Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Síða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Síða 14
vör sunnanvert á eynni, þar sem heitir Sandur og oft er lenit. Gæti þá vitavörðurinn og aðrir, sem þurfa að lenda í Höskuldsey, val- ið um tvær lendingar eftir áttum og sjávarföllum. — Lending á Sandinum gæfist varla verr en Vogurinn sem margan hefur drep- ið. Óðum líður á- daginn. Um mið- aftansleytið kom Jónas framan af miðunum með rýran hlut. — Einhvern tíma hefurðu fleytt meiri afla að landi í Höskuldsey, sagði ég við hann í lendingunni. — Já, blessaður vertu. Það er enginn fiskur hérna í Álkantinum núna. Þetta er varla einu sinni í kjaftinn á stráknum, sagði hann. Og ráðskonan keypti allan afl- ann í svanginn á sínum rösku strákum. Og svo fórum við að litast um á þessu litla eylandi. Höskuldsey er ein af suðureyj- um Breiðafjarðar, um 8 sjómílur 1 vesturátt frá Stykkishólmi og 4— 5 sjómílur í hánorður frá Bjam- arhafnarfjalli í Helgafellssveit, og því álíka utarlega á firðinum og Oddbjarnársker sem er langt norð- ur á firði og telst til Vestureyja. Eyjarnar á Breiðafirði eru flest- ar lengri frá austri til vesturs en suðri til norðurs og flestar hærri að norðanverðu. Höskuldsey er dá- lítið öðruvísi farið. Hún er að vísu örlítið hærri að norðanverðu, en mun mælast lengri frá norðri til suðurs en austri til vesturs. Ann- ars er hún um flæðar, þegar tang- ar og flúðir vestur af henni, sem mynda voginn, eru komnir í kaf. eins og brot úr hring. Hún er marflöt, lág úr sjó, sviplitil og ein sú allra minnsta sem byggð hefur verið. Oddbjarnarsker eitt er minna, af þeim eyjurn sem menn hafa dvalizt í við sjósókn og veiði- skap. En ekki er vitað til, að þar hafi nokkru sinni verið búið um ársins hring. En þó að Höskulds- ey sé flöt, dregur samt til hóla á henni vestanverðri, og verða sum- ir nefndir síðar. En líklega eru þessar hólamyndanir ekki annað en sokknar og uppgrónar verbúða- tóftir og safnhaugaleifar, þó aldrei hafi þ-að verið rannsakað. Ekki fara sagnir af eldri ver- stöð í Breiðafirði en Höskuldsey, nema ef til vill Bjarneyjum. Verð- ur því að fara um verstöðina og útgerð þaðan nokkrum orðum. En mjög verður stiklað á stóru, enda sú saga nokkuð óljós á köflum og verður að geta í eyðurnar. Fram eftir öldum er helzt getið þaðari bátstapa og slysfara — í fornsög- um, annálum - og bréfum — bæði í lendingunni og á miðum úti. Er sú slysasaga í fullu samræmi við það, sem annars staðar gerðist á sama tíma. Kunnust og elzt er sagan af Þorsteini þorskabít bónda á Helga- felli. Hann „var mikill aðdrátta- maður og var jafnan í fiskiróðr- um“ segir Eyrbyggja En kapp er bezt með forsjá. og drukknaði Þor- steinn í fiskiróðri frá Höskuldsey á fyrri hluta 10. aldar, og gekk beint úr sjónum inn í fögnuð í Helgafelli, að sögn smalamanns sem á þann atburð horfði. Smalar á íslandi hafa ævinlega verið allra manna eftirtektasamastir og glögg- ir á fyrirburði, svo ekki þarf að efa þessa sögu. En síðast fórst þar í lendingunni Bjarni formaður Ejarnason, ásamt þremur sonum sínum, haustið 1916. Hann var að koma úr beitufjöru. Árni Magnússon og Páll Vídalín geta Höskuldseyjar að nokkru í Jarðabók sinni 1702. Þeir telja, að 12—14 verbúðir