Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1968, Side 20

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1968, Side 20
sniðlausan og fátæklegan, dettur mér í hug, að þannig ættu allar drottningar að bera sig, gangi þæi annars þvers fótar. í vit-lausri undrun stóð ég kyrr sem væri ég dyravörður á plássinu, þar til ég áttaði mig á því, að stúlkan ætlaði inn í skrifstofuna, tók ofan hatt inn, muldraði fyrirgefningarbæn og opnaði dyrnar fyrir hana. Hún leit á mig stórum, gráum augum, alvarleg en brosandi, sem ég vissi það að ekki gat átt sér stað. Þessi sýn í sólskininu hafði blátt áfram ruglað mig. Og ekki bætti það úr að sjá framan í stúlkuna. Hún bar sv'arta skýlu, sem féll fast að hárs- rótum niður að hálsinum framan við evrun, svo andlitið varð að kameómynd i ramma — mynd sem ég gleymi aldrei. Óljóst var ég mér þess meðvit andi.-að ég ættj að skammast mín, og snautaði heim. Og því þurfti ég endilega að skammast mín? Til þess að greiða úr þvi spursmáli, fór ég langa krókaieið og gekk hægt. Það var líkt komið með mig og mann, sem hefur fundið gim stein í sorphaug —gersemi iof- aða og dásamaða af foringjum fólksins — en liggur þó efi á, að sé til. Hversu oft hafði ég ekki heyrt mannvini og málskúma velta orðunum mannleg tign af tungunni, en aldrei fram að þessu, þótzt finna það fyrirbæri, sem ylli orðunum. Ég hafði litið hefð- arfrúr og hámennj og fundið tign- ina stafa af þeim sem brotinn geisla frá demanti. En ef svo féllst fyrir, að ég leit eftir þessum út- völdu mannverum á sjúkrabeði, heima hjá þeim eða í spítalanum, hafði öll ti’n faliið af þeim útvort- is. En svo var ég heldur ekki viss um, hvernig þessari náðargjöf mannsins er varið — skildist hún vera meðfæddur eiginleiki hverr- ar manneskju, en leng=t af í fel- um, nema dregin væri fram í dags ljósið af leiðtogum lýðsins. En aðferðir til ~að koma þessari ger- semi persónunnar fram á sjónar- sviðið eru margvíslegar og ólíkar. í önnum og amstri dagsins fæst maður ekki um það. þótt kiörorð og slagorð þeirra, sem orð nafa fyr ir alþýðu, virðist lúin og loðin að hugsun. Eólkinu eru þau þörf og nauðsynleg. Líkl og krossmark eða hérafótur. Eða maður venst þeim svo vel, að þau verða mark laxis. Þingmenn og þingmannsefni hvetja kjósendur til að greiða sér atkvæði, svo að hvert mannsbarn í landinu megi sitja og standa í mannlegri tign. Þegar kærleiks- mennin gera áhlaup á buddur borgaranna hinum fátækari til fjár, er það i nafni mannlegrar tignar: að þeir, sem oss eru ó- lánsamari, megi lifa í mannlegri tign — um jólin. Prestarnir segja mannlega tign í því fólgna að halda guðsmyndinni við með bæna gerðum, sakramentum og kirkju- göngum í glæsilegum guðshúsum. Útkoman verður þó sú, að fram- taksmaðurinn, sem á eitthvað und ir sér, og yfir öðrum að ráða, og kann alla siði guðs og manna, ber mannlegri tign bezt vitni. Naumast var, að Hútterítan hafð: komið róti á hugsanir mínar! Hafði sópað hugann öllum hleypidóm- um um tign mannsins og vakið spurningarnar. Hvað er mannleg tign? Meðsköpuð fegurð og yndis- þokki manneskjunnar. Og hvað er svo fegurð? Lifandi, litbrugðið form á hreyfingu, sem fellur svo djúpt og vel í geð manns, að tek- ur í hjartað. — Svo er mannleg tign. Og ekki er það maðurinn einn, sem