Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Qupperneq 6

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Qupperneq 6
heim næsta ror, trúlofaður me'ð handrit Imbiadaga í vasanum. En ég fékk enga vinnu hér, svo við unnusta mín seldum húsgögn- in okkar, og fluttum aftur til Noregs. Þar gerðist ég pakkhús- maður í leirkerasmiðju, bar muni, sem búið var að brenna,inn í geymslu, tíndi þá fram aftur, |kæmu pantanir. Fyrirtækið var til húsa á sjávarbakka. í gjólu skvettist brimlöðrið inn, og þarna var kalt. Svo kom verkfall. Þá gerðist ég næturvörður á hóteli í Stafangri. Bráðlega héldum við til Osló. Þar var ég líka pakkhúsmaður. Bar nú aðallega appelsínukassa. Mikiö af þeim, því þetta var fyrir jólin. Eftir ýmsa hrakninga snerum við aftur til íslands. Ég vann í Héðni, síðan sem sölumaður hjá Blöndahl, fór í búðir með sýnishorn af kaffi og brjóstsykurpoka. Milli kaffipakka tókst mér loks að skrifa skáldsögu, „Strandið“, þar sem ég heimfærði fyrrnefnt slys upp á alþjóðastjórnmálin. Að þessu þrekvirki unnu vildi ég ekki vinna að sölumennskunni lengur en hálfan daginn. Svo hætti ég álveg. __ Nú sneri ég mér að þýðingum og hugðíst byggja mér og konu minni hús í Hveragerði fyrir tekj- ur af þeim! En þegar búið var að grafa grunninn og steypa múrana var okkur farið að leiðast í Hvera- gerði. Við seldum og fórum til Spánar, Vestmannaeyja og loks hafnaði ég í borgarbókasafninu í Reykjavík. Þar vann ég fimmtán tíma í viku, reyndi að fá meira, en tókst ekki. Ég frétti síðar, að yngri starfs- bróðir minn hefði farið að sýna áhuga fyrir Keflavikurgöngum, og ég hefði legið undir grun um að hafa haft óholl áhrif á hann! Þeg- ar ég skömmu seinna gaf út ljóða- bókina Sprek á eldinn, var skálda- styrkurinn tekinn af mér.' Þá hugsaði ég með mér: Nú nenni ég þessu ekki lengur, fór af landi brott og gerðist bókavörð- ur í Halden í Noregi. í Halden var húsnæðisskortur. Við fluttum í gamlan verkamanna- bústað í eyðibyggð, tíu kílómetra fyrir utan bæinn trébragga, sem ifer gamall verkamannabústaður, og hýsti nú rnarga, sem ekki áttu annars staðar skjóls að leita. Ég fór til vinnu minnar á skellinöðru, bæði sumar og snjóþunga vetur. Halden er fast við sænsku landa- mærin, og oft óku Svíar inn í bæ- inn til að kaupa smjör og aðrar matvörur, sem voru ódýrari en í heimalandi þeirra. Norðmenn brugðu sér hins vegar gjarna út fyrir landamærin til að sjá nektar- myndir og kaupa bersöglar bók- menntir, hverjar norsk stjórnvöld forbjóða. Nú erum víð flutt til Stafangurs, og er ég að hugsa um að bera þar beinin. Stafangur er á stærð við Reykjavík, en bókasafnið er nýtt og miklu veglegra en borgarbóka- safnið. Þar fékk ég létt starf, sat við borð og þurfti lítið annað að gera en vísa lesendum safnsins, mest eldri dömum, á herragarðs- sögurnar sínar. Þarna lauk ég við síðustu Ijóðabók mína, Jarteikn. Eftir útgáfu hennar var skálda- styrkurinn tekinn af mér aftur. Skrýtið að ég fæ hann alltaf á milli. Kannski það eigi að vera verðlaun fyrir að yrkja ekki. Nú langar mig mest að hætta á safninu og snúa mér alveg að þýð- ingum. Ég gæti hugsað mér að þýða íslenzkar bækur á norsku, seinna. — Hverjir eru eftirlætishöfund- ar þínir? Hanne^ brosir og segir: — Ég er eiginlega kominn á þann aldur, þegar höfundar eru hættir að geta hrifizt af skáldskap annarra. Minn- ast einskis nema þess, sem hreif þá, þegar þeir voru ungir. Ég hef eignazt minn smekk og hann er bundinn við skeið sem er liðið. Að vissu leyti verður lífið þá einfald- ara, en þó er einhvers að sakna, eins og maður sé ekki lengur sama hljóðfærið. — Hvernig skilgreinir þú þinn eigin skáldskap? ' — í raun og veru hafa mínar bækur alltaf snúizt um heimsmál- in. Ég skil ekki þá menn, sem segja, að þjóðfélagsleg kvæði séu ekki skáldskapur. Upplifi skáldið hræringar þjóðfélagsins, sem eig- in reynslu, er ekkert eðlilegra en sú reynsla verði lifandi þáttur af því sem hann yrkir, á sama hátt og hann hefði orðið ástfanginn. Reyndar gegna ástamál ómiss- andi hlutverki í endurnýjun þjóð- félagsins. . En að sjálfsögðu hlýtur ljóðið að túlka skilning skáldsins sjálfs á heiminum, en ekki áróður, settan fram á vegum einhvers flokks. Eins og verk Bachs eru mögnuð vegna hans einlægu trúar, ekkl vegna þess að hann var launaður organisti. Hvert skáld hlýtur fyrst og fremst að leita sannleikans, en hann er stundum vandfundinn nú á dögum, og sárt til þess áð vita, hvernig farið er með hann: Þeir hagræða staðreyndunum og leggja hendur á vitnin. Skuggaleg hugskot þeirra eru dýflissur fullar af hlekkjaföngum. svinafeiti og spékoppahlátri minnir á líf Við lágværa kirkjutónlist og hálfkæfð andvörp kertanna. sem varpa af sér grunsemdunum á teppalagt gólfið kistuleggja þeir sannleikann í kapellunum. Þeir rista af honum tötrana og færa hann í borgaraleg föt. Fegrunarsérfræðingar með ilm- glös og buðka þvo blóðið af vörum hans þar sem orðin sprungu og tylla spöng af tunglskini milli rofinna tanngarðanna. Brostnum augum hans loka þeir með tveim fingrum og breyta grimmilegum dauða í saklausan svefn undir silkiléttum skuggum brá- háranna. Tærða vanga hans fylla þeir með svínafeiti og spékoppahlátri og úr djúpum lögum af dufti laða þeir fíngerðan roða sem minnir á líf léttan andardrátt milli hálfop- inna vara og veikar hræringar brjóstsins undir bæn handanna. Þá loks er tímabært að bera sannleikann á torgin. Þeir hlaða undir hann björg- um af óhagganlegri trú og kalla þjóðirnar til vitnis: Lit de parade. Hér er sannleikurinn. Leiðtogi vor lifandi kominn! Enginn dráttur í harðlæstum andlitum þeirra lyftir slagbröndum frá hurð- um annarra möguleika. Inga. 702 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.