Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Blaðsíða 4
Englalíf á
miðöldum
Fyrri kona Adams
og legíónir Lúsifers
Réttlátir englar á flugi og fallnir englar I kös iörðu neðar. Franskt
málverk frá tólftu öld.
Öll höfum við margsinnis heyrt
talað um hinar himnesku hersveit-
ir, herskara engla, sem svifa um
í hvítum klæðum. „Þig lofi allur
'englaher, alheimsverndarinn blíði“
'segir í sálminum. Það kemur okk-
'ur því ekki sérlega á óvænt, þótt
•við rekumst á það, að á fjórtándu
öld, þegar menn gerðu sér mjög
far um að kasta tölu á englana,
var svo talið af þeim, er næst þótt-
ust fara hinu rétta, að þeir væru
1301.655.722. Nú var svo, að á eiinu
skeiði tilveru sinnar var englun-
um nokkuð hrasgjarnt, og árið
1273 reiknaðist kardínálanum í
ÍTusculum svo til, að fallnir engl-
ar væru 133.306.668. Hér ber að
vísu nokkuð á milli, því að það
! var priðjungur englanna, sem féll.
;En menn höfðu ekki neinar tölv-
i ur til þess að létta sér flókin reikn-
ing á dögum samtíðarmanna Giss-
urar jarls og Kolbeins Auðkýlings,
svo það er nokkurt vorkunnarmál,
• þótt minni háttar villur kunni að
hafa slæðzt í slíkt englatal.
; Öllum er vitanlegt, að margoft
; er getið engla í ritningunni. Þó eru
| þar einungis þrír nefndir með
nafni: Erkienglarnir Gabríel, Mík-
ael og Rafael. En annars staðar er
. að finna nöfn mörg þúsund engla
; — jafnt í ritum kristinna manna,
. Gyðinga og Múhameðstrúarmanna,
! sem ritum af persneskum og babý-
; lonskum uppruna. Orðið engill er
i runnið af heitinu angiras í fornri
; sanskrít, og til Hebrea bárust hug-
myndirnar um englana frá Persáu
j og Babýlon. Þannig eru bæði Mík-
ael og Gabríel kynjaðir úr guð-
fræði Babýloníumanna. Gabríel er
einna frægastur engla, því^að hana
i 724
bar mönnum orðsendingar og for-
sagnir guðs eins og kunnugt er af
ritningunni, og hann sagði Mú-
hameð fyrir hina helgu skrift, er
hann setti saman, kóraninn.
Nálega jafntiltæk eru okkur þó
nöfn tveggja annarra engla, sem að
vísu er ekki getið að góðu. Annar
þeirra er Lúsifer, ljósberinn, sem
var erkiengill í öndverðu, en stóð
fyrir hinni örlagaríku englaupp-
reisn, er svo lauk, að honum og
liðskosti hans öllum var steypt
niður í undirheimana, líkt og her-
foringjastjórnin gríska sendir sitt
óaldarfólk til eyjarinnar Jarosar.
Þar gerðist Lúsifer höfðingi mikill
svo sem alkunna er, því að hann
er enginn annar en djöfullinn
sjálfur. Aftur á móti gerum við
okkur ekki nema að hálfu leyti
grein fyrir stöðu hins engilsins,
sem mjög er tóðnefndur. Það er
Mammon, sem nú er einungis tal-
inn átrúnaðargoð þeirra, sem orð-
aðir eru við auragirnd, en var þó
i öndverðu ein hinna svifléttu,
himnesku vera, en seinna ámbassa-
dor helvitis i Englandi (og varð
að sögn talsvert ágengt í embætt-
inu).
Sú er hugmynd okkar um engla,
að þeir líkist mjög hraustum og
holdugum börnum með rjóðar
eplakinnar, klæðist síðum, hvítum
kyrtlum og svifi um á svanavængj
um, syngjandi og þeytandi langa
lúðra. Þessa hugmynd höfum við
fengið frá myndagerðarmönnum
miðalda, meðal annars frá stór-
meisturum eins og Rafael, er mál-
aði margt þvílíkra englabarna, og
kirkjufélög ýms og trúflokkar
margir hafa dyggilega staðfest með
okkur þessa hugmynd um vaxtar-
lag og ástand engla méð litríkum
myndum, sem börnunum eru gefn-
ar á samkomum og í skólum.
En hæpið er að treysta því, að
englahjörðin sé öll skipuð gullin-
hærðu, oföldu ungviði, sem allt er
nauðalikt hvað öðru. í himnaför
sinni sá Múhameð til dæmis engil
með sjötíu púsund höfuð, og voru
á hverju höfði hans sjötíu þúsund
munnar, sjötíu þúsund tungur í
hverjum munni og gat hver tunga
talað sjötíu þúsund tungumál. Eng-
T í M I N N — SUNNGDAGSBLAÐ