Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Blaðsíða 17
Stríð eða friður? — menn áttu mikið í húfi. En vátryggingarfélagið Stríð 09 Friður átti að stilla svo, að menn flytu, hvort heldur friður yrði saminn eða haldið áfram að berjast. tíma sínuim. Hann átti ungan syst- urson, Símon Ottósson, sem var g.jaldkeri hjá víxlarafyrirt ækinu Panta Rei, eign Jacksons & Co í Málmey, stoínað 1916 e.Kr. Símon hafði um aHlangt skeið lánað sjálf- um sér úr féhirzlu fyrirtækisins, og nú sá hann fram á, að þetta myndi komast upp við endurskoð- unina, sem í vændum var í apríl- mánuð. Árið áður hafði hann slopp- íð með naumindum. En í annað sinn — það var óhugsandi. Hann vakti heila nótt og taldi sarnan, hvað hann hafði dregið sér, og honum reiknaðist svo til, að það vœri ekki minna en fimmtíu þús- und krónur. Hann svitnaði af ang- ist og örvingiun. Gat þetta verið orðið svona mikið? Hann reiknaði í annað sinn, og svo handgenginn var hann tölum, að þeim varð hann að trúa. Móðurbróðirinn, ÓG, var niillj ónamæringur, en Símon var hræddari við hann en sjálfan fjandann. Skárra var að leita til Ölmu frænku. Atma Jedriksson var afasystir Símonar, níræð mey- kerling, sem nurlað hafði saman talsverðum peningum á vefnaðar- vöruverzlun. Ógaman var það, hugsaði Símon. Því að Alma frænka hans var afskaplega and- lega sinnuð, stórlega guðhrædd kona, sem átti mest saman við himnahenrann að sælda. Alkunna var, að nízka hennar var kynlega samanofin þeirri fyririitningu, sem varir hennar lögðu á allt, er var af þessum heimi. TÍHINN — SUNNUDAGSBLAÐ Slmon fór til kerlingar, ját- aði grátandi afbrot sitt og bað um líkn. Akna frænka fór líka að gráta. Hún tyllti sér á tá, svo að hún gæti strokið á honum kollinn, þegar hún sagði: Vesalings, ve.sa- lings Símon. Víst vil ég hjálpa þér, bara ef þú iðrast og auðmýkir hjarta þitt framrni fyrir guði. Símon snökti og vætti vasaklút sinn — drengurinn var alveg í önguim sínum. Þó að syndir okk- ar séu þungar sem blý, tuldraði gamla koinan: Látum oss biðja. Þau krupu á kné við saumavélina hennar. Hún þuldi bænir, en Sím- on þoldi píslarvætti vegna hesli- hnotar, sem var undiir þunnri rýj- unni á gólfinu. Þessi heslihnot var undir hnénu á honum, og hann þorði ekki fyrir sitt litla líf að hreyfa sig. Þetta tók eilífðartíma. En þegar þau risu á fætur, hafði bænin styrkt gömlu konuna svo vel, að hún var sem ung í annað sinn. Hún brosti glaölega, faðmaði Símon að sér og mælti: — Ég hef heyrt guð tala. Þú meðtekur þína refsingu. Ég fylgi þér til lögreglunnar, og þá verð- ur þetta auðveit .Þú skalt bæði fá biblíu og sálmabók með þér í fang- elsið og fleira uppbyggilegr, sem getui orðið þér til hughreystingar. Og þegar þér verður sleppt hrein- þvegnum, skal ég koma þér í heið- arlega vinnu, þó að ekki hafi ég kannski ráð á fínu embætti Svo laut hún að eyj-anu á Sí- moni og hvíslaði — andardráttur- inn hefði ekki verið heitari, þótf hún hefði verið með hitasótt: — Eigi hann einhverja aura, eins og líklegt er, úr því að hann hefur náð í svona mikla peninga, þá getur hann fengið mér þá. Þessi Jackson notar guðs gjaíir ekki til annars en þess, sém synd- ugt er og svívirðilegt. Já — fá mér þá, og ég læt þá í bankabók- ina mína, og svo þegar þú ert aft- ur frjáls maður, þá færðu peninga hjá mér, svona dálítið þegar þú þarft, vexti af höfuðstólnum, á ég við — það getur verið gott að eiga vísa aura — já, þegar menn hafa fyrirgert trausti meðborgara sinna. Símon sleit sig úr fangi kerl- ingar, náhvítur eins og léreftslak af viðbjóði og vonbrigðum. Hon- urn leið illa, og á leiðinni út kast- aði hann upp á ísaumaðan púðann í forstofunni. Nötrandi af hræðslu og meö litla von um áheyrn sneri hann sér til ÓG. Hann varð að húka heila klukkustund í biðstofunni áður en lionum var vísað inn til þessa mikla manns, og það jók enn skjálftann og kvíðann. ÓG bauð honum Havannavindil, og Sím on tottaði hann svo ógætiiega, að hann fékk hósta, svo að við köfnun lá. Þegar hann náði and- anum, fór hann að tala um ætt- ingja sína og kunningja. Þetta var eins og köttur færi í foring um heitan graut. ÓG hallaði sér aftur á bak i hægindastólnum, blés út úir sér M1

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.