Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Blaðsíða 9
dansika peninga upp úr buddunni, en er ég gerði mig líklegan til að rétta þá að henni, hörfaði hún aft- ur á bak og hrópaði: nei, takk! Loks hafði ég fundið hið sanna ís- land, þar sem afkomendur hinna gömlu höfðingja halda fast við fornar venjur, þrátt fyrir erlend áhrif. Mér tókst samt á endanum ao fá biessaða konuna til að þiggja af mér prjón með stórum glerhaus, greyptum gylltum stjömum. Hún kyssti mig fyrir, og ég reið greitt af stað og skildi hana eftir á hlað- inu. Heimsókn mín hefur eflaust orðið að dularfuHu fyrirbæri í huga hennar, sem henni verður tíðrsett um, það sem hún á eftir óli-fað. Tveir aðrir bæir urðu brátt á leið minni. Hestarnir stönzuðu eins og vant var, en það var orðið mjög framorðið, allir sváfu og hundarnir líka, og ég kærði mig ekki um að raska svefnfrið fólks- ins. Ég lofaði hestunum að grípa niður svolitla stund, svo að þeir yrðu þægari á leiðinnl. Á meðan ég var í námunda við bæi, eða á góðum ve'gi, þurfti ég ekki annað en að halda mitt strik, þá eltu hestarnir eins og hundar, en jafn- skjótt og gatan /arð ógreiðfær, eða ef hættur voru framundan, flýttu þeir sér fram fyrir mig eins og þeir segðu: „Fylgið okkur, það er ekkert að óffast“. Ó, þessar elskuiegu, litlu skepnur! Mér varð oft á að taka báðum höndum um höfuð þeirra og faðma þær með ástúð! Mig hafði borið alllangt frá fljótsbakkanum, vegna mýranna, svo að ég var hræddur um að vera kominn fram hjá annexíunni, sem ég war að leita að. Það var kom- ið fram yfir miðnætti, og ég sá naumast fram fyrir mig, þegar hestarnir hertu aUt í einu á sprett- inum og hneggjuðu fjörlega, eins og ávallt, er þeir nálguðust manna- bústaði. Á að gizka hundrað metra fyrir framan mig gat ég grillt í litHu kirkjuna á Torfustöðum, og eftir fáeinar mínútur von-um við komnir í áfangastað. Á vinstri hönd var annexían, kirkjan, lítill, svartur, turnlaus kumbaldi, og umhverfis þetta ósjá- lega guðshús voru eins og vant var, raðir af leiðum, sem litu út eins og grasbekkir. Til vinstri var röð af lágum bæjarþilum, sem teygðu sig með erfiðismunum upp úr jörðinni, en þarna bjó prestur inn og allt hans fólk. Ég sttig af ooki og gskk í áttina að glagga., hægra megin við að;-.I- dyrnar; ve^gimnn var aUt að því hálfur annar metri á b.ykkt, svo -'ð ég varð að bVvkkjast eins og orm- ur til að geta barið í hlerann með svipuskaftinu. Strax við fyrsta högg tóku hundarnir að gelta, en í stað þess að lýsa ógnandi réiði í garð þess, sem truflaði svefnfrið heimilisfólksins, bar hundgáin vott um velvilja og þann eina tilgang, að vekja húshændurna, svo að þeir flýttu sér að heilsa ferðalangn um. Að andartaki liðnu var huvðinni lokið upp, og í Ijós kom lágvax- inn öldungur, klæddur mó- rauðum lafafrakka. Lakkskyggnið á kaskeitinu hans huldi efri hluta andlitsins, ég grillti aðeins í nef- broddinn, og eitthvað sem líktist gráu skeggi. Ég ávarpaði hann með svofelldum orðum: Sal ve, pat- er, og bað hann spyrja mig á Iatínu, skyldi ég svo reyna að svara. Gestgjafi minn hafði staðnæmzt í gættinni, en í þröngum göngun- um að baki hans hafði safnazt fjöldi manns. Allir þögðu, meira að segja hundarnir. Klerkur (Um þess ar mundir er Guðmundur Torfa- son prestur á Torfastöðum, f. 5.6. 1798, en fær brauðið 1860. Hann er 67 ára, er Nougaret heimsækir hainn) fékk sér vænan prís, á með- an hann bjó sig undir latínuna, og spurði síðan: Hver ert þú? Hvað- //. an kemur þú? — Ég svaraði á sömu tungu: Ég er Frakki, og bý um borð í herskipi á Reykjavikur- höfn. Fyrir hálfum mánuði fór ég þaðan til Þingvalla og Gevsis, þar kom fyrir mig óhapp, fylgdarmað- ur minn strauk frá mér, og nú á ég eftir að gan?a á Heklu. Ég er því einn á ferð í þessu erfiða landi, með hestana sem þú sérð undir nauðsvnlegum farangri. í vandræðum mínum leitaði ég uppi hús þín, kæri faðir, og ég t^eysti þér, sonum þínum, eða einhverj- um af þínu fólki til að útvega mér leiðsögumann. svo að ég megi halda áfram ferð minni. Þegaf ég hafði þulið bessa rauna rollu, hugsaði prestur sig um stundarkorn. en mæll* síðan: Non intelligo te. Latínan, sem ég b|itti fyrir mig, var ekkert afbragð, en ég held mér sé óhætt að segja, að kennari minn hefði verið sæmi- lega ánægður með hana, hún var einföld, og féll vel að efninu. Svo datt mér ráð í hug: ég endurtók þuluna á óvandaðri lat.ínu en áður, og það hreif. Intelligo, svaraði klerkur hinn ánægðasti, og upp frá þessu vissi ég upp á hár, hvers konar latína gilti á íslandi. Gamli ættarhöfðinginn breiddi út faðm- inn, og hér varð mikill fagnaðar- fundur. Ég minntist innilega við alla fiölskvlduna. og hún var mannmörg. Þetta hús var eins og Trjóuhesturinn frægi, út úr bví spratt stöðugt fleira og fleira fól-k. Ég sá ekki handaskil, ég var svo niðursokkinn í sjálfa athöfnina, að ég gat ekki horft i kringum mig, en varir mínar snertu ávalar kinn- ar, hrukkóttar kinnar og skeggj- aða vanga, angandi af neftóbaki eða súrri mjólk, því að ég varð að kyssa alla kóloníuna, allt frá öldungum niður í ungbörn, sem skriðu á milli fótanna á mér. Þegar umferðinni var lokið, báru ungir menn á þrítugsaldri, synir eða tengdasynir gamla manusins, farangur minn inn í kirkjuna, en konur báru hims veg- ar út úr henni alls kyns dót. Það er sem sé algengt, að prestar noti kirkj'Urnar fyrir geymslu. Þegar ég var búinn að koma Á leiS yfir LyngdalsheiSi, mynd Fouiquiers eftir uppdrætti höfundar. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 513

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.