Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Blaðsíða 18
reykjarstiókum, horfði hálflukt- um augum upp í loftið og hlust- eði airanars hugar á orð Símonar. Símon hélt áíram. Frá settfólk- inu barst talið að veðrinu og vor- komunni, síðan að eldsneytisskort- inum og áfengisskömmtuninní, sem ekki var úr vegi að minnasí á: Tveir lítrar á ársfjórðungi, hvað sagði það? Og ekki að vita, nema það yrði minnkað um helming. — Erindið? sagði ÓG snöggt. Það snerist eiginlega um fyrir- framgreiðslu, sem hann hafði feng ið, stamaði Símon. Þetta var tals- verð fúlga, hann gat ekki neitað því, og það varð að kippa þessu í lag með einhverjum ráðum. Kannski gæti móðurbróðir hans rétt honum hiálparhönd — lánað honum um stundar sakir. . . — Þú hefur stolið úr sjálfs þín hendi, sagði ÓG branalega. Talaðu skiijanlegt mál, maður. Hvað er þetta mikið? — Það losar fjörutíu og fimm þúsund — kannski nær.. , — Segjum fimmtíu þúsund strax, vertu ekki að draga fjöður yifr neitt. Þú vilt skjóta einhverju undan, sem þú heldur, að þú get- ir sjálfur staðið skil á. Þnnnig er það alltaf. En það er andskoti vit- Íaust. Símon fékk kökk i hálsinn. Hann gat aðeins kinkað kolli til samþykkis. Og svo stundi hann því upp hásum rómi, svo lágt að varla heytðist: — Elsku Óskar frændi, bjarg- aðu mér. Þig murnar svo lítið um fimmtfu búsund. — Hjálpaðu þér sjálfur, þá hjálpsr goð þér. Líttu á mig. — Ég bað ölmu frænku um hjálp, stundi hann í örvæntingu. — Hvað? Djöfullinn sjálfur, hraut út úr ÓG, sem nú var skyndi lega kominn í betra skap. Þar hef- urðu fengið viðtökuT, mætti segja mér: Iðrun og yfirbót í tukthúsinu og mflljón í himnairíki nð launum. • Er það ekki rétt til getið? Hann sat um stund þögull og bærfö ekki á sér, velti vindlinum milli fimgra sér með tvirætt. glott á vörum. Svo var sem hann vakn- aði af draumi. Hann rykkti sér upp og hrækti út úr sér spurn- ingu. Símon hélt. að sér hefði mis- hevrzt. ÓG varð að endurtaka orð sítl: — Geturðu náð í fimmtiu þús- und til viðbótar? — Taka meiri peninga? Þér er ekki alvara? Það yrði bara ennþá verra. — Þú þekkir ekki hegningarlög in, drengur minn. Fimmtíu þús- und eða hundrað iþúsund — það ber að sama brunni. Eða sömu tukthúsdyrunum, réttara sagt.. Ha- hajhe. Þar að auki ökiptir ekki neinu rnáli, hvort það verður mán- uðinum meira eða rninnia — það er skömmin, sem þú óttast og ekk- ert annað. Getir þú náð í aðra fúlgu viðlíka og þú ert búinn að krækja í, án þess að það komist upp samstundis, þá skaltu koma með peningana til mín. Og vel á minnzt: Það verður að vera í reiðu- fé, seðlar — en enga þúsund króna seðla. Þá held ég, að ég geti bjarg- að þér úr snörunni. Þrem dögum síðar færði Símon frænda sínum þessar fimmtíu þús- und krónuir. ÓG fleygðd þeim inn í peningaskáp sinn. Litlu síðar birt ist hann í Fanta Rei, Jaokson & Co. Koma hans þangað olli mesta uppþoti. Jackson forstióri kom sjálfur á vettvang í ofboði, og Mammon var með einstaxri stima- mýkt boðið inn 1 einangraða einka- skrifstofuna. ÓG fleygði reyrpriki sínu svo harkalega á skrifborðiS, að glerplatan sprakk, þegar