Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Page 7

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Page 7
Hösknldur Einarsson: HausMsur Bliknar fjóla, fölnar rós, fugli deprast söngur. Húmar á kvöldin, kveikt er ljós, komið undir göngur. Lítil vísa, ein og ein, áður vakti gaman. Bætti heldur mannleg mein meðan við náðum saman. Þið eruð farnir fleiri en einn fram til heljardala, Fullhugi og Frækinn sveinn fjallkóngar að smala. í,slenzk fjöll með afdölum áttu tröll f sögum. Gripu öll úr göngunum glaum af snjöllum bögum. Þátttökuna þó mér banni þrengdir staðhættir, gleymast ekki gömlum manni gangnadagarnir. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ Undur lítið yljar bezt, illa þegar gengur. Eg hef beizli upp í hest átt síðan ég var drengur. Löngum hefur leitað mín, Ijúf í minningunum, hrein og fögur fjallasýn frammi á öræfunum. Gamla svipu og gangnahnakk geymi ég í skoti. Yndisfríðum ái blakk oft í hugans koti. Runnar bærast ótt við jörð, roði hlær á f jallakömbum. Hreinn er blær á bjartri hjörð, bústnar ær með tveimur lömibum. Dreymir, þegar dimmir nótt, dali, fjöll og heiðar. Tel mig hafa tekið og sótt tvo eða þrjá til reiðar. Geðs í þrifum gangnamenn glaðir lifi réttardaginn. Létt í svifum lánið enn lengi tifi þeim í haginn. Heyri fara hófa í grjóti, hækka sé ég land. Fjallagolu finn á móti, fram við hraun og sand. Áttin svöl, ég held, að hún hafi kvöl mér búna. Það hefur föl á fjallsins brún fallið tölvert núna. 727

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.