Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Qupperneq 11

Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Qupperneq 11
SÆUNN BERGÞÓRS: Spes Hún var ekki einasta falleg — það var eitthivað við hana, ungu stúlkuna, sem koma átti fram í fegurðarsamkeppná báninga á veg- um tízkuverzlunarinnar „Kvarnar- innar“. Ég vissi ekki annað en búið væri að taka myndirnar, og nú var röðin komin að mér að punkta niður nokkur atriði — skóla, áhuga mál, framtíðaráætlanir. — Látum oikkur sjá, sagði ég góðlátlega og settist andspænis henni. — Er það Menntó, Verzló eða kannski fóstruskólinn? — Nei, sagði hún. — Jæja, Kvennó þá eða Kennara- skólinn? — Hvorugt. — Með leyfi, í hvaða skóla stundar ungfrúin þá nám? — Engum. — Ekki gagnifræðaskóla? (Hún var líklega nokkuð ung.) — Ekki lengur, ég er búin með skylduna. — Svo já, og ekki búin að ákveða, hvað tekur við? — Maður veit aldrei. . . — Alveg rétt, auðvibað veit mað- ur aldrei, nú á þessuim tímum — en er ekki eitthvað sérstakt, sem ungfrúin hefur í huga? — Jú, einmitt núna er það söug- ur. — Ja-há, það var gaman að lieyra, músík í blóðinu, nokkur uppáhaldshljóm.sveit, Hlj ómar, Gaukar eða Rolling Stones — nú en ungfrúin syngur máski sjálf með hljómsveit? Hún hló, tennurnar hvítar, í aug- unum seiður, næstum súðrænn hiti. — Þér spurðuð, hvað ég hefði í huga, ég var einmitt að hugsa um Sjaljapín. — Humm, já — svo að ungfrú- in er þá fyrir „klassíkkina“. — Ég hef aðeins yndi af söng, raunverulegum söng. — Ég skil, ég skil, Sjaljapín og svo auðvitað Gíglí og Karúsó, La donna Mobile. — Æ, nei, ekki La donna Mobile. — Ha, jæja, þá striika ég það út — látum okkur sjá. Framtíðaraætl- anir — hyggst ungfrúin sjálf leggja stund á söngnám? — Nei, alls ekki, ég vinn i bóka- verzlun. — Ja-há, þarna kom það, bóka- verzlun, og lest náttúrlega einhver ósköp? — Dálítið. — Það var ljómandi, og hvað vill ungfrúin segja um ungu ská.Jd- in okkar? — Eikkert. — Bara ekkert — al'ls ek'kert, ekki einu sinni um silfurhestinn? — Ég á lifandi hest, sagði hún — en ef ung skáld geta komið silfurhesti úr sporunum, þá er það auðvitað ágætt, eiginlega krafta- verk. — Athyglisvert, vissulega at- hyglisvert, ungfrúin kemst frum- lega að orði, sagði ég. — En hvaða fornkona hefði hún kosið ,ið vera? — Mig hefði ekki langað að vera fornkona, sagði hún, og bað var sem slikju drægi yfir þessi Mið- jarðarhafsaugu, annars svo tær og gullinblá. — En setjum nú svo, gerum okk uir í hugarlund, að ungfrúin hefði verið uppi í söguöld? — Mér geðjast bezt að óþekktri konu á litlu býli, eiginkonu manns, sem ekki var tilneyddur að bera vopn. — En góða ungfrú, það er ekk- ert púður í slíku — þér komið mér í vandræði. — Það var leitt, annars hélt ég, að púður hefði ekki verið notað hér á landi á söguöld. — Nú er ungfrúin að snúa út úr fyrir mér, en getur hún alls ekki hugsað sér að nefna í alvöru ein- hverja mikilsvirta fornkonu? — Fornkonu í alvöru — þetta hljómar eins og grafskrift, sagði hún. — Þær voru þó lifandi. Hvers vegna köllum við þær fornkonur nú? — Timinn, það hljótið þér þó að skilja, góða mín, fornleifafræðin, sögurnar — allt, sem talar máli hins liðna. — Liðna, þá hljótið þér lfka að akilja, < að ef ég vildi vera forn- kona, þá væri ég ekki nérna núna. — Já, en í guðs bænum, ímynd- unaraflið, kæra ungfrú, þér eruð þó varla svo hræðilega raunsæ, að þér getið ekki hugsað yður . .. Enn hló hún: Sjá Tíminn, það er fugl, sem flýgur hratt, hann flýgur máski úr augsýn þér í kveld! — Bíðum við, svo að ungfrúin hefur mætur á ljóðum — það parf ég að skrifa — Ómar, Ómar Ka . . . — Já, því ekki það — stundum hef ég jafnvel leitt að því hugann, hvaða Ijóð hann Þorsteinn dró- mundur hafi sungið svo fagurri röd'du í Miklagarði forðum. — E-há, ungfrúin hefur þá lesið sögurnar eftir allt saman — það var þó óvænt að heyra. — Skyldi keldan annars ekki vera þornuð? sagði hún hugsandi. — Keldan? — Já, sem hann Drómundur bar hana Spes yfir til sællar minningar. — Ja-há, Spes, ljómandi — þér hefðuð kannski viljað vera Spes? — Já, en þá hefði ég ekki verið fornkona. — Hvað segið þér? — Góði maður—kona, sem varð hugfangin af söng og lét bera sig yfir keldu, er sú kona ekki tii enn þann dag í dag? — Ja svo, já — þér lítið svo á . . — Ég lít ekki bara svo eða svo á — ég er lifandi, nú í dag! — Vissulega, vissulega — gneini- legur existensíalismi, það verð ég að skrifa . . . lítur ekki svo eða svo á — er — já, númer hvað eruð þér annars í röðinni? — Ég ere kki númer í neinni röð. — Efcki númer, nú hvað er þetta stúlka, þér hljótið þó að hafa núm- er í fegurðarsamikeppninni. —En ég er ekki í fegurðarsam- keppni, við hverja ætluðuð þér að tala, fornkonu, unga stúlfcu — eða augiýsingu? — En sú ósvífni, auglýsingu, ekki nema það þó — hver var hún eiginlega þessi stúlfcukind? — Ég fékk leyfi. — Leyfi — en þér sögðuzt efcki vera í neinum skóla. — Ég er í 'heiminum, og rvú, ein- mitt nú skil ég sönginn. Framhald á 1006. slðu. f t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 995

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.