Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1968, Side 11

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1968, Side 11
8em kenndu föður sínum barnið, er þær-ftöfðu alið. Svo kom Búastríðið. Þá var hún imeðal þeirra, sem risu upp til and- mæta, og þá gekk hún, ásamt sextán öðrum úr fabíanasamtökun- um, sem reyndust tvíbent og deig í andstöðu sinni við stríðið. Englendingar hlutu mikið ámæii fyrir Búastríðið í flestum löndum. Hér úti á íslandi orti Guðmundur Friðjónson um „níðinginn, sem Búa bítur.“ En heima fyrir voru stríðsæsingar miklar, og þeir, sem dirfðust að vefengja réttmæti 6- friðarins, sættu ofsóknum. Emme- lína bakaði sér auðvitað re'ði með mótmælum sínum. En reiðin bitn- aði ekki á henni einni Einn dag- inn fannst sonur hennar meðvit- undarlaus úti á götu. flann hafði .tekið málstað móður sinnar og Búa, og skólabræður hans höfðu ráðizt á hann. Þeir voru margir um einn, og hann var yngs*:ur allra drengianna í skólanum. Þess vegna vaittist þeim auðvelt að færa sönnur á óflekkaðan heiður föðurlands og réttmæti ófriðarins með því að berja hann í rot VII Síðasta ár aldarinnar gerðust (þau tíðindi. að verkamannafiokki Hardies, fabínasamtökunum og stjórnmálasamtökum Hyndman.’i var steypt saman í einn flokk með stuðningi ýmissa verkalýðsfélaga. Það var upphaf verkamannaflokks þess, sem nú er í Englandi. A£- staða ríkisvaldsins til verkalýðs- samtakanna olli því, að þau hnigu nálega öll til fylgis við þennan nýja flokk þegar í byrjun aldar- innar. Þetta gladdi Emmelínu. En það ríkti ekki eindrægni á Iheimili hennar. Elzta dóttirin, Kristabel, réðst ofsalega á jafnað- armennina, sem komu á heimili móður hennar, og hana sjáifa bar hún þeim sökum, að hún horfði á það aðgerðalaus, að réttindamál kvenna væru að engu höfð í hin- um nýja flokki. Emmelína var sem miili tveggja elda. Það varð úrræði hennar að freista þess að fá kvenréttindin gerð að stefnuskrármáli verka- mannaflokksins. í því skyni kvaddi hún á sinn fund nokkrar konur úr flokknum haustið 1903 og kom á laggirnar enn einum bar- áttusamtökum kvenna. Keir Har- die gazt vel að þessari ráðagerð, en óttaðist andstöðu innan fiokks síns. Orsökin var sú, hve atkvæ'ö- isréttur fátæklinga var þá enn miklum takmörkunum háður. Fá- tækur maður naut því aðeius kosn- ingaréttar, að hann væri heimills- maður — leigjandi, sem bjó í einu herbergi, var því aðeins atkvæðis- bær, að leigan væri ekki undir tíu. sterlingspundum á ári. Undir sömu sök hlutu konur að verða seldar, ef þær fengju atkvæðis- rétt til jafns við karla, og þeir voru margir í verkamannaflokkn um, sem hugðu, að borgaraf'pkk- arnir myndu hreppa obbann af at- kvæðum kvenifólksins. Keir Hardie lét því rannsaka í fjörutíu kjör- deildum, hvernig konur, sem greiddu atkvæði í sveitarstjórnar- kosningum, skiptust á milli stétta. Niðurstaðan varð sú, að fjórar af hverjum fimm höfðu verið úr verkalýðsstéttum. Með þessu var barin niður í bili audúð verka- manna á kosningarétti kvenna, og á ársþingi, sem haldið var í Cardiff 1 dymbilvikunni 1904, var Emme- lína kosin í flokksstjórnina, svo að henni gæfist 'kostur á að fylgia kvenréttindamálunum þar eftir Tillaga um kosningarétt og kiör- gengi kvenna var síðan borin fram á þingi og tekin á dagskrá 12. maí 1905. Þetta var annað málið á dag- skránni. Mikil deyfð haföi lengi verið yf- ir kvenréttindakonum landsins En nú var sem þær vöknuðu af svefni. Þær flykktust til þinghússins tit þess að fylgjast með því, hvernig tillögunnl reiddi af. Sumar höfðu gert sér ferð til Lundúna largt utan af landi. Meira en fjögur hundruð voru úr kvenfélögum samvinnuhreyfingarinntar, og margir fyrirliðar verksmiðju- stúlkna í Lancashire gerðu sér ferð til höfuðborgarinnar til þess að hlusta á umræðurnar. Það varð hin mesta þröng við járngrindurn- ar, sem verið höfðu fyrir framan áheyrendastúkur kvenna í hálfan sjöunda tug ára. En sér- stökum áheyrendastúkum handa konum hafði verið komið upp árið 1778, er sá atburður varð, að kon- ur, er áður höfðu haft aðgang að sömu áheyrendapölium og karl- menn, fjölmenntu svo á þá, að karlmennFrnir komust ekki, og n'eituðu í þokkabót að víkja fyrir þeim, er þeim var skipað það. Tillagan um jafnrétti kvenna hafði sýnilega allmikið þingfylgi. En hér var krókur látinn koma á mótl bragði. Þennan dag brá svo við, að þingmenn gerðust ær- Ið mangorðir um mál, sem fyrr var á dágskránni, teygðu Iopann sem rreest þeir máttu, og hálf- ur þingheimurinn veltist um af htótri, þegar málaiengingarnar báru ræðumenn víðs fjarri efninu. Loks var markinu náð og þing- fundi sl'itið. Konurnar, sem komið höfðu vonglaðar til þinghússins, tínd- ust möglandi burt. En Emmelinu i hafði runnið í skap, og henni var • sízt í huga að láta slá sig svo auð- ‘ veldlega út af laginu: Það varð að halda mótmælafund. Verðirnir ráku hópinn út úr hús- inu og niður þrepin, og konurnar gengu að styttu Ríkarðs ljóns- hjarta, sem forðum barðist við Saladiíu austur í löndum og orti söngvísur sór til hugathægðar í andistreymi Emmeiína í broddi fylkingar og Sylvía, næstelzta dóttir hennar, við hlið hennar Lögregluþiónar skárust í leikinn og ætluðu að vísa konunum brott, en gugnuðu fyrir Emmelínu og féllust á, að hún mætti tala til safnaðar síris nokkru fjær þing- húsinu. ICeir Hardie kom á vett vagn, tók elztu konuna í hópn- um, Eiísabetu Wolstenhoine Elmy, sér við hönd og leiddi hana. Emmelína flutti þrumandi ræðu en hópurinn, sem hlýddi orðum hennar var fámennur. Samf ma-k- aði þessi atburður tímamót í saga kvenréttindabaráttunnar í Eng- Iandi. Lognværðinni var Iokið í orðum Emmelínu var dyaur að- steðjandi stórviðris. Súfragetfurn- ar, sem pláguðu Lundúnaborg í lieilan áratug, voru í þann veginn að hertygjast. Þeir, sem hugsa sér aB halda Sunnudags- blaðinu saman, ættu að athuga hið fyrsta, hvort eitthvað vantar í hjá þeim og ráða bót á bví. - T- TfMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 419

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.