Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Síða 5
pr fcomiÖ‘!. 9em sýslumaður hefur lón Thoroddsen vafalitið þurft víft* *6 fara á yfírrelðum aínum, bœði feínt að kvöldi að’a snamma morg- ; ýns, og þvðtr fíantifts HaMein afcki þanníg kvæðí Draölimannsí „Oft um ljúifar, Ijósar sumarnætur, |aeðist kivæðið fram í skáldsins 6nd“. Enda mun það orð að sönnu. Eftir að hafa marglesið hina litlu ferðasögu Jóns Thoroddsens, hef ég alllengi hugsað til annarar lítiU- ar ferðasögu. Sú ferð var farin fyr- ir fullurn fjörutíu árum á albjartri snemmsumarsnóttu. Ég játa fús- lega, hvað þessar tvær litlu ferða- sögur snertir. mun þar allólíku saman að jafna. Sú eldri var farin að haustlagi, sú síðari heiðbjarta snemmsumarnótt. Þó vill svo tiíl, að nokkuð eiga þær sameiginlegt, í eldri sögunni eru tveir menn á ferð. annar iærður embættisrnað- ur og stórskáld, en ég var einn nieð hest minn að félága. Hafði ég því aðeins hann til að tala við, og svo náttúruna. og var í hvorugu til- fellinu í kot vísað. Svo er ég hvorki skáld né embættismaður. heldur bóndi — ólærður. Ferð þessa fór ég að liðnum far- dögum árið 1928. Ég lagði upp frá Hafnarfirði, einhesta sem fyrr seg- ir, á hina ævafornu, fjölförnu leið milli Selvogssveitar og Hafnarfjarð ar, sem liggur um þveran Reykja- nesskagann nyrzt. Yfir fjallið er farið norðan Lönguhlíðar um skarð, er Kerlingarskarð heitir, og er á hinni görnlu Grindskaðaleið. Mín ferð var gerð til Herdísarvík- ur, sem er vestust jörð í Selvogi. og þar með í Árnessýslu. við sjó fram. Það Kerlingarskarð. sem „Lítil ferðasaga“ getur um, er á Snæ- fellsnesfjallgarði miðjum, eða sem næst því. í Kerlingarskarðs- nafninu felst ein'kum hinn litli skyldleiki með þessiun t'veim ferða sögum. Þetta er skemmtileg til- viljun. að leið þeirra þriggja manna, sem frásögurnar greina frá, liggja um fjallaskörð, sem bera sama fáheyrða örnefnið, Kerl- ingarskarð, og þótt fjallgarðarnir séu allólíkir, eru báðir kenndir við nes, Þó er ekkert, sem tengir þessa fjallgarða saman. En í sínum víða faðmi halda þessir miklu armar hinni miklu gullkistu, Faxaflóa, á hverrar gull mennirnir virðast liafa verið fulldjarftækir nú á seinni tímum. Mér finnst það líka skemmtileg titviljun, að þessi mín ftlHINN — SUNMJÐAGSBLAÐ forðasaga skulí vera að fullu skrif- Uð og frágengin, fjörutlu át'um eft- ir að hún var farin — á árinu 1968, þegar vera mun rétt eitt hundrað ár frá dánarári höfundar hinnar litlu ferðasögunnar, skálds- ins Jóns Thoroddsens. Svo sem fyrr segir var eini fé- lagi minn í þessari ferð hesturinn sem ég sat á, Staðar-Rauður, feng- inn frá Staðarstað þá fyrir fáum árum. Ekki var Rauður minn neinn gæðingur. en léttur var hann og þægilegur ásetu, mjög góður ferðahestur, traustur og hraustur, svo að érfitt held ég hefði verið að ofbjóða honum. Þess utan var Rauður fallegur og vel vaxinn. K-lukkan tíu að kvöldi lagði ég af stað frá Hafnarfirði, austur yfir fjall. Veðrið var unaðslegt, logn og ekki skýskaf á himni. Á ferð minni hafði ég hinn gamla og sjálfságða máta. að fará hægt til að. bvrja méð, aðeins ferðamannag-utl. en þess á milli lét ég kasta toppi. All- Iangur aðdragandi er frá Hafnar- firði upp að fjalli, allt heldur á fótinn, en hvergi bratt. Mö-rg k-ennileiti eru á þessari leið, sem bera sit-t nafn, og