Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Blaðsíða 2
* A ýmsum nótum Mér hefur lengi mismæii, þótt leiðinlegt sem brást að heita Jón, mér og feginn hefði ég viljað, að presturinn, er rak smiðshöggið á skírnarsátt- málann, hefði mismælt sig við himnajöfurinn og kallað mig Grímkel eða Véstehi, Heiðmund eða Bryngeir. En því var nú ek'ki að heilsa, að honum fataðist tungutakið, þótt við ríkan væri að rjá, enda maður þaulvanur að sjötla mál sóknarharnanna, bæði lífs og liðinna, frammi fyr- ir sínum herra. Þess vegna heiti ég bara Jón — eða héit að minnsta kosti, að ég héti svo. Það var eitt af því, sem ég varð að dragnast með og sætta mig við, svona eins og menn verða að láta sér lynda, þó að þeir séu innskeifir eða sköll- óttir eða fái gigt í mjóhrygginn á útmánuðunum. 5142-9508 engin Jeit isína ævma fyrr stígur fram ien öll er. Nú á cviSiS í seinni tíð hef 3 ég rekið augun í það, að trygg- ingarfélögunum og ríkisútvarp inu og fleiri virðulegum stofnun um, sem vita, hvað þær syngja (þykir þetta snubbótta nafn ekki einhlítt. Á skilríkjum ýmsum, sem þær láta mér í té, heiti ég orðið 5142—9508. Og þegar ég lagði leið mína í einn bankann til þess að fá þar að láni aura upp í vátryggingargjöldin og afnotagjöldin, sem kallað var eftir hjá 5142—9508, rak ég mig á það, að eiunig þar í pen ingahúsinu var ég virtur sem skuggi úr dánarheimum, ef ég kynnti mig ekki með þessu nýja nafni. Og slí’kt hið sama gilti auðheyranlega um kunningja mína, sem ætluðu að ábyrgjast fyrir mig skuldaskil áður en öldin væri úti: Kerúbarnir, sem gullsins gættu, vissu ekki, hvort þeir voru menn eða maðkar, fyrr en ég gat töfrað fram við- líka nýnefni á þá. (Þó að ég ábyrgist ekki, að þau standist fyrir hinum æðsta dómstóli). f fám orðum sagt: Mér hef- ur orðið að þeirri ósk minni að hreppa nýtt nafn. Þrautin að Nú er þa®Leinn smm svo, að mað pekkja urinn er oft sjálf nafnið sitt um sér sundur þykkux. Nixon bað drottin þess með tárum, fyr ir framan sjónvarpsvélar, að geimfararnir hans mættu kom- ast lifandi niður á jörðina, og jafnskjótt og honum hafði veiízt það, sendi hann hersveitir sín- ar inn í Kambodju að drepa fleira fólk. Júdas gerði sér hægt um hönd og hengdi sig, þegar hann var þó búinn að fá silfur peningana sína í hendur. Og ég — ég, sem hafði ömun á gamla nafninu mínu, veit ekki hvort ég á að kætast yfir ný- nefninu. Snubbótt nafn hefur sem sé þann kost, að það geta menn lært svo vél á nokkrum ( árum, að þeir kunna það bæði aftur og áfram. En ég geri mér tæpast vonir um. að mér endist aldur til þess að læra nýja nafn- ið. Það þykir mér þó hálffána legt. í minni sveit þótti það aumur hvolpur, sem ekki þekktí nafnið sitt. Númerin og mann- gildið Ekki vantar það ]ó, að oft hugsa ég um þetta nafn, sem mér hefur ver- ið gefið. Hvern ig hef ég feng- ið það? Skyldi þetta vera eins konar höfuðbókarnúmer í skrán ingarstofu skírnarsáttmála, fengið í skeyti að ofan? Eða getur hugsazt, að séra Einar hafi eftir allt saman tautað fyr- ir munni sér einhverjar tölur, sem komizt hafa inn í persónu skilríkin í efra, þegar hann var að væta á mér kollinn harða vorið? Ég spyr, en ég fæ engin svör. Sé þetta jarðneskara fyrir- bæri, mætti fremur hagræða þessum tölum, sem leysa nöfn manna af hólmi. Allir vita, hvemig bilnúmer og símanúmer geta verið vitn isburður um manngildið. Öll- um, sem eitthvað blakta í mann félaginu, er metnaðarmál að hafa lágt númer á bílnum sín- um. Það er til dæmis fjarska- lega auvirðilegur sýslumaður, sem ek'ki ekur um lögsagnarum dæmi sitt á bíl númer eitt. Menn, sem bera vírðingu fyrir sjálfum sér, kaupa lágt bílnúm er dýrum dómum, ef falt er, rétt eins og annað, sem getur sýnt og sannað manngildi þeirra. Með langt um fullkomnara hætti væri unnt að leiða menn til þess sætis, sem þeir verð- skulda í mannfélaginu, ef við- líka verzlun gæti tekizt með nafnnúmerin. Hreppti fógetinn töluna 1000—1000, þá væri hnekkt ga^dlli fullyTðingu Þor- steins Erlingssonar: Allir vissu, hver hann væri, jafnvel þótt hann brygði sér úr frakka og buxum. Þeir yrðu númer, sem eiga að vera númer. 5142—9508. £06 TfHINN - SUNNUDAGSBLAÐ I

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.