Tíminn Sunnudagsblað - 15.11.1970, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 15.11.1970, Blaðsíða 16
Grærtlendingar á bryggju i Scoresbysundi. Búið upp á íslenzku hestana á Grænlandl. sláturtíðina á einskis manns landi, því þá var dómurinn enn ekki fall- inn Dönum í vil, sá er ég nefndi áðan. En þetta bar sem sagt engan árangur. Dýrin drápust öll. — Vita menn hvað varð þeim að fjörtjóni? — Já. Það eru til krufningar- skýrslur um þetta, og það var tal- ið, að upp hefði komið bráðapest í hópnum. En hér kom fleira til. Eitt dvrið dó úr sullaveiki, annað lenti í sjálfheldu í gili og varð þar til. — Hvar voru dýrin látin ganga? — Sum voru höfð austur í Gunn arsholti, önnur uppi í Skorradal í Borgarfirði. Ef til vill hefði út- koman orðið eitthvað betri, ef þau hefðu strax verið flutt upp á há- lendið. — Þú ert þá sem sagt ekkert sérlega hlynntur slíkum innflutn- ingi? — Ja, það mundi sjálfsagt gleðja augað að hafa hér sauð- naut, því að þetta eru falleg og mikilfengleg dýr. (Það eru hrein- dýr líka). Nú, en maður veit aldrei, nema að leynast kunni á sauðnaut- um til dæmis sníkjudýr, sem betra er án að vera en með sér að hafa. Sama er að segja um sjúkdóma. Meðal villidýra geta hæglega leynzt sjúkdómar í stofninum, sem alls ekki koma fram, fyrr en dýr- in koma í ókunnugt umhverfi, en geta þá blossað upp með miklum krafti. Sjúkdómar meðal sauð- nauta eru ókannaðir að kalla. Ég skal segja þér eina sögu þessu til staðfestingar: Eitt sinn stóð svo á hjá okkur, leiðangurs- mönnum, að tík lá á hvolpum. Einn morguninn, þegar við kom- um á fætur, lá í bæli hennar dauð- ur refur, sem komið hafði um nóttina. Hefur hann líklega ætlað að ná sér í hvolp að éta og gold- ið fyrir það með lífi sínu. SHkt var ekki að undra, því að græn- lenzk hvolpatík er ekkert lamb að leika við. Skömmu síðar fór að bera á einkennilegum sjúkdómi í tík* inni. Hún varð óheyrilega grimim og vanstillt og drapst að lokum. Sömu leið fóru hvolpar hennar allir. Ekki leið á löngu, unz hund- arnir fóru að verða lasnir og und- arlegir á líkan hátt og tíkin, og tókum við þá það ráð að skjóta þá strax og sá á þeim. Linnti þessu ekki, fyrr en við höfðum misst helming hunda okkar. Seinna upplýstist, að þetta var hundaæði. Sá sjúkdómur er nefni- lega landlægur í heimskauts- refum, þótt ekki komi að sök, fyrr en sýkillinn kemst í hreint blóð, ósnortið af óþverranum. Og það er fleira að varast í Grænlandi, hvað sjúkdóma snert- ir. Eitt er tríkínan, örlítill ormur, sem lifir í vöðvum bjarndýra. Ef menn éta illa soðið eða illa steikt bjarndýrakjöt, getur það valdið hastarlegum veikindum, jafnvel dauða. Þarna er sjálfsagt stundum að leita skýringa á því, þegar heim- skautsfarar látast með dularfull- um hætti. Það fundust einu sinni leifar af heimskautsleiðangri þrem til fjórum áratugum eftir að sögu hans lauk á ísnum. Hjá mönnun- um, eða leifum þeirra réttara sagt, lá bjarndýrshúð af einu dýra þeirra, sem þeir lögðu að velli og átu ósoðið á hinni löngu helgöngu um ísinn. í kjöti, sem enn hékk við húðina, fannst mikið af tríkín- um, er að var gáð — löngu, löngu síðar. Kom það heim við sjúkdóms- lýsingar, sem fundust í dagbókum leiðangursmanna, að tríkínur gætu hafa valdið veikinni. — Hver var þessi leiðangur? — Það var Andréeleiðangurinn svokallaði, sem þeir fóru Svíarnir, Andrée, Strindberg og Fránkel. Þeir lögðu af stað til norðurskauts- ins í loftbelg árið 1897, og það Sauðnautskálfur, á að gizka tíu daga gamall, yfirgefinn á víðavