Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Blaðsíða 6
stellingar Maríu undir 'krossini/m“. Síðumúlasteinninn er því frá kaþólskri tíð, sennilega helgimynd úr kirkju, en ekki legsteinn, og á i engu skylt við morðið í Síðumúla. En undirrót morðsögunnar eru at- burðir, sem þar gerðust eftir siða- skipti, og skal nú drepið á það máú. 4. Einn mesti valaamaðui' á ís- landi á 16. öld var Eggert iög- maður og hirðstióri Hannesson. Vegur ættar hans hér á landi hófst með Eggert Eggertssyni lögmanni í Víkinni í Nore'gi. Árið 1438 sæmdi konungur Eggert bennan riddaranafnbót o? gaf honum „frí- heitabréf með svoddan atkvæði, að hann gefur honum og hans réttum ektabörnum og afkvæmi fríheit og frelsi, sem aðrir riddarar og svein- ar hafa í Noregsríki til ævinlegr- ar tiðar með skjöld og hjálm, og þar út í merktur og málaður hálf- ur hvítur einhyrningur í blátt feld ofan á hjálminum ög annarr á skildinum“. Sonur Eggerts var Hannes, sem höfuðsmaður var á íslandi í nokkur ár, faðir Eggert3 lögmanns, en ætt þessi hefur geysi- fjölmenn og dreifð orðið um land allt. Eggert Hannesson tók sýsluvöld um Vestfirði 1545, en það var nokkurs konar erfðaríki frá Birni í Ögri, móðurföður hans. Þótti Eggert hinn héraðsrfkasti og ninn mesti málaseggur. Þar kom, að hann undi lítt ríki sínu á Vest- fjörðum einum saman — og sigldi á koungsfund 1550, fékk þar stað fest aðalsbréf afa síns og hlaut nú stöðu aðalmanns og einhyrninginn að skjaldarmerki. Um þessar mundir þóttist konungur í vanda staddur vegna umbrota þeirra, er urðu á íslandi kringum siðaskiptin og Hflát Jóns biskups Arasonar. Lárenzíus Múli hafði þá nýlega hrökklazt af landinu með skömm, og bar hann íslendingum og þýzk- um kaupmönnum illa söguna. Kon- ungi Ieizt Eggert Hannesson næsta efnilegur valdsmaður og afréð að senda hann heim vorið 1551 til fulltingis hirðstjóra, Otta Stígssyni. Otti afhenti Eggert fljótlega kon- ungseignir og yfirstjórn landsins til meðferðar, og er Eggert sjðast- ur þeirra íslendinga, er fóru með hirðstjóravald. Lögmaður sunnan og austan var Eggert kjörinn 1553, og síðan hreppti hann lögmanns- dæmið norðan og vestan 1556. Eggert var nú stórauðugur orð- inn, og munu fáir íslendingar hafa haft meira veldi um sig i konung*- umboði. Eigi var laust við, að óánægja og öfund kviknaði í mönn- um við aðfarir Eggerts, enda var hann bragðvís og ófyrirleitinn og lítt vandur að meðölum til frama. Eggert Iét af lögmannsdæmi 1569. Var þá tekið að hljóðna nokkuð um hann, enda hafði konungur lagt á hann nokkra fæð um þær mundir. Eggert Hannesson var þrfkvænt- ur (eða fjórkvæntur, ef marka má sagnir af giftingu hans erlendis) og átti margt barna. Miðkona hans var Sesselja nokkur Jónsdóttir. Meðal barna þeirra var Jón, kall- aður murti. Um þetta leyti bjó Eggert að Bæ á Rauðasandi. 5. Jón Grímsson hét maður og bjó í Norðtungu í Þverárhlíð, og er þá hafin forsaga morðsins í Síðumúla. 516 T 1 M I N N - SUNNUDAGSBI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.