Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Blaðsíða 14
voru svo nálægt hvort öðru, að tún ln lágu saman. En það er skemmst af þeím búskap að segja, að þetta varð einn versti áfanga- staður á æviferli mínum, að öllu fólki þó ólöstuðu. Nágrennið var ágætt. — Hvað var að? — Ég var svo vitlaus að koma þangað með kindur, sem aldar voru upp annars staðar — í gósenland- ínu fyrir vestan. Og þær urðu ýmist einskis nýtir aumingjar eða þær struku frá mér. Margar fórust í Hvítá í Borgarfirði, þegar þær voru á stroki vestur á Snæfellsnes, aðrar lentu á flæking og urðu að bjálfum. Já, þessi búskapur þarna á Hvaleyrinni varð mér þungur í skauti fjárhagslega, enda var ég þar ekki nema tvö ár. — Hvert fórstu svo? — Já, það er nú það. Prestarnir segja, að tilviljanir séu ekki til, heldur sé öllu stjórnað ofan frá. Þó held ég nú, að þarna hafi orðið nokkur tilviljun. — Hver var hún? — Þetta var þannig, að í sláttar- byrjun sumarið 1927 kom til okkar gestur klukkan fjögur að nóttu. Við hjónin vorum rétt nýkomin út og byrjuð að slá í túninu. Já, við slógu'm bæði, og við fórum oft snemma á fætur, en það var nú ekkert einsdæmi með fátæka bú- endur á þeim tíma. Nú, jæ^ urinn var gamall leikbróðir minn úr Hafnarfirði, en var orðinn bóndi í Stakkavík í Selvogi. Nú var hann á leið til Reykjavíkur til þess að ná þar tali af, Einari Benediktssyni, skáldi og fyrrverandi sýslumanni. Hann ætlaði að fala af honum slægjur í Herdísarvíkurtúni, þar eð Einar átti jörðina, en nú var hún óbyggð — hafði farið í eyði þá um vorið, og enginn vissi til þess, að neinn ábúandi væri á leið inni. En erindi mannsins til mín var það að biðja mig að geyma hest sinn á meðan hann væri í Reykjavík. Bílar voru þá byrjaðir að ganga á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, og með bíl ætlaði hann að komast seinasta spölinn — þótti það þægilegra en að vera að þvælast með hestinn með .sér í Reykjavík. Jú, það var auðvitað ekkert sjálfsagðara en ég geymdi hestinn fyrir hann á meðan, og nú fór hann til Reykjavíkur og hitti þar Einar. Skáldið tók máli hans hvorki vel né illa, en sagði sem satt vsr, að maður, sem hann neíndi, værl nýlega búinn að fala af sér Herdísarvík til álbúðar, og ætti hann að gefa ákveðið svar eftir fjóra daga. Bætti Einar því þó við, að satt að segja þætti sér heldur ótrúlegt, að maður þessi hefði nokkurt bein í nefi til þess að ráðast í þetta, þegar á ætti að reyna. Með það fór maðurinn, kunningi minn, af fundi Einars og hélt heim. í bakaleiðinni kom hann auðvitað við hjá mér og tók hest sinn. Það var síðla dags, sem hann kom til mín, og heim ætlaði hann um nóttina. Samt stanzaði hann drjúga stund hjá mér og borðaði kvöldmat með okkur. En sem við sitjum ýfir kvöldmat okkar og hann hefur sagt mér allt af létta um viðskipti sín og Einars Bene- diktssonar, segir þessi ágæti vinur minn við mig: „Þú ættir nú að sækja um Herdísarvík, því að þetta er enginn staður fyrir þig hér“. — Þetta hefur kvr-ikt í þér? — O, ég svaraði því svo sem engu fyrst í stað, en mér flaug í hug það, sem ég hafði oft huffsað áður fyrr: „Hver skyldi taka Her- dísarvík, þegsr Þórarinn hættir að búa? Þá jörð væri gaman að taka“. — Og nú var Þórarinn einmitt nýlega farinn þaðan og þú rétt í þessu að frétta það. — Já, þannig var það. Ég vissi ekki, að Þórarinn væri farinn frá Herdísarvík, fyrr en þessi kunn- ingi minn sagði mér fréttirnar. Á fimmta degi eftir þetta fór ég að finna Einar Benediktsson, og þá var sá, sem beðið hafði hann um jörðina til ábúðar, nýlega búinn að segja honum, að hann treysti sér ekki til þess að eiga við þetta. „Þú getur fengið jörðina", sagði Einar. — Og þú hefur auðvitað bitið á? — Já, mikil lifandi ósköp. Ég festi jörðina, og hugði sannarlega gott til að losna úr þeirri skó- kreppu, sem ég var í. En þetta var aðeins byrjunin. Eftir var að fást við Þórarin gamla — þann er áður hafði búið í Herdísarvík. Hann átti 1 rauninni alla hluti þar: Sauð- fénað, hús, heyfyrningar og reka. Allt þetta varð næsti maður að kaupa af honum, ef nokkurt vit átti að verða í búskapnum — og það gerði ég. Ég keypti þetta allt saman, og af því varð nokkur saga, sem ég er búinn að skrifa. Ef til vill á hún eftir að koma fyrir almenn- ingssjónir. — Það er nú gott að heyra, að þú skulir ekki alveg vera búinn að leggja frá þér pennann. En hvern- ig var að vera landseti Einars Benediktssonar? — Um búskap í Ilerdisarvík er nú það fyrst að segja, að þar gilti sama lögmálið og á Stakkhamri forðum: Herdísarvíkurféð þrífst hvergi nema í Herdísarvík. Um skipti okkar Einars er það sannast að segja, að það fór alltaf hið bezta á með okkur, og ég tel hann hafa verið ágætan landsdrottin. — Var hann ekkert sérvitur? — Ekki kom það fram við mig, enda var heilsa hans ekkert tekin að bila á þessum árum. — Hvað bjóstu lengi í Herdísar- vík? — Byggingarbréfið, sem ég fékk hjá Einari Benediktssyni, hljóðaði upp á fimm ár, fyrst og fremst vegna þess, að ég var sá auli að fara ekki fram á lengri tíma. Ég hefði getað fengið lífstíðarábúð, ef ég hefði farið fram á það, og ef það hefði verið tekið fram í gygg- ingarbréfinu, þá hefði það auðvit- að dugað. En Einar sagði: „Þetta hefur ekkert að segja, því að þú gengur fyrir öllum leiguliðum11. Þá datt víst engum í hug, og allra sizt honum sjálfum, að hann myndi nokkru sinni fá löngun til þess að flytjast í Herdísarvík. Sú varð þó raunin, að ég varð að standa upp af jörðinni fyrir honum. Þó bjó ég þar siötta árið. þar eð Einar sagði mér svo seint upp ábúðinni, að eng in tök éoru á öðru en sitja eitt ár í viðbót. Einar fluttist þó á jörðina — með mínu leyfi, að vísu — og við, sem \ fyrir vorum, þrengdum nokkuð að okkur og veittum þeim rúm í bænum á meðan verið var að byggja þeirra hús. Ennfremur lét ég þau hafa heimatúnið, því að Hlín vildi hafa að minnsta koeti eina kú og einn hest. Sjálfur hafði ég annað tún, sem að vísu til- heyrði jörðinni, en var þó nokk- urn spöl frá bænum. — Nú hefur þú farið að líta í kringum þig eftir nýju jarðnæði? — Já, ég leitaði mikið og víða. En ég var vandlátur á jarðir, vildi ekki kúajörð, heldur fjárjörð, slík kindasál, sem ég var og hafði allt af verið. ; — Og hvernig fór? — Að lokum tók ég á leigu hálfa jörðina Úthlíð í Biskupstungum. Þangað fluttumst við vorið 1933. Péð skildi ég eftir í Herdísarvík til hausts, en tók með mér kýr og hesta. —VS. 518 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.