Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1968, Page 21
ó Grímsstöðum. Ef til vill er hann
pióðuríbróðir hennar, en að öðrum
jkosti frændi hennar. Hann liðsinn-
ír henni, en gerir ekki skyldu
sína að snúa henni við. Snjófríður
fer með hans fuiltingi í Möðrudal.
Þar er séra Bjarni Jónsson enn
prestur. Hann átti fyrst Irigibjörgu,
aðra, dóttur séra Gunnlaugs Sölva
sonar, og nú á hann Ragnhildi
Bergþórsdóttur, en móðir hennar
er Ragnhildur Ásmundsdóttir
blinda á Hrafnabjörgum í Hlíð,
Ólafssonar prests og skálds á Sauða
nesi, Guðmundssonar. Hún er
frænka Snjófríðar, og séra Bjarni
hirðir ekki um húsagann, heldur
hjálpar þessari stúlku ofan á Jök-
uldal. Þar búa dáðadrengir að
venju, komnir út af Þorsteini jökli,
og eru „kaldir karlar.“ Þorsteinn
Magnússon, nágranni séra Bjarna á
Kjólsstöðum í Möðrudal 1703, býr
þá á Eiríksstöðum eða Hákonar-
stöðum. Ragnhildur, dóttir hans,
gamla Eiðanafnið, er þó orðin hús-
freyja á Brú. Snjófríði brestur
ekki liðsemd þarna á stroki sínu,
enginn heftir för hennar, enda er
þetta létteyg stúlka, dristug og
forsug, sem líklega þýðir skapstór
og karlmannsígildi. Og nú strýkur
Snjófríður austur yfir Fljótsdals-
heiði. Ekki verður nú bent á
frændur hennar eða tengdamenn
í Fljótsdal, en Þorsteinn Magnús-
son og Guðrún, kona hans, Guð-
mundsdóttir, eiga þar frændur.
Og Snjófríður strýkur austur yfir
Hallormsstaðarháls og er komin
heim í Skriðdal.
Nú verður Snjófríði allt til bjarg
«r. Þeir mega auglýsa eftir henni
á allþingi upp á það, að Skriðdalur
verndar sína Snjófríði. Sýslumað-
ur er Bessi Guðmundsson og sit-
ur á Skriðuklaustri. Faðir hans,
Guðmundur Bessason á Melrakka-
nesi, er eflaust frændi hennar,
niðji Þorláks prests í Eydölum,
ívarssonar, er var faðir Snjófríð-
ar í Möðrudal, formóður Snjófríðar
Magnúsdóttur. Presturinn í Þing-
múla er hóskólalærður, séra Eirík-
Ur, sonur Sölva i Hjarðarhaga,
Gunnlaugssonar er fyrr gat. Ingi-
björg, systir hans, er gift í annað
sinn, Sveini Sveinsyni, og býr á
Borg. Og á Borg býr Eyjólfur
Jónsson, sá sem bjó á Eiríksstöð-
um á Jökuldal 1703. Kona hans
heitir Guðrún Magnúsdóttir, og af
því að Eyjólfur fer af Dal, áreiðan-
lega ættarslóðum, í Skriðdal, hafa
mönnum fundizt líkur fyrír því,
að þessi Guðrún, sé dóttir Magn-
úsar í Geitdal, Snjólfssonar.
Kannski er hún systir Snjófríðar.
Þó varla, líklega föðursystir henn-
ar.
Nú er Snjófríður tuttugu og níu
ára gömul eftir skráðum aldri 1703
sennilega ofháum. Þá er þarna í
dalnum tuttugu og sex ára gamall
maður, Árni Jónsson, sonur Ingi-
bjargar Sölvadóttur, og ég tel hik-
laust bróðursonur Eyjólfs á Borg.
Það líða tvö ár. Þá ræðst Árni í
það að kvænast þessari „karlmann-
Iegu“ stúlku, létteygðri, það er að
segja léttri undir brún eins og
Sigrún, en bólugrafinni eftir fjár
ans bóluna 1708. Þau eru brátt
kennd við búskap í Geitdal, og
ekki þarf að taka það fram, að
aldrei spyrzt til þeirra í Axarfirði
með klögumál.
