjóðfélagsins, tækjum okkur til og stofnuðum með okkur féiag til að vinna að hagsmunum okkar. Samein-aðar gætum við stað’ð fast á kröfunni um, mér liggur vig að -segja, almenn mannréttindi, og ekki þarf að óttast að verkefni skorti í kj-arabóta-málum. Nei, verkefnaskort þarf áreiðan- lega ekki að óttast. Meðal annais þyrfti að athuga, hvort Móse gamli hafj ekk'i bætt einhverjum slauf- um á sköpunarsöguna. Okkur finnst 16. versið í þriðja kapítula fyrstu bókar hans talsvert grun- samlegt. Þar er drottinn allsherj- ar látinn segja við konuna: Mikla rnun ég gjöra þjánihgu þína, er þú verður barnshafandi. Með þraut skalt þú börn fæða, og þó hafa löngim til manns þins, EN HANN SKAL DROTTNÁ VFIR ÞÉR. Inga. 414 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.