Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Qupperneq 15

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Qupperneq 15
inn fældist, og bæöi hestur og vagn ultu fram af hárri vegar- brún. Á nágrannabænum var gam- all maður í kjallara að skaka strokk. Þegar hann kom upp í eldhúsið á eftir, varð honum að orði: „Hvernig þótti ykkur?‘ Var hann aldrei stórorður um hlutina. En í þetta sinn þótti hon- um nóg um sem fleiri. Þó að skemmdir á húsum í sveit- inni yrðu minni en á Dalvík, urðu þær víða talsverðar í neðri hluta Svarfaðardals. Af þeim sökum urðu á næstu árum stórfelldar um bætur í húsakosti jarðanna. Má þannig segja, að jarðskjálftinn hafi valdið örari uppbyggingu íbúðar- og peningshúsa á því svæði, sem hann gekk yfir, en ella hefði orð- ið. Mátti greinilega sjá þess merki, ■eð byggðarlag þetta var á undan samtíð sinni, hvað góðan húsakost snerti á næstu árum. Þegar mér hefur orðið hugsað til atburðanna, sem gérðust þetta sumar, hefur mér oft dottið í hug, hvort það hafi verið tilviljun eða tillag til bjargar í ríeyð, að skap- arinn gaf hið dásamlega veður ein- mitt á þeim tíma, sem fólkið var húsvillt vegna náttúruhamfaranna. Sjálfur er ég þess fullviss, að þar hafi ekki tilviljun ráðið. Hitt er svo aftur annað mál, hvort góða veðrið var þakkað sem skyldi á slíkri örlagastund. Víst er um það, að mörgum hefði liðið illa í léleg- um húsakynnum í kalsaveðri, ef tíðarfarið hefði verið á sömu lund og oft vill verða í landi okkar, jafnvel þó að sumar sé. En ýms- ir höfðu orð á því, hve mikið lán það væri, að tíðin var svo góð. Þó að komið væri fram í júní, var nokkur snjór í fjöllum. í hinu hlýja veðri bráðnaði hann, svo að leysingar urðu bráðar og mikill vatnagangur. Ár og lækir urðu að foráttu vatnsföllum, sem beljuðu fram og byltu með sér aur og grjóti. Vegna jarðhræringanna losnaði víða um jarðveginn. Þegar svo vatnagangurinn kom á eftir, urðu á nokkrum stöðum stórfelld umbrot og jarðrask. Lækur einn, sem áður hafði runnið svo að segja ofanjarðar, gróf sig niður um fjóra til fimm metra á löngum kafla í þessum hamförum. Lækjar þessa er getið í Sögum um Sólveigu, sem einhverjir útvarpshlustendur kann ast við ur barnatímum Skeggja Ás- bjarnarsonar. Lækur þessi hefur al-la jafna síðan verið hinn mesti meinvættur skepnum þeim, sem í hann hafa fallið. Þegar ég rifja upp rás liðins tíma, munu eflaust margir þeir, sem komnir eru um og yfir miðj- an aldur, hvar sem er á landinu, kannast við jarðskjálftana á Dalvík og Svarfaðardal, þó að auðvitað muni þeir þá bezt, sem í eldraun- inni stóðu. Fregnirnar um atburð- ina bárust út yfir byggðir lands- ins og einnig til útlanda. Víða sjóð, er fékk nafnið „Jarðskjálfta- sjóður“ 1 daglegu tali meðal fólks, í kjölfar þess var kosin jarð- skjálftanefnd. Starf þeirrar nefnd* ar var sér í lagi að skipuleggja skiptingu fjárins og uppbyggingu byggðarinnar, auk þess sem nefnd> in hafði í sínum höndum alla stjórn nefndra fjármála, bæði út á við og inn á við. Síðan var hafizt handa. — Menn voru sendir til að meta skemmdirnar á hverjum stað Að Fólk á Dalvík hefur flúiS hús sín og býst um i tjöldum. sýndi fólk samúð sína og hjálp í verki. Fjársöfnun var hafin til hjálpar hinum nauðstödu. Erlend is frá bárust (ýnnig peningar, með- al annars há peningaupphæð frá þáverandi konungi íslands og Dan- merkur, Kristjáni X. Þessi fjár- söfnun boðaði nýja viðreisn. Svarf- dælingar áttu hvarvetna samúð landa sinna. Brátt var sýnt, að all- álitlegur sjóður myndi verða fyrir hendi til styrktar þeim, sem harð- ast urðu úti, og skapaðist við það nýr vandi. Hvernig átti að skipta þessu gjafa- og samskotaféi? Hvaða leið átti að fara til þess að réttlót skipting yrði úr þessum samúðarsjóði? Brátt var fengin lausn á því vandamáli. Þeim peningum, sem bárust, var safnáð í sameiginlegan því loknu voru ráðnir aðrir menn til byggingarframkvæmda. Man ég ekki nú, og hef líklega aldrei vit- að, hve margir þeir voru né hvern- ig þær framkvæmdir voru skipu- lagðar. Hitt er víst, að peninga- gjafir streyndu að án afláts, og varð sjóðurinn áreiðanlega mun gildari að lokum en nokkurn hafði órað fyrir. Má óhætt fullyrða, að margir gefendur hafa ekki skorið við nögl sér. Veit ég ekki, hvort gjafir þessar hafa verið þakkaðar eins og vera bar — verð þó að álíta, að svo hafi verið. En góð vísa verður ekki of oft kveðin, og enn er ekki of seint að þakka hlýtt handtak og bróðurþel á viðkvæmri stund, þó að nú séu liðin rúm þrjátíu ár síð- an atburðir þessir gerðust. TÍMINN - SVNNUDAGSBLAÐ 711 v

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.