Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Page 22

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1968, Page 22
lit með því, að ekkert misferli eigi sér stað. Papúar stunda mjög kaffirækt, og eitt stærsta framleiðslufélagið mynda ellefu þúsund kaffibænd- ur. Þeir flytja kaffi sitt í stóra verksmiðju, líkt og sunnlenzkir bændur senda mjólkina í Flóabú- ið, og þar er það hreinsað. Þar standa fjórtán fimtán ára gamlar stúlkur allsnaktar í löngum röð- um við færibönd og tína úr illa lagðar, mislitar eða laskaðar baun- ir. Yfir þeim vaka rosknar og ráð- settar konur með mittisband og hnésíðar skýlur að framan og aft- an — í senn verkstjórar og eftir- litsmenn. Stúlkurnar eru úr þorp- unum í grennd, dætur samvinnu- bændanna, og vinnur hver hópur mánaðartíma í senn í verksmiðj- unni. Þá kemur nýr flokkur stúlkna, en hinar. sem fyrir voru, snúa heim í þorp sitt. Allar eru þessar kaffihreins- unarstúlkur með rautt strik þvert um ennið eyrna á milli. Það er tákn þess, að þær séu komnar á giftingaraldur. Þarna gefst þeim tækifæri til þess áð sýna sig fleiri mönnum en þeim, sem búa í þorp- inu þeirra, enda ber oft við. að ungir bændur eða bændasjmir, sem koma með kaffi í verksmiðjuna, festa augu á stúlku, sem þeim virð- ist vel. En hjúskapurinn er tals- verðum annmörkum háður í þessu landi, því brúðkaupið kostar sem svarar kaupi ungs manns í tvö ár. í fyrsta lagi verður að leggja fram sem svarar um prjú þúsund krón- um í reiðufé. Þar næst kemur perlumóðurskraut, sem kostar um það bil þrettán þúsund krónur. Við þetta verður að bæta fimm svínum, sem étin eru i brúðkaups- 'veizlunni, og þrem grisum, sem foreldrar brúðarinnar fá. Þetta samsvarar tekjum ungs manns í tvö ár. Og þá er eftir að koma undir sig fótunum við búskapinn. Sú er þó bót í máli, að allir ætt- ingjar, náskyldir sem fjarskyldir, telja sér skylt að leggja nokkuð að mörkum, annað hvort peninga eða matvæli. Þetta er eins konar sam- hjálp við dýrt fyrirtæki, og eng- um dettur í hug að skerast úr leik, enda vita allir, að þeirra böm munu njóta sömu'fyrirgreiðslu. þegar þar að kemur. Kaffisamlagið, er hér hefur ver- ið sagt frá, hóf starfsemi sína ár- ið 1960. Það er inni í fjallabyggð- um, þar sem Papúar höfðu þegar hafið allmikla kaffirækt að for- dæmi hvítra bænda, sem þar hafa setzt að. Kaffirækt stórjókst jafn- skjótt og samlagið var stofnað. Það borgaði papúsku bændunum þegar við móttöku mun hærra verð fyrir kaffið en þeir höfðu átt að venjast, og þegar reikningar voru gerðir upp, kom á daginn, að þeir báru tvöfalt meira úr býtum en áður hafði verið. En ekki eru allir Papúar kaffi- bændur. Skógarhögg er mikið stundað, og skógarhöggsmennimir hafa stofnað sögunarmyllur með dreypistöðvum til fúavarnar og öðrum nýtízkulegum útbúnaði. Viðurinn selst greiðlega, því að mikið er byggt af húsum í Port Moresby. Sögunarmyllumar eru við stærstu fljótin, því að eftir þeim er greið leið til hafnar. Og í ná- grenni við viðarsamlögin eru stundum önnur samlög, sem vart munu eiga sinn líka innan sam- vinnuhreyfingarinnar. f fljótunum eru krókódílar, og margir Papúar stunda krókódílaveiðar. Það eru skinnin, sem sótzt er eftir, og veiðimennimir salta þau og flytja þau síðan í samlagið til sútunar. Aðrir rækta kókóshnetur og eru i kókóssamlögum. í kaupfélagsbúðum Papúa er það föst regla, að allar vörur eru borgaðar við móttöku. Jafnframt skrifar afgreiðslumaðurinn nótu, sem hann hengir síðan á nagla i búðarveggnum. Hver einasti við- skiptamaður á þar sinn nagla, og þegar árið er liðið, og að þvi kemur að úthluta arði, ef einhver er, eru nóturnar teknar af nöglun- um og lagðar saman. Þetta kvað vera ákaflega einfalt og kostnaðar- lítið fyrirkomulag. En af því veit- ir ekki, því að kaupfélagsmennirn- ir eiga í harðri samkeppni við kin- verska kaupmenn, sem ekki eru neitt blávatn. Það er sögð merkileg saga, er gerzt hefur meðal Papúa á fáum árum. Alþjóðavinumálastofn- in í Genf hefur sent fulltrúa sinn til Nýju-Gíneu til þess að sjá með Lausn 29. krossgátu eigin augum, hvernig þjóðflokkur, sem fyrir skemmstu lifði fornfá- legu villimannalífi, hefur tekið því- líkum stakkaskiptum. Hann sagði við heimkomuna, að hann hefði ekki annars staðar austur þar séð efnilegri samvinnufélög. Hann spáði því, að samvinnuhreyfing Papúa myndi innan fárra ára frem- ur eiga að senda öðrum ráðgjafa og leiðbeiningar en að fá þá til sín. Ástamál Rannveigar á Felli 1 Framhald af 715. sí3u. Munnmælasaga er til um það, að einu sinni, er Rannveig var á gangi inn með Fellsfjalli, hafi hún fallið í jökulsprungu. Þó að sprung an væri ekki djúp, var hvergi fær uppgönguleið. Rannveig bar á sér hnífgrélu og tók það til ráðs að rista þrep í jökulvegginn. Var Mn að, unz henni tókst aö skreiðast upp úr jökulgjánni. Þannig var lífssaga Rannveigar á Felli. Hún gætti sín ekki alltaf sem skyldi og hrasaði. En prek og viljakraftur var óbugandi á hverju sem gekk. Og hun hélt reisn sinni. ★ w \\ \ \ \ \ R \ \ \ ■* H E K S K ó »r s \ ó C> 7í M \ L E s T Vþ D \ fí R E I T fl] i \S fl K N I N 6 ft R \H \ L ft N D I \ T \ 5 \ \ \l t ú S l \ 8 1 N N n M fl' L L E J T S I \ R L \ K E R \ i J 6 E ,\ & ft S fl \ 0 K )‘ \ F ó N \! ^ E R K fl Ð \ N T N \ A D \ S1 rR Ú T \ U N n \ N B R U S T t \\ N fí F K fí I 1. \ * K J ó í 11 \ R fl M L I V \ K fi' R N S N I \ L H 0 N I L Xi fl fl C N H fí L D I V \ 6 \ r y K R F E R D I N ft b ft s L \ 1 - 1 T \ 6 S í \ I H \ M ft J fí s S T 6 M fí T \ f? Ð Ú \ H K fl S U \ P S T fl L fi 6 H R fí P \í > N E R T \ K fl R \ 3 6 H fl N t 4 E s K J fl R V a|l 718 IlniNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.