Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Blaðsíða 20
Samvinnumenn af þjóiflokki Papúa gp,.‘ 'íf'jpísísi Ros'-’- og ráðsettar konur, sem annast verkstjórn 09 eftirlit i kaffisamlaginu. Fyrir skömmu gerðust þau tíð- indi að samvinnusamband Papúa á Nýju-Gíneu var tekið í heimssam- tök samvinnumanna... Þetta kann að koma einhverjum spánskt fyr- ir sjónir, því að í huga okkar eru Papúarnir strípalingar og meðal þeirra fáu þjóðflokka, sem stund- að hafa mannát framundir þetta. Og rétt er það, að Papúar íþyngja sér ekki að jafnaði með fatnaði, og allt fram yfir 1950 mun það hafa borið við endrum og eins að manns kroppur væri tilreiddur til átu meðal þeirra. En stórkostlegar breytingar hafa orðið í landi Papú- anna síðustu fimmtán til tuttugu árin, og viðskiptaþjóðfélag er sem óðast að leysa gamla, sjálfbirga ættarskipulag steinaldarmann- anna af hólmi. Samvinnuskipulag- ið hefur reynzt næsta eðlilegur arftaki þess. Nýja-Gínea er næststærst eyja i heiminum, örskammt fyrir norðan meginland Ástralíu. Portúgalskir sæfarar urðu þess varir fyrstir hvítra manna árið 1511. Á Nýju- Gíneu var ekkert gu‘11, sem tryllti Portúgalana, og þar voru ekki heldur dýrmætar kryddjurtir, sem freistingu vekur og gróðafíkn. íbúar eyjarinnar fengu því lengi enn að vera í friði fyrir ásókn hvítra manna. Þar var ekki heldur greitt að- göngu. Við ströndina var þéttur frumskógur, þar sem einkennileg- ar kengúrur höfðust við í trjám, paradísarfuglar flögruðu á milli greina og fjórfætlingar, sem urpu eggjum, áttu sér athvarf. Þessi mikli skógur var góð vörn byggð- um landsmanna, sem höfðust við í smáflokkum í dölurn og hlíðum hins mikla fjallgarðs, sera liggur eftir eynni endilangri og sums staðar er miklu hærri en hæstu fjöll Norðurálfu. Frumbyggjarn- ir nefndu sig Papúa, hrokkinkoll ar — kaffibrúnir, stæðilegir menn, breiðleitir og breiðnefja, og höfð- ust við í staurabyggingum, sem studdust við trjástofna, þaktar pálmablöðum til skjóls í regni og sólarbreiskju. — Meðalhiti er þarna upp undir þrjátíu stig flesta árstíma. Það var ekki fyrr en 1828, að Hollendingar lögðu undir sig vest- urhluta Nýju-Gíneu, er nú lýtur Indónesíu. Landamærin drógu þeir með reglustriku á landabréf, og enginn hirti um það, hvort því- Lérfklædd húsfreyja við jarðyrkjustörf. 71« TftllNN - SUNNUDAGSHLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.