Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Qupperneq 9
Lárus Pálsson íæddist 30. janúar
1842, dó 16. ágúist 1919. Lárús
fæddist á Arnardranga á Síðu í
VesturjSkaftafellssýslu. Foreldrar
hans voru Halldóra G'ísladóttir og
Páll Jónsson, Jónssonar prests á
Kálfafelli í Fljótsíhverfi. Séra Jón
kvæntist 4. október 1781 Guðnýju,
dóttur Jóns Steingrímssonar eld-
prests.
Páll, faðir Lárusar, hafði bjarg-
að fjölda sjómanna af frönskum
fiskiskipu-m. Var hann af 'því til-
efni sæmdur orðu af frönsku
stjórninni. í bréfi frá frönsku
stjúrninni var honum ieyft að fara
fram á vinarbón til stjórnar Frakk-
lands. Skrifaði hann þá franska
prestinum í Landakoti, sem hét
Baudoin. Mæltist hann til þess í
bréfinu til hans, að hann mætti
senda son sinn, Lárus, til Frakk-
lands, til náms þar. — Úr Frakk-
landsför Lárusar varð þó ekki, því
þegar Lárus kom til Reykjavíkur
lagðist hann í taugaveiki og var
rúmfastur í seytján vikur.
Meðan Lárus lá í taugaveikinni
'fékk hann lyf frá smáskammta-
lækni og komst til fullrar heilsu.
Hafði hann þá frekari kynni af
smáskammtalækningum. En til að
igeta komizt verulega niður í þeim
fræðum, þurfti hann að geta lesið
fræðibækur á erlendum málum
um þau efni. Naut hann þá um
hríð tilsagnar í dönsku og þýzku
hjá Eggert Briem, er síðar varð
prestur á Höskuldsstöðum. Leitaði
síðar til séra Arnljóts Ólafssonar
á Bægisá (síðar á Sa-uðanesi). Hann
ráðlagði Lárusi að fara til tengda-
föður síns, séra Þorsteins Pálsson-
ar á Hálsi í Fnjóskadal. Þar mundi
hann fá mun betri fræðslu en hjá
sér. Taldi Lárus það happ fyrir sig
að hafa kynnzt þessum ágætu og
fróðu mönnum.
Tildrögin til þess að Lárus hvarf
frá námi hjá séra Þorsteini á Hálsi,
felur hann þau, að séra Þor-
steinn Einarsson prestur á Kálfa-
felli, frændi hans, óskaði eftir því
að hann kæmi í SkaftafeHssýslu
eystri. Fýlgdi þeirri ósk áskorun
íjölmargra annarra héraðsbúa.
Varð Lárus við þeirri bón.
Um þrítugsaldur fluttist Lárus
ó Vat nsleysust rönd. Segir meðal
annars svo í þáttum af Suðurnesj-
trm eftir Ágúst Guðmundsson í
Ííalakoti:
„Árið 1873 fluttist hingað í sveit
ina Lárus Pálsson, austan úr
Stkaftafellssýislu. ífann var þá ung-
Lárus Pálsson á efri árum meS dannibrogsorSu sína.
ur og stundaði lækningar. Hann
reisti sér loftbyggðan bæ úr
grjóti og sementi, og er það fyrsta
hús úr því efni hér í sveit. Hann
nefndi bæinn Hellur. Ekki bjó
Lárus lengi þar, en keypti jörðina
Innri-Ásláksstaði, byggði sér þar
timburhús, breytti nafni jarðarinn-
ar og kallaði hana Sjónaihól. Því
nafni heldur hún enn í dag, og
er það ein af beztu jörðum sveitar-
Innar . . . Lárus igerði árlega út
eitt skip og bjó vel . . . Heimili
Lárusar var fyrirmynd á marga
vegu, enda var Lárus á marga
lund mjög vel gefinn, gáfaður,
langhygginn, og svo mikill lœkn-
ir, að hann læknaði marga, sem
aðrir mé-rkir iæknar voru fré
gengnir. Hans var líika leitað víðs
vegar að af landinu, því að lækn-
ingar hans voru landsfrægar. Það
var margra manna trú, að hann
höfði yfirnáttúrlegan mátt sem
læknir. —‘ Lárus fluttist til Reykja
víkur rétt fyrir aldamótin 1900. —
Hann var hár vexti, herðamikill,
en holdgrannur, ennið hátt og
hvelft, augabrýr loðnar, augun
smá en lágu djúpt, og nefið hátt.
Hann var síhugsandi og mest um
framtíð konu sinnar og barna, sem
hann réði öliu vel. Hann og fjöl-
skyldu hans var mjög saknað hér
í sveit, að verðleöcum, þvi að mik-
skaði var að missa þá fjölskyldu
r í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
993