nefni ég hér þau helztu: Iíelgadalur, og er talið að þar hafi verið bvggð að fornu, og sjást þar enn nistir nokkrar, þar suður af er hið tigulega Helgafell, Valhnjúk, Mygludalir og þar vest- ur af Búrfell, sem ein-h-vern tíma he-fur gosið miklu hraungosi, þar nokkru austar Húsfell, stórt og ábúðarmikið. Allt þetta nefnda svæði má heita, að hafi verið mínar æsku- og ungdómsheimahagar. Ég gat því vel raulað fyrir munni mér hina fornu vísu: Þessar klappi-r þekkti ég fyrr, þegar ég var ungur . . . Úr Mygludölum liggur leiðin upp á hraunið, sem er hluti hins úfna og illfæra Húsfellsbruna. í Mygludölum voru margir vanir að á smá stund, einkum á austurleið. þar eð þarna er síðasta grænlendi nálægt vegi, þar til kemur langt austur á fjall. Snertispöl upp í hrauninu eru Kaplatór, en til forna nefndar Strandartorfur. Þar átti Strandarkirkja í Selvogi skógarhögg, en nú sést þar engin Iirísla. Á miðnætti var ég kominn all- hátt í fjallið, þar sem gra3i gróin hvilft er inn í efsta hluta þess. í hvilft þessari fóru lausríðandi oft af baki, einkum á aústur- Á siðari helmingi nítjándu aldar var byggt þarna ofurlitið sæluihús. Kofa þann lét bygg-ja W. G. Spencer Paterson, skozkur mað- u-r, forstjóri brennisteinsvinnslun- ar í Krýsuvík og Brennisteinsfjöll- um. Brennisteinninn var fluttur á hestum til Hafnarfjarðar frá báð- u-m þessum stöðtim, og lá Brenni- steinsfjal-laleiðin vestur yfir Kerl- ingarskarð. í áðurnefndri hvilft var eins konar umhleðslustöð. Til þessara flutninga þurfti fjölda hesta, og mun Paterson ha-fa haft nær sjötiu, og sagðist hann vera mesti lestamaður íslands. Frá Brennisteinsfjöllum var brenni- steinninn seifluttur þannig, að lest að austan fór ekki lengra en ofan fyrir skarðið í hvilft þá, sem -hér er nefnd, og sú, sem frá Hafnar- : firði ko-fn, stanzaði einnig þarha. Svo var skipt -um farangur. þanrtig að önnur lestin tók taagga hinnar og fór sína leið aftur til baka. Sælu- húskofann lét Paterson byggja sem afdrep handa lestamönnum og far- angri, ef bíða þurfti eftir annarri hvorri lestinni. Uppruni þessa litla sæluhúss, hei-d ég, að fæstu-m Sel- voga-manna hafi verið kunnur. að hálfri öld iiðinni frá tilkomu þess. Svona gley-mast á stundum. atvik og hlutir undrafljótt. í þessu tilfelli gat ég, nýkominn í hreppinn frætt þá um þetía. Ég vék Rauð í hvilftina, út af götunni iítið eitt til vinstri, að litlu tóftinni, sem enn var all- stæðileg, teymdi hann upp í hrelck- una, spretti af hnakk og beizli. lét vel að Rauði og sagði við hann, að nú skyldi hann blása mæðinni, því „við eigum brekku eftir, hún er há“. Nú var lægst stund nætur, þeg- ar náttúran tekur að mestu á sig náðir litla stund — enginn and- blær, ekkert hljóð. Og einmana ferðalangur hefur heldur ekki hátt u-m sig. Eina hijóðið, sem ég hevrði, var þegar Rauður minn kiippti grængresið ótt og reglubundið, svo og hinn lági andardráttur náttúr- unnar, sem maður skynjar aðeins, þegar öll önnu-r hljóð þagna. Ég settist með hnakktösku mína frani- an undir öðrum dyrakampinum og fékk mér ofurlítinn miðnæturbita, og Rauður fékk sinn hl-uta. Ég fór að liug-sa um það lí-f og starf, sem hér fór fram fyrir sem næst hálfri öld. Hér heyrðust ekki lengur æða- slög athafnalífsins. Nú blundaði 989

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.