Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Side 15
frið til þess að hrygna og annast
hrognin.
Nú — hagnýtingin á aflanum
var sú, að rauðmaginn var reykt-
ur, grásleppan bæði söltuð og
hert, rauðmagah'Veljan súrsuð til
vetrarins, hrognin söltuð til fóður-
bætis handa skepnunum og innvols
kviði og hausa sauð fólk handa
fénaði. Þá voru ósköpin öll af
hirognkelsum seld, sér í lagi til
ísafjarðar.
— Mér er sagt, að þú hafir sótt
þennan veiðiskap fast?
— Ég gerði talsvert að þessu.
Eftir að ég fór að Hóli, lá ég við
hjá vinafólki okkar á Ytri-Veðrará
á vorin. Þar var tvíbýli, og bjuggu
Guðrún Jónsdóttir og Jón Guð-
mundsson á öðrum partinum, en
Guðbjörg Björnsdóttir og Hjálmar
Guðmundsson á hinum. Hjá þessu
góða fólki dvaldist ég á víxl, og
þess má ég minnast með innilegu
þakklæti. Ég var ekki annað en
krakki, um og innan við fermingu,
og þetta fólk var mér eins og
beaiu foreldrar.
— Ég hef heyrt, að þú hafir
koimizt yfir þúsund rauðmaga á
einni fjöru.
— Ellefu hundruð og fjörutíu
rauðmaga fékk ég á einni fjöru.
Þá var báturinn orðinn borðstokka
fullur, svo að ég hefði ékki einu
sinni getað innbyrt meira. En það
stóð sérstaklega á í þetta skipti.
Það var smástreymt, og þá mátti
hyrja fyrr og halda lengur áfram,
alveg fram á flæði, og minni
straumur í álunum en annars var.
Og svo var veðrið gott. Þetta var
sem sagt minn mesti fengur. — Ja,
tvisvar sökk raunar undir mér, en
þá var það grásleppa og talan
lægri — grásleppan er svo stór
og þung. Þetta er þó ekki svo að
skilja, að ég hafi komizt í neinn
háska, því að það gerðist uppi við
land í lok veiðiferða, þegar farið
var að kula á utan eftir kyrra og
aflasæla nótt og lognværan morg-
un. Ég óð bara upp i flæðarmálið.
— Stunda Önfirðingar þessa
veiði enn með sama hætti?
— Jú, það mun vera gert, þótt
minna kveði að því en áður, með-
fraim vegna fólksfæðar á bæjum.
Það er líka til, að menn skreppi
vaðandi út á grynningarnar til
þess að ná sér í soðið. En það er
svo skrítið: Það er eins og veiðin
hafi gengið úr sór síðan minna var
um hana hirt.
— Þetta hefur verið mikið vos?
— Læt ég það vera. Þetta var
allt með góðu geði gert, og hrogn-
keisaveiðin var stunduð, þegar
bezt viðraði. En svo var líka skor-
inn þari og bóluþang handa kún-
um og sett í laupa niðri í flæð-
armálinu. Það er svipað með þar-
ann og annan gróður — hann bíð-
ur af sér veturinn, svona hálft í
dái. Á vorin fór hann að vaxa,
og þá skárum við hann. Túnin
náðu alveg niður á sjávar-
bakka, og það var ekki langt að
fara, og fólk bar iaapana framan
á sér heim í fjós. Þetta gat nátt-
úrlega ekki kallazt bezta vinna,
fólk varð forblautt. En ég held að
enginn hafi kveinkað sér eða bor-
ið sig upp undan því. Og þetta
var góður ábætir í jötuna hjá kún-
um, því að þær flóðmjólkuðu af
þessu.
En áraskipti voru að þvi, hvað
fékkst af þaranum. Þegar ísaár
komu, miklar frosthörkur, hotn-
fraus sjórinn, þar sem grunnt var,
allt nema álarnir, og þarinn slitn-
aði upp. Og þá varð bið á þvi,
að hann yxi á ný, og lítið um
þaraskurð í bili.
Kræklingur var líka tekinn í
beitu. Ég hef sjálfur mokað hon-
um upp með kvísl. Einu sinni fyllt-
um við fjórir fjögurra manna far
á stuttri stund. Svo að þú sérð, að
talsvert var af honum.
