Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Qupperneq 2

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Qupperneq 2
Þíjtur í skjúnum Margt fólk,' sem nú er mið- aldra, ólst upp viB leikföng af fátæklegu tagi: leggi, kjálka, köggla og horn. Á góðviðrisdög um var fénu haldið til beitar — hornunum stungið í þúfur og bala, unz heil hjörð dreifði sér um hagann eins og í kvæði eftir Steingrím. Nú höfum við um tíma ver- ið ákaflega fínt fólk og gert margt til þess að skafa af okk- ur dónaskapinn og breiða yfir gamlar syndir. Þegar börnin okkar þreytast á dýrlingnum og harðjaxlinum, sem þó æva skyldi, útvöldum fyrirmyndum og leiðarljósum ríkisvalds og menntastofnana þess til handa næstu kynslóð, hverfa þau að hríðskotabyssum og eldspúandi bryndrekum — hafa kannski, hin allra heppnustu, eignazt raf magnsstól, þar sem þau geta sjálf tekið af skitna Negra eft- ir beztu aðferðum frá U.S.A., eða fallöxi frá gamla Frakk- landi, þeim undrum gædda, að höfuð dauðamanns veltur und- an henni með rauðan strjúpa og glyrnur, sem ranghvolfast. — Pabbi og mamma geta ókvíð- in brugðið sér í kvöldveizlu stöku sinnum, hvað þá kokteil- boð, ef drengirnir þeirra eiga svoleiðis þing að una við. En það eru fleiri lögmál skrít in en Parkinsonslögmálið og undarleg sú árátta sögunnar að endurtaka sig. Því hefði mátt sýnast fulltreystandi, að við gerðumst ekki framar neinir ó- lukkans hornamósesar. Eigi að síður hafa hornin haldið innreið sína á ný, og hef ég fyrir satt, að kindarhorn megi nú sjá í margri fallegri stofunni hjá góð borgurunum á milli forgylltra bauka og rósum þrykktra krukkna og margs kyns nettra íláta til forvörunar sígarettum og öðrum heimilisnauðsynjum. Ég held, að það sé fast að því ár síðan þessi horn fór að bera fyrir augu mín. Sízt af öllu vil ég nokkurn mann hneyksla, og ef einhverj- ir væru, sem illa kynnu að vera í þessum hornafræðum, skal þess getið, áður en lengra er haldið, að hér er bót í máli: Hornin eru sem sé alls ekki af kindum af Rangárvöllum eða úr Svinavatnshreppi né heldur hafa þau vaxið á sauðfé bænda í Biskupstungum. Aldur hins framliðna dýrs verður alls ekki lesinn af liðunum á þessum hornum. Þetta eru spænsk gimbrarhorn sunnan úr Kastil- íufjöllum, gljáfægð undir heitri sól, sem skín á svarthærðar senjórítur, marglökkuð með glæru og tappatogari, upptak- ari, vindlaskeri eða dósahnífur í endanum. Heil samstæða fá- anleg — réttnefnd breiðfylking kjörgripa. Menn hafa kannski ímyndað sér, að við fengjum fátt við okkar hæfi fyrir fisk- inn, sem við seljum Spánverj- um, því að víða veður nú tor- tryggnin uppi með ljótar get- sakir. Hér tala staðreyndirnar til þvilíkra drjóla — og það með tveim hrútshornum. Þó að til dæmis tertubotnarnir dönsku séu gott búsílag og sann ariegt guðs balsam bragðlauk- um vandfýsins fólks, þá hverfa þeir eins og dögg fyrir sólu, svo sem títt er um góðmeti, og afgreiðast eftir hæfilegan tíma til sinnar útíarar í djúpum sjáv ar úti fyrir sumarbaðstaðnum í Nauthólsvíkinni — eða hver má vita hvar. En spænskt ærhorn er varanleg eign, sem verður stolt heimilisins og kynslóðun- um dýrmætur arfur. Og nú er fullt það skarð í vör Skíða, sem spænsku kláðahrútarnir hjuggu endur fyrir löngu. En því er nú einu sinni svo farið, að eilíf sæla veitist ekki hér á jörðu. Því er tæpast leyn- andi lengur, að vanséð er, hversu langa hríð ærhornaöld hin spænska stendur úr þessu. Kannski verður hún senn eins og sólskinsblettur í heiði minn- inganna eða stef á munni Steina staðahúsfreyju um þá tíð, er Gaukur bjó í Stöng. Löngum hef ur verið til þess vitnað, að Ad- am var ekki lengi í Paradís, og um margt hefur okkur viljað kippa í kynið. Að vísu höfum við varla etið af skilningstrénu okkur til dómsáfellis. En vegir forsjónarinnar eru órannsa’kan- legir, og síldin er fram úr hófi duttlungafull. Og nú er kvis um það, að dómarinn sé í þann veginn að flauta af til merkis um, að stund sé komin til þess að yfirgefa leikvanginn. Mikil bót er í máli, að höfuð- borginni hefur unnizt tími til þess að verja fjórum milljónum í stigaþil og aðrar milligerðir í kokkteilhúsi sínu við Rauðarár- vík, áður en of mikla bliku dró á loft, og enn lifir kannski sá vonarneisti, að fyrr verði þjóð- in látin neita sér um eitthvað annað en ærhorn og tertubotna. En ég er ekki spámaður, og þess vegna fer sá í geitarhús að leita ullar, er væntir þess svars við þvílíkum spurningum í þessum dálkum. J.H. 698 TlHiNN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.