Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1968, Side 7

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1968, Side 7
JÓHANNES P. PÁLSSON: EINN Á FERD F 1 Ég var kútuppgefinn. Hafði ver- ið meira og minna á ferðinni i þrjá sólarhringa, án þess að af- klæða mig og fá mér dúr. Biðstofan var auð, og ég kastaði mér niður á legubekkinn. En áð- ur en ég Lafði rétt úr mér, hringdi síminn. Skilaboð frá Kanaan: Koaa í barnsnauð. Skilaboð, því til Kan- >aans lá ekki sími, enda ekki lækn- ir kallaður þangað nema líf lægi við. Annars voru sjúklingar það- an oftast fluttir í fiutningsvagní í sjúkrahús, þættu þeir hæfilega veikir til þess. Þó var það Kata Ijósmóðir, sem flest læknisstörf ieysti af hendi í Kanaan. Það þyrmdi yfir mig og ég hugs- aði ljótt. Þá sjaldan ég var kali- aður til Kanaans, var ekki nafns sjúklingsins getið. Hafði enga þýðingu. Ég þekki þar ekki einn frá öðrum. En í þetta sinn brá út af þeirri reglu. Það fylgdi skiia- boðunum, að sænguxkonan væri hún Marta, konan hans Kobba Platts. Jæia, verra gat það verið. Þeg- ar Kobbi var kallaður í herinn, hafði hann lagt svo fyrir við Kötu ljósmóður, að ég yrði kallaður strax og Marta tæki jóðsóttina og þess ekki beðið, að tvísýnt væri um l'íf hennar. Mér treysti hann til að • bregða við, nær kallið .kæmi, og tróð upp á mig tvöföld- um taxta. Þess uta i var hann góð- kunningi minn. Hafði svo árum skipt passað upp á bílinn minn, sem ég hafði keypt af þeim Platt- feðgum, og gert upp gamlan Ford, sem ég notaði í ferðum um veg- leysur. Oft þakkaði ég vélviti Kobba og trúmennsku hans, að 6g komst leiðar minnar, og áttum við Marta það nú undir Ford gam'a, að ég kæmist til Kanaans í tæka tíð. Til Kanaans varð ekki farið nema í trukk eða gömlum Ford. En eins og ég var á mig kominn, kom farartækið og vegleysurnar mér vel. Að sönnu var brautin góð fyrsta sprettinn, en Ford hafði svo hátt, að lítil hætta var á, að mað- ur sofnáði við stýrið, fyrr en mað- ur vandist skarkalanum. Þegar að þvf kæmi, var komið á krókóttan hjólaslóða, og lá líf manns við, hversu tókst að sneiða hjá stein- um og stofnum eða þræða leið sína meðfram forarvilpum. En þannig var Kanaansland. Og ef nafn þess og landkosta var gætt, sýndist manni líklegt, að mein- hæðinn galgopi hefði gefið þessum öræfum sléttunnar nafnið. En svo var ekki. Elzti og helzti sögumað- ur okkar, Patrekur nokkur, fróð- ur um landnám á þessum síóðum, kvað fyrsta eiganda þess, Roberts, vera höfund þess. Segir sá fróði þulur, að Roberts hafi verið jafn- biblíufastur og hann var hagsýnn. Með nafninu helgaði eigandinn Jah ve landið. Og í því lá aðlaðandi lof- orð tilvonandi kaupendum. Á hvern hátt einn maður komst ytfir eign á þessu svæði, sem skipti hundruðum fermílna, skýrði Pat- rekur á einfaldan hátt. „Roberts var alla sína ævi í pólitík og varð bráðkvaddur í senatinu, saddur æru og ára“. Og svo er sögumað- ur minn almennt virtur, að í dag- legu tali er hann ætíð nefndur fullu nafni, en ekki bara Pat. Þá var hann og í geng þeim, sem rikisstjórinn lét mæla þennan hluta fylkisins. En er þeir fundu stórt óræktareyland í hinu mikla og frjósama hafi sléttunnar, gaf formaður mælinganna þeim gamla, að gengur hans færi að mæla land, sem væri ekki annað en malarhryggir, kviksyndisflóar, fúlar tjarnir og stórar spildur, þar sem sýnilega yxi ekki annað en hrís, hálfvaxinn pílviður og kxæklóttar dvergaspir. Og þetta meðan milljónir ekra af prenunni væru enn ónumdar. Og það sver Pafcrekur, að Kanaan sé enn ómælt land, að undanteknum ytri tak- mörkum þess, sem miðast við það eitt, hvar að því liggur land. sem framgjörnum og siðuðum mönn- um sæmir að byggja. Enn fremur segir Patrekur: Þeg Höfundur þessarar smásögu, J6- hannes P. Pálsson, hefur langa ævl verið læknir I Vesturhelml, nú háaldraður orðinn. Sagan ber með sér, a3 hún er skrifuS á heimsstyrjaldarárunum fyrrl, þegar ekki var heiglum hent a5 amast viS stríðsæsingunum. Á því tímabili reyndu tll dæmis elskulegir landar Stephans G. Sfephanssonar, íslenzkir menn I Kanada, að fá hann saksóttan fyrir landráð vegna kvæðis síns, Vígsióða. — Jóhannes Pálsson og Stephan G. voru vlnir og margt líkt um skoðanir þeirra. L.,— ,.M, ,„j ar Roberts hafi náð Kanaan úr pólitíkinni, gerðist hann fasteigna- félag. Og fyrr en nokkurn varðí, hafði félagið selt Kanaan eins og það lagði sig milljónera suður’ í Bandaríkjunum. Svo seldi sá lar.d- ið nautakóngi til hjarðbúnáðar. Mun bóndinn hafa gengizt mest fyrir þeim uppgripum vatns, sem Kanaan hafði að bjóða, og skógin- um, sem bauð skepnum skjól, þó þar væri hvergi nýta spýtu að finna til annars en í eldinn. Hin- ir ótakmörkuðu flóar munu hon- um hafa litizt álitlegt graslend'. til beitar og heyskapar. Þá mun hann hafa skoðað, þegar frost var í jörð, þess óvitandi, að endranær var hvorki manni né skepnu fært yfir þá, þótt hvergi sæist vatn, því á því flaut grassvörðurinn. Og til Kanaans fiutti hann með nauta- hjörð sína, er talin var ýmist í þúsundum eða tugum þúsunda, eftir því hver sagði frá. Reisti nautakóngurinn hús fyrir sig og kúsmala sína, en skýli fyrir skepn- ur, og hafði mikið um sig. En svo segir Patrekur, að innan þriggja ára var mest af hjörðinni horfallið og kóngurinn allslaus, nema að lífsreynslu i Kanaan, og hvarf á brott með það lítið, hann fcomast á burt með. Skildi hann eftir allar byggingar, ásamt vitn- isburði um landfcosti Kanaans- lands. Og lifa orð hans enn i munn mælum: Kanaan er helvíti t’l gripa ræktar. Þar er flugnahöfðir.ginn einvaldur á sumrum. Þar rísa mý- ský úr hverjum flóa og forarpohi, svo vart sér til sólar, svo nautm villast og verða óð, unz þau drepa sig ofan í eða falla, étin á hol af varginum. Allur vetuTinn iná heita T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 415

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.