— Þú varst bóndi í Önundar-
firði um skeið?
— Ég er þúfræðingur frá Hól-
um og byrjaði búskap á þriðjungi
úr Hóli. Seinna fluttist ég á næsta
bæ, Tungu, og loks byggði ég ný-
býli, sem heitir Grund. í Tungu-
horni eru einkennilegir stuðla-
bergsdrangar, sexstrendir og átt-
strendir', og hafa sumir hrunið
niður á skriðurnar. Hinum megin
dalsins, 1 Hestfjalli, er stuðlaberg
af sömu gerð. Þetta eru Karlsfæt-
ur, sem svo eru nefndir. Erá
Tungu er örskammt í Karlsfótinn
í Tunguhorni, og þegar ég kom
þangað, voru þar gamlir kofar,
þar sem stöplar úr Horninu höfðu
verið notaðir sem dyratré. Þetta
grjót er feiknarlega þungt í sér
— járnblandað, gæti maður hald-
ið.
Búskap mínum varð ég að hætta
vegna heilsubilunar. Seinna sett-
ist ég að á Flateyri, þar sem ég
reri á trillu, sem ég eignaðist, þeg-
ar ég fór að skríða saman eftir
veikindin. Um skeið átti ég
lí'ka vélbát með öðrum.
— Þú hefur verið gefinn fyrir
sjóinn?
— Ég ólst að hálfu leyti upp
á sjó eins og flestir Vestfirðingar.
í Önundarfirði þótti sá bóndi
standa anzi höllum fæti, sem ekki
átti bát, enda var hann illa settur.
Það var fiskur í firðinum og mik- '
ils vert að ná til hans, og svo
þurftu menn báta, ef eitthvað átti
að fara, hvort heldur var í kaup-
stað eða annað. Vegir voru slæm-
ir og oft ófærð á vetrum.
— Svo fluttust þið hjónin til
Reykjavíkur?
— Já, haustið 1949, og hér hef
ég unnið við eitt og annað. Nú er
ég einna helzt viðloða á Kirkju-
sandi hjá Sambandinu. Og til
skamms tíma hef ég átt bát. Ég
hafði ekki verið hér lengi, þegar
mig fór að langa til þess að kom-
ast út í Viðey. Þess vegna var það
einu sinni á sunnudegi, að ég bað
mann að lána mér bát út í eyna.
En hann vildi ekki verða við bón
minni. Ég var óvanur að vera upp
á aðra kominn með fleytu — hafði
alla tíð átt bát sjálfur. Fljótlega
eftir þetta keypti ég mér kænu,
og á henni stundaði ég svo veið-
ar í viðlögum hér á sundunum, þar
til í fyrra, að ég seldi bátinn. Bæki
stöð mína hafði ég hér inni í
Vatnagörðum.
— Hvað gaztu veitt hér á sund-
unum?
— Við Gufunes var^ hrognkelsa-
veiði frá fornu fari. Ýsumið voru
norðan við Viðey og oft dágóður
reytingur þar á línu, og ágæt kola-
veiði á sundinu milli Viðeyjar og
lands. En nú er búið að eyði-
leggja þetta allt. Því valda skolp-
ræsin, sem lögð hafa verið út í
Elliðavog, og svo fer sitt hvað
miður heilnæmt í sjóinn frá síldar-
verkímiðjunni á Kletti og kannski
áburðarverksmiðjunni í Gufunesi
líka. Nú þýðir ekki að reyna
hrognkelsaveiðar nær en við Akur-
ey. Ýsan hvarf gersamlega, þegar
dragnótaveiðarnar voru leyfðar.
— Segðu mér eitt — fórstu út
í Viðey, þegar þú varst búinn að
eignast bát sjálfur?
— Já, ég fór út í Viðey, og mér
ekki til óblandinnar ánægju. Þar
hefur verið óhrjálegt um að litast
og allur fugl flúinn, því að minkur
er í eynni. Á innri eyjarfætinum,
þar sem útgerðarstöð Kárafélagsins
var, eru gamlir húsgru'nnar, vörpu-
hlerar og fleira drasl. Einu sinni
lagðist ég þar í grasið að morgni
IlMINN — SUNNUDAGSBLAÐ
999