Tíminn Sunnudagsblað - 15.11.1970, Qupperneq 11
**-• I
Ég dvel í garíSi drauma
Þú sem ég ann
Ó komdu aldrei aldrel
Svo ég fái dvalizt
í garði drauma
Ljóð Nínu Bjarkar minna
helzt á viðkvæmar jurtir, vaxn-
ar í garði drauma. Hér er reynt
að orða huglæga reynslu á sára-
einföldu ljóðmáli, — bregða
upp mynd í örfáum dráttum
sem miðli þó heilli hugsýn. Til
þess þarf skáldið að fanga ná-
vist hinna ósögðu orða, og gef-
ur auga leið hve vandasöm sú
aðferð nútímaskálda er, — í
samanburði við þann hátt
margra eldri skálda að fella í
orð alit sem þeim lá á hjarta.
En hið stranga form gerir mikl-
ar kröfur til skálds og lesanda.
Skáldið þarf að rækta með sér
næma smekkvísi og beita sig
harðri ögun í glímunni við mál-
ið. Því er ekki að leyna að Nínu
Björk bregzt stundum bogalist-
in í þessum sökum, en þó furðu
sjaldan. Hitt er mikiu oftar að
henni ta'kist með látlausum
hætti að ná einkar skýrum
skáldlegum áhrifum.
Nína Björk svarar spurning-
unni „hvernig eigi að lifa“ með
þessum orðum: Aðeins i draum-
um sínum. Þetta viðhorf sem
sumir myndu kenna við lífs-
flótta er ríkjandi í ljóðum henn-
ar. Hún getur þó ekki fremur
en aðrir litið undgn ásýnd
heimsins. Um það vitnar ljóðið
Ég sá ykkur. Skáldkonunni gef-
ur sýn andartak, þegar eld-
tunga djöfulsins dregst saman
og sér „ykkur, berandi heim-
inn á bakinu“. Ljóð sem þetta
rýfur þó ekki draumablæjuna
er hvílir yfir garði skáldkon-
unnar. Frá stríði daganna leitar
hún sér hælis í faðmi nætur og
draums: Alltaf nema um nætur
eiga augu mín erfitt. Þetta um-
komuleysi er túlkað á þann hátt
að lesandinn hlýtur að taka því
opnum huga, — slík er hrein-
skilni skáldkonunnar.
Áður var minnzt á þjóð-
kvæðastílinn sem brá fyrir i
Ungum Ijóðum. f seinni bókiinni
er notkun hans markvissari. Ég
nefni 'ljóðið Róa róa ramb-
inn sem í gamalkunnri
mynd sinni skirskotar til
nútíðannnar í fyllsta mæli.
Einkum er þó athyglisvert ljóð-
ið um Matthildi litlu sem föln-
aði alveg í faðmi kvíðans, Þjóð-
kvæði. Þar hefur skáldkonan
náð þjóðvísnalaginu á vald sitt.
En í fyrra ljóðinu Til sonar
míns tekst Nínu Björk bezt upp
— í innileik sínum og látleysi
er þetta litla Ijóð gætt seið sem
yfirgefur lesandann ekki, held-
ur sezt að í hug hans:
Vindurinn hvíslar og
vindurinn hvín
barnið mitt óskin mín
ókomin ókomin árin þín
hlustaðu hvað hann segir
þó segi hann eitthvað kalt og
-sárt
barnið mitt óskin mín
þó segi hann eitthvað kalt og
sárt
hlustaðu hvað hann segir
hann hvíslar líka svo hlýtt og
ljúft
barnið mitt óskin mín
þú finnur hvað þitt hjarta er
djúpt
ef þú hlustar á allt sem hann
segir.
Slíkt ljóð yrkir sá einn sem
hefur hvorttveggja í senn,
næma -skáldlega tilfinning og
fágað málskyn, — og svo þann
neista sem tendrar hug þess er
les. Hér hittum við skáldkonu
sem túlkar hina eðlislægu
kennd kvenhjartans á fullkom-
lega uppgerðarlausan hátt en
þó með þeirri dul að af því
verði áleitinn skáldskapur.
Nína Björk Árnadóttir segist
dvelja í garði drauma, og víst
verður henni tíðreikað þangað.
En hvar eru mörk draums og
vöku? Ég nefndi áður að skáld-
skapur sem þessi kynni að vera
af sumum talinn vitna um lífs-
fiótta, að minnsta kosti loft-
kennda rómantík. Andsvar
Nínu Bjarkar við ummælum af
slíku tagi er opinskátt og und-
an því verður tæplega vikizt:
Segðu rnér hvert þú ferð
þegar fiótti er óbjákvæmi-
Jegur
og fokið er i öil skjól
segðu mér hvert þú ferð
Á þessum stundum veix íg
ekki
hvert ég get farið
því Guð er réttlátur
og rödd hans í mér
ekki þögnuð.
Ég veit exki hvert ég get far-
ið: hér ti efasemd hins veg-
villta nútímamanns tjáð einföld
um orðum En Nína Björk kann
að finna sér útgönguleið, veg
trúarinnar, þótt um iiitt megi
spyrja hvert sú leið liggi, og
auk heldur draga í efa hvort
hún sé fær. Á þessum stigum
huglægs veruleika ástar,
trúar og vonar eiga hin við-
'kvæmu ljóð Nínu Bjarkar upp-
runa sinn. Ég hygg að sá heim-
ur sem þau tjá sé miklu veru-
legri en tómarúmið í verkum
sumra þeirra höfunda er telja
sig menn stundarinnar og túlk-
endur „nýs raunsæis“ í bók-
menntum. í ljóðheimi Nínu
Bjarkar Árnadóttur er gott að
dveljast. Ef til vill getum við
þar öðlazt nokkra sýn til upp-
runans, — þeirra einföldu sann
inda sem þrátt fyrir allt búa að
baki mótsögnum og ringulreið
aldarinnar.
Gunnar Stefánsson.
□
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
899