ber tign lífsins. Hann er að finna meðal alls, sem er. Er þá öll tilveran lifandi? Hvað annað? Iðrast ekki sólir og plánetur. príf- ast og deyja, líkt og frumur í lif- andi holdi. Og hvar kennir full- komnari tignar en á heiðum himni nætur? Fyrirmynd mannlegrar tignar höfum við átt hér í bæ um langa tíð. Sú er bæjarstjórinn: Hár mað- ur, vel vaxinn, svipmikill, prúður í framkomu, með öllu vel á sig kominn og á hálfan bæinn Hann er aflvaki allra framfara og drif- fjöður hvers, sem gera skal Maldi nokkur í móinn móti ákvæðum hans, minnir hann okkur á. hvað sæmi mannlegri tign, og fellur þá allur mótþrói um sjálfan sig. En fyrst komst orðið í algleyming eft- ir að þjóðin tók að hervæðast. safna sjálfboðaliði og leita lána hjá borgurunum til að borga brús- ann. f þessum efnum, sem öðrum varð bæiarstjórinn okkar frurn- kvöðull alls, sem hermál snerti. Og kvað hann tign mannsins kom ast á iiæst st'ig, þá e'r hann legg- ur líf sitt og eignir í veð fyrir föðurlandið, því til varnar eða við- bótar. Mátti hann trútt um tala, þar sem hann einn lánaði rílcis- stjórninni meira fé en við hinlr allir til samans — og Jón, son sinn, engu síður mannborlegan n föðurinn. Vildi nú hvert ungmettm mannlega tignast. Þó fór skörin fyrst upp í bekkinn, þegar Jón kom heim í leyfi, orðinn frægur flugkapteinn með vinstri barm allan borðalagðan. Þá var sem. mannleg tign lægi eins og gull- skýjaður himinn yfir bænum og grenndinni. En fölva brá á dýrð- ina, þegar Jón bar að garði í ann- að sinn, þá alkominn. Hafði lent í flugslysi og krambólerast hroða- lega, auk þess misst sjónina Allt þetta kvað bæjarstjórinn skýrustu tákn mannlegrar tignar. Því t-il sönnunar leiddi bæjarstjórinn son sinn oft um götur bæiarins og bar höfuðið hærra en fyrr. Og nú koma beir á móti mér, bæjar- stjórinn tignari en nokkru sinni, og Jón, grátleg skrípamynd af sjálfum sér, herfileg guðsmynd, sem afskræmdist enn meir. er hann reynir að taka brosandi und- ir kveðju mína. Ekki er staldrað við, og við höldum leiðar okkar í öfugar áttir. En þessi svipsýn glundrar allri minnj fegurðarfíló- sófíu í bráðina. Þá kemur hægur andvari með sálarilm blómanna í nefið á mér og suðar eilifðarmál í laufum trjánna, sem standa í trjálegri tign sinni meðfram táinu. Á ný er ég snortinn af tign lífsins — og mannsins, því nú skýtur Hútt- erítastúlkunni upp í huga miínum. Þau fáu augnablik, sem ég hafði litið hina ungu Hútterítu, lágu einhvers staðar djúpt innan í mér eins og ofurlítil. vermand; von. Mig langaði til að sjá hana aftur og leita deila á henni hjá Jósúa Platt. En sú löngun átti ekkert skylt við rómantíska né platoníska ást, og því síður lostaþrá. Að sjá þetta kvenlega fyrirbæri. þó ekki væri nema stöku sinnum, fannst mér jafnnauðsynlegt og hlaða raf- geyminn i bílnum mínum af og til. En ég átti í önnum. Og 'fvrr en varði var skólaseksjónin auð. Bræðrabandið hafði tekið sig upp og hafði síðasta áfangann ti! fyr- irheitna landsins. Mun ég hafa verið eini bæjarbúinn, sem gerðí sér rellu út af því. Mönnum var farið að standa á sama, þó þessir fáráðlingar kæmust klakídaust til Kanaans og drægu þar fram lífið kvalalítið. Engum gerðu þeir mein. Ég einn saknaði þeicra og hafði 428 TlKIINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.