hangi þar uppi. Hétu þær ýmsum nöfnum, eins og títt var á þeim árum um sjóbúðir í verstöðvum, aðrar voru kennd- ar við formennj er lengi höfðu í þeim búið, en flestar við jarðir á landi og byggðar eyjar, er hrófl- að höfðu þar upp búðum og skips- uppsátur áttu í Höskuldsey, af fornum máldögum og bréfum. Má fara nærri um, hversu reisulegir þeir kofar hafa verið, þai*. sem aðstaðan til húsagerðar var með þeim hætti, að allt þurfti að sækja til lands nema steinana í fjörunni. Eðlilega vildu menn ekki eyða hinu litla graslendi eyjarinnar í húsatorf og veggjahnaus. — Allir voru kofarnir fuílir af fólki, kon- um og körlum á bezta aldri, far- lama gamalmennum og börnum. Alls voru þá 50 heimilisfastar manneskjur í eyjunni, og sjálfsagt hefur verið þar helmingi fleira fólk á aðalvertíðum haust og vor. Þétt var þá setið við ætið í Breiða- fjarðareyjum, enda lítið til að borða víða inn til dala. Jarðabókin lætur liggja að því, að útræði sé frá Höskuldsey allt árið. Virðist svo, sem fiskur hafi haldizt lengur fram eftir öldum í námunda við Höskuldsey að vetr- inum en Vestureyjar, t.d. Odd- bjarnarsker og Bjarneyjar. Enda er stutt úr Höskuldsey í Höskulds- eyjarálinn, sem er eins konar út- skot úr Kolluál, og mun vetrar- fiskurinn hafa verið sóttur þang- að. Segir og séra Jón Guðmunds- son á Helgafelli í sóknarlýsingu rúriiri öld seinna (1842):) í Hösk- uldsey er útræði nema um hávet- urinn. Hélzt svo jafnan meðan út- ræði var í Höskuldsey. — Árið 1911, þegar Páll Guðmunds son, faðir Jónasar leiðsögumanns míps, fór að búa í Höskuldsey, héngu þar enn uppi átta verbúðir, og voru skipshafnir í þeim öllum haust og vor. Jónas man vel eftir þeim búðum. Ekki voru það ýkja reisuleg hús né vistleg — var þó talið, að þau hefðu verið mun verri áður, Allar voru þar búðir reftar upp frá veggjunum á mæni- ás, sem lá á göflunum, og voru víðast ein eða tvær stoðir úr gólfi upp undir ásinn, svo að hann ekki svignaði um of eða brotnaði und- an þringa Joaksins. Ekki gat meðal- maður staðið uppréttur í þessum búðum nema rétt undir mæniásn- um á miðju gólfi. Moldareólf var í þeim öllum. Og innst, fyrir þver- um gafli, var hlaðinn bálkur úr grjóti. Á hann var breitt þurrt þang í upphafi hverrar vertíðar, og þar sváfu vermenn um nætur, allir í einu fleti og breiddu á sig brekán eða sængur. f þessari vist- arveru voru líka öll matföng geymd og eldaður maturinn, beitt- ár lóðirnar með krækling, sem sækja varð til lands eða næstu eyj ar, því ekki var um slík hlunnindi að ræða í Höskuldsey Verbúðirnar stóðu allar upp frá lendingunni á vesturhluta eyjar- innar. Hjallarnir flestir norður af þeim allt norður á Brimnes, sem er nyrzti hluti eyjarinnar. Meðan fleiri búðir voru í Höskuldsey, mun þeim hafa verið raðað sunnanverðu við Voginn, alla leið út á Kóra og kringum hann. Vogurinn var lífæð Höskuldseyj ar. Á honum byggðist allt útræði og tilvera manna í Höskuldsey, a.m.k. þangað til að vitinn var byggður þar. Verður þvi enn að fara um hann nokkrum orðum. Þarna er þó um engan vog að ræða í venjulegri merkingu þess orðs, nema þegar sérstaklega stendur á sjó. Um snfastrauma mun vera í honum dágóð og örugg lending, 734 X f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.