Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Blaðsíða 17
Sveinn kom austur í Suðursveit að afplánun lokinni: „Pro memoria! Þar Sveins Sveinssonar tíð er nú úti í tukthúsinu, so er hann frí- ■gefinn þaðan og vitjar því aftur sinna átthaga. 9 Búslóð er engin dæmd eður an- gefín af yður hjá hönum, á hann því leppa sína og aðrar reitur um- talslaust. Vel væri gjört að kalla aftur frá Jóni Helgasyni, það hann hefur ranglega og um of látið hann betala fyrir barnsmóður sína: fyrir fyrra brot þeirra 7% rd. til specie, en fyrdr þáð síðara 15 rd. specie meira en hann átti að svara, — þar ei var sem liðug persóna í stærri sekt fallin: fyrsta sinn Vz rd og í síðara sinn 1 rd specie. — Þessa ætti Sveinn skriflega að beið ast til baka, en ef það dugir ei þá í votta viðurvist, eður þeir hans vegna. Viðey, þann 27da apríl 1801. „ O. Stephansson.“ Þetta lá þó ekki laust fyrir. Kristján lögsagnari var ekki á þeim buxunum að viðurkenna rétt mæti þess, að Sveini bæri búslóðin. Sveinn sendi því umsókn til Rentukammersins, að honum yrði gefin upp búslóð, sem hann var dæmdur til að missa vegna þriggja hórdómsbrota. Umsókn þessi var skrifuð í Hörgsdal í Vestur-Skafta- fellssýslu. • Með Renntukammersbréfi frá 24. september 1903 var vitnað til þess, að Sveinn hefði þegar verið náð- aður frá líflátshegningu. >. — og þar sem venja er þar sem svo stendur á, að gefa upp dæmdan búslóðarmissi, þá skal það einnig gilda í þessu tilfelli.“ í bréfi dagsettu 9. ágúst 1804 fól Lúðvík Eirichsen amtmaður settum sýslumanni Austur-Skaft- fellinga, Bergi Benediktssyni, að verða umsækjandanum hjálplegur til að hann nyti góðs af þessum úrskurði. Bergur lögsagnari rannsakaði hvernig í málinu lægi og leiddi eftirgrennslan hans í ijós: „-------Árið 1803 öndverðlega heimti þáverandi constitueraður sýslumaður, Christján Vigfússon, fémuni Sveins og konu hans undir registration og virðingu. Gjörði so á helminga skipti og sagðist taka ætla Sveins hluta eftir yfirvalda skrifi undir kónginn. Tók þá Sveinn sig til, sem ekki gat að því gjörðu við búskap hald- ið, að fá lánspeninga til að inn- leysa með aftur búslóð sína, sem virtist 221/2 ríkisdalur, og afhendi Christjáni þá sömu. Þetta með- kennir Christján og undireins aug- lýsir, að peningana hafi hann aldrei frá sér sent. Lofar so Sveini að betala þá til hans með fyrstu hent- ugleikum. — En skammt á eftir hótar hönum, að hann skuli mega hafa meira fyrir að fá þá út hjá sér.-----“ Þannig stóð málið, þegar Berg- ur í Árnanesi ritaði svarbréf til amtmanns, dagsett 8. janúar 1805. Ekki var róðurinn léttari við inn- heimtu sakfallapeninganna frá Jóni Helgasyni. — Sveinn sendi gagn- — valdamesti maður landsins gert mann með bréf suöur að Innrahólmi til Magnúsar Stephen- sen etazráðs. Þetta er kafli úr bréf- inu: „ — — Fyrir þessa aðferð neyddist ég að gefa til kynna hr. stiftamtmanni O. Stephensen og undireins fyrirspyrjandi mig, hvört áminnst væri ekki af mér fang- •lega heimtað og tekið. Og ‘tll be- vísingar þar uppá legg ég hér inn copíu af svari herra stiftamtmanns áminnst áhrærandi, sem sýnir hvað mikið ég á hjá áðurnefndum Jóni Helgasyni, sem nú sálaðist liðið haust og af alþekktu þrályndi vildi aldrei mér neinu aftursvara, þó ég heimtaði. N Hvörs vegna og nú eftir hann eru innistandandi 21(!) rd specie í hans sterbúi, sem ég auðmjúk- lega umbið yðar hávelborinheit vilduð gjöra eina kröftuga foran- staltning til þess, að ég fátækur mætti Tá mitt útbitað af serbúinu, og tiltekið af skiptaforvaltaranum, þar ég býst við, ég fái ekki áminnst, án þess ég njóti yðar náðugrar að- stoðar í slíku. Hér hjá er ég auðmjúkast umbiðj andi, að ef yður þóknast mætti mér svar uppá áminnst að gefa, að það mætti mér sjálfum tilsendast til baka með bréfberanum, þar ó- víst er, ef til annarra fer, að í mínar hendur kæmi. Auðmjúkasti þénari. Krossbæ, d. 4. desember 1809. Sveinn Sveinsson.“ Sveinn hefur víst með herkjum endurheimt andvirði búslóðar og of goldið sakfallafé. — En þessi dæmi sanna óþægdlega, að þótt oft sé með sannindum vitnað til harð- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 7Y3

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.