gull- hnúðurinn slóst í hana. Síðan lét hann fallaSt í djúpan leðurstól, hneppti frá sér safalakápunni og lét skína í skjallahvítt skyrtubrjóst ið, þar sem dýrir éðalsteinar glitr- uðu í hnöppunum. Þetta var mik- ilfenglegur maður. — Svo viR til, að ég á systurson, sem vinnur hjá yður, byrjaði hann — Símon Ottósson. — Prýðispiltur, svaraði forstjór inn, nákvæmur og skyldurækinn. Við vorum emmitt að hugsa um að hækka kaupið hans lítið eitt. — Förum hægt í það, sagði ÓG. Hann hefur stolið frá ykkur hundr- að þúsund fcrónum. — Það getuT ekki verið, sagði hann skelfdur. Ég get ekki trúað því. Símon Ottósson? Mér hefur sýnzt hann heiðarleikinn og skylduræknin... — Það verða svikarar alltaf að sýnast í augum húsbænda sinna, ef þeim á að verða ágengt. — Ég get ekki trúað þessu upp á piltinn- Frá því ég stofnaði þetta fyrirtæki. . . — Trúið hverju sem yður sýn- ist, greip ÓG fram í fyrir honum og reis á fætur. Farið í saumana á fjárreiðunum hjá honum og hafið svo tal af mér, áður en þér snú- ið yður tdl lögreglunnar. Skyndirannsókn, sem Símon auðveldaði með tár í augum, leiddi í ljós, að hann hafði ekki logið á sjálfan sig: Hundrað þúsund krón- ur höfðu horfið. Jackson forstjóri hraðaði sér til ÓG, vonglaður þrátt fyrir áfall sitt og nokkuð uppveðr- aður af því, að þvílíkt stórmenni skyldi eiga annað eins og þetta undir trúnaði sínum. — Því miður reyndust grun- semdirnar á rökum reistar, hóf hann máls. Þetta er fjarskalega leiðinlegt. En það skal efcki spyrj- ast, það ábyrgist ég, því að ég þyk- ist skilja, að forstjórmn ætli að jafna þetta vegna ætternisins. ÓG hló háðslega: — Sé maður Jónsson, þarf ekki neitt að igera nafmsins vegna. Samt hafði ég huigsað mér að leiða þetta tl Iykta með þeim hætti, að pilt- urinn gæti komizt í starf annars staðar. Maður verður að vona, að hann hvekkist á því, sem haan hef- ur lent í: Ég býð 25% út i hönd. — Kemur ekki til mála, æpti Jackson, lmeykslaður á ósvífni auð kýfingsins. Ég ljæ ekki máls á því. — Hægan. Ég hef nauman tíma. Boð mitt er 25% með þeim skil- yrðum, að pilturinn fái fullnaðar- kvittun og loflegt meðmælabréf. Rjúfið þér þetta samkomulag og farið með sjóðþurrðina í lögregl- una, verðið þér að endurgreiða mér peningana. Jackson gat engu orði upp kom- ið. ÓG þrýsti á hnapp og skipaði einkaritara sínum að færa sér út- fylta ávísun, tuttugu og fimm þús- und krónur. ÓG hiripaði nafn sitt á ávísunina, Iosaði af sér gimstein- um sett úrið og lagði það á skrif- borðið: — Hugsið yður vel um, Jack- son forstjóri. Boð mitt stendur í fimm mínútur og ekki cinni s°k- úndu lengur. Take it or leave it- Mér er alveg sama, hvað þór ger- ið. Jackson leit til skiptis á úrið og ávísunina. En áður en fresturinn var runnin út hafði hann fallizt á boðið. Kvittunina og moðraælabréf ið las ÓG honum fyrir, og síðan kvöddust herramennirnir, e- þeir höfðu fullvissað hvor annan um gagnkvæma virðingu sína. ÓG vildi ekki einu sinni hlusta á auðmjúk þakkarorð Símonar, þegar hann kom nokkru síðar. — Ekki eitt þakklætisorð, sagði 522 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.