Það er friðsælt í Geitdal. Þarna
í Geitdal fæðast börn þeirra, Ólöf,
sem fyrr segir, er varð kona Jóns
pamfíls og eru niðjarnir eins og
sandur á sævarströnd og ættar-
einkenni mjög gáfur og snilli, fyr-
ir utan karlmennsku, sem er sjálf-
„Húsið bakvið húsiny/
Framhald af bls. 731
hann að vera alveg rólegan, og
það var hann líka. Þegar maður
horfist í augu við mikla hættu er
eins og færist yfir mann undarleg
ró, hjartslátturinn jafnast og mað-
ur gengur beint að því að bjarga
sér.“
í Þingvallasveit fór Ólafur oft,
ýmist úr Hvalfjarðarbotni, yfir
Leggjabrjót, eða úr Lundarreykja-
dal. Einu sinni ætlaði hann suður 1
Lundarreykjadal og áfram til Þing
valla frá Augastöðum í Hálsasveit,
í hríðarveðri, en þegar hann kom
upp undir Okið fór að birta, svo
hann hélt bezt að fara bara beint
af augum, hallaði sér austuileið-
ina og komst seint um kváldið
niður að Hrauntúni í Þingialla-
sveit.
Það er ekiki furða, þótt þetta
aldna gönguspjót sé orðið þreytt í
fótunum. Annars segir hann, að
þáð hafi verið steypuvinna hér í
Reykjavík, sem fór verst með hann.
„Þá voru firna erfiðar skorpur,
þrjá fjóra daga og langt aðgerða-
Ieysi á milli.“
Stundum var lítið um vinnu á
kreppuárunum, en Ólafi og Fann-
eyju lagðist alltaf eitthvað til. Og
varla verður ágirndin þeim að
sögð. Næst var Sólrún, en frá
henni sagði ég allmikið í skraf-
inu við Sigstein, áður nefndu. Þá
var Gunnlaugur, sem drepinn var
í Hrafnkelsdal 1749 tuttugu og
fimm ára gamall, mikið karlmenni.
Og svo hét dóttir þeirra Oddný.
Það er eflaust Oddný Árnadóttir,
móðir Asmundar Ásmundssonar,
er var faðir Oddnýjar móður Guð
Jaugar, móður Einars H. Kvarans,
seinni kona Eyjólfs Jónssonar,
Jónssonar pamfíls. Hefur hún sjálf
sagt verið frænka Eyjólfs. Ekki er
vitað um fleiri börn Árna og Snjó-
fríðar, og urðu þau bæði vel öldr-
uð. Varð Árni úti, er hann var
nær sjötugsaldri. Átti hann þá
heima í Geitdal, en þar bjó þá
Sólrún dóttir hans.
Læt ég hér Við lynda. Þetta er
sagan af karlmannlegu, létteygu,
skapstóru, bólugröfnu stúlkunni,
sem fór yfir fjöllin þau sjö, eins
og Mjallhvít, og getur nú birzt
niðjum sínum, sandmörgum, í lýs-
ingu landsins mestu manna, stað-
festri á bók.
banameini. Þau segja mér söguna
af Kristínu lækni.
Kristín hafði verið kölluð í hús
til'fátækrar margra barna móður,
þar sem veikindi voru. Þegar hún
hefur lokið vitjuninni og er á för-
um, vill konan borga henni, eins
og venja er. En læknirinn vill
ekkert taka fyrir: „Ég hef ekki
fengið neitt plagg upp á, að ég fái
aurana yfirfærða í Himnaríki.“
Þetta finnst okkur öllum prýði-
leg saga.
Svo fáum við okkur tíu dropa,
rétt í lokin, því nú er ýsan soðin.
Og gömlu hjónin hrista höfuðið
yfir fréttum blaðanna. „Það er allt
að ganga af göflunum“, segja þau.“
Jarðskjálftar, stríð, hungursneyð,
sprengjur, skriðdrekar í Prag og
krónan fallin!
„Það er kappið eftir krónunum,
sem gerir fólkið vitlaust," segir
Fanney. „Og sjáið nú, hvað traust-
ar þær eru.“
„Og trúleysið“, botnar Ólafur.
„Guð lætur ekki að sér hæða.“
Litla stofan þeirra er veröld, þar
sem illar fréttir hljóma eins og
skröksögur, enda segir gamall
kunningi þeirra:
„Ef allir væru eins sáttir og sam-
lyndir og þau Ólafur og Fanney,
væri öðru vísi um að litast í heim-
inum!“ Inga.
T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
741