Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1968, Síða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1968, Síða 19
prýddur og föngulegur, dró að sér athygli mína. Hafði ég eigi slíkan séð fyrr meðal hænsn- fugla. Jón bónda bar að í þeim svifum, og hafði ég orð á þess- um tígulega fjaðrakóngi. Jón sagði að þenna fugl mætti ekki miða •við kjúklinga þá, sem sæjust úti í Vopnafirði, þeir hefðu aftur á móti vakið athygli sína vegna smæðar og lítilleika, en þetta væri bara venjulegur hani, eftir því sem þeir tíðkuðust hér uppi í fjallabyggðinni. Hann lét þess getið um leið, að fleiri þætti koma til þeirra skepna og gripa, sem ælust þar efra. Minntist ég þá á það, að Sveinn á Egilsstöð- um taldi útigengna hesta í Möðru- dal duga betur til iangferða en eldishesta úti á Héraði. Jón sagði þá, að Sveinn hefði látið þess ó- getið, að það hefði verið Ofsi, reiðhestur einn útigenginn, sem hann hefði miðað eldishesta þeirra Vallnamanna við. En um hanann fagra er það að segja að þetta var kalkún, en þá hænsnategund hafði ég ekki áður séð Þegar við höfðum þegið' -,eit- ingar, fórum við að búast til brott- ferðar. En áður en lagt var af stað, lauk Jón upp herbergi uppi á lofti, sagði þar vera tvo menn innan dyra, sem ég myndi kann- ast við. Þeir voru ekki risnir ú’r rekkjum. Annar var ungur Akur- eyringur, Kjartan Ragnars, en minn, Vernharður Þorsteinsson. Þekkti hann mig þegar, þó að hann minnti, að ég væri dáinn. En nú sagðist hann sjá mig hér lifandi. og það gleddi sig, og einnig það, „að þé hefur ennþá yfirbragð æsku mannsins, Stefán minn. Það er öðruvísi orðið með þessa karla eins og mig.“ Leit Vernharður um leið í átt til ístru sinnar, þar sem hann reis að hálfu uppi við dogg í rúminu meðan hann virti mig fyrir sér, lífs en ekki liðinn. Ég litaðist um i herberginu og sá þar eina af fyrstu myndunum, sem Jón í Möðrudal málaði. Á þessu verki gaf ha-nn þá skýringu, aö útvarpið hefði sent fyrri helm- ing vísu út til hlustenda og beðið þá að botna. Fyrri hlutinn var á þessa leið: Lengjast nætur, lækkar sól, lífið óttast vetur. Jón kvaðst hafa botnað þannig: Lamár þróttinn leti og rjól, en listir prýða setur. Utan á umslagið málaði Jón myndina af botninum til skýring- ar fyrir útvarpið. Á miðju teikn- ingarinnar gat að líta reisulegan bæ. Allt umhverfis var fagur- grænt tún. Skammt frá bænum rann bæjarlækurinn niður i gegn um völlinn, og á lækjarbakkanum húkti einhver óvera, þó í manns- mynd og var með ancþitið á kafi upp að augum ofan í skinnskjóðu. Þessi vera sagði Jón að væri let- irigi, sem engu nennti, nema að flatmaga sig, drekka og taka i nef- ið. Skjóða sú, sem hann stakk andlitinu ofan í, var nautskyllir, að mig minnir undan Þorgeirsbola eða öðrum ámóta griðungi. En hátt yfir vesalingnum liggjandi, sem drakk úr hófsporinu dreggj- ar hinna lægstu nautna, gnæfði setrið, bóndabærinn reisulegi, með útskornum burstum, í fagurgrænu túni. Litur gróanda og himm- EINN Á FERÐ - Framhald af 416. síöu. iðnari virðast þeir aldrei gefa því gaum, að tíminn líður, né að menn verða alltaf að vera í eins konar kapphlaupi við hann, svo framför gerist og menning vaxi. Líðandi stund er Hútteríta, sem væri öll ævi hans. Hann lítur sjaldan á klukkuna, en miðar tímann við störf sín. Eru þeir þó vel gefnir þeirri hvöt, sem tals- vert ber á hjá fkornum og öðr- um skynlausum skepnum: Láta ekki hvern dag nægja sína þján- ingu, en búa í haginn fyrir ann- an dag og komandi árstíð, án þess stundatal eða mánaðamót komi þar til greina. Enda ekki við öðru að búast ?.f mönnum, sem vinna kaúplaust alla ævi. Þegar Hútterítar flytja hinum stórfelldu búferlum sínum um sléttlendi Norður-Ameríku, taka þeir með sér eins mikið af búslóð sinni og mögulegt er. Aka því á trukk og traktor, en reka hjarðir sínar, og láta þar nótt sem nem- ur. Þessu var Jósúa Platt kunnug- ur, og sagði hann mér, að inn- flytjendurnir til Kanaans hefðu ó- vanalega lítið meðferðis, utan inn- anstokksmuna og handverkfæra, sem komið varð fyrir á þremur blámi yfir og allt um kririg. Þeir fyrir sunnan vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, er þessi frumlegi botn barst þeim. En þetta var eitt af frumsmíðum Jóns í þeirri list, sem hann byrjaði ekki að iðka fyrr en hátt á sextugsaldri, og átti hann eftir að sýsla margt á ó- farinni ævibraut, þar sem hugur og hönd unnu saman og sýndu trúna í verkinu. Óbrotgjarnasti bautasteinninn er kirkjan í Möðru dal, sem Jón reisti mörgum árum síðar af eigin efnum drottni til dýrðar. Hún verður um tíma og ár vitnisburður hans, sem reisti húsið. Og meðan Akur- eyringarnir lágu enn rólegir í bólunum, tveir menntamenn, hlutlausir áf önnum bænda og búa- liðs, andspænis myndinni af ver- unni, sem iá við lækinn um há- bjargræðistimann, kvaddi Jón í Möðrudal okkur gesti sína á þeim stað, þar sem hann seinna reisti sitt musteri eins og Salómon kon ungur í ísrael. flutningsvögnum og tveimur smá- bílum — auk þess einn traktor með stóra drögu aftan L Engar akuryrkjuvélar var að sjá, né ann- an búpening en bronkótím, og þriðja til reiðar. Segir Jósúa þetta vott þess, að landnemarnir gangi ekki gruflandi að því, hveri’i beir áttu að mæta í Kanaan. Öllum hrakspám um landnámið svaraði Jósúa því einu, að fyrr hefðu Hútt- erítar numið land, sem aðrir hefðu horfið frá, og gert úr því blóm- lega byggð. Fáeinar hræður slæddust inn í bæinn. Fyrsí 1 stað vakti kvenfólk- ið forvitni vegna miðaldabún.ngs þess, og bötti hvorki fagurt á að líta né girnilegt til fróðleiks. Enda sást lítið af manneskjunni í dragsíðu, sniðlausu pilsi og með skýlu ofan í augu. Það var hádegi, en hálírökkur inni í skrifstofunni hans Jósúa. Dyrnar visuðu í suður,- og begar ég kom út, skein sólin á a'ria skap- aða hluti nema fáeina smáskugga, og sló mig í augun, svo ég iok- aði þeim augnablik og stóð við Þegar ég opnaði þau, var það fyrsta, sem ég greindi, Hútteríta- kona á gangi eftir stéttinni Sýni- lega stefndi hún að bílastöð Plarts, sem stóð við enda götunnai Kon- an var ung og bar sig svo vel og tígulega, að þrátt fyrir búninginn, T f IVI I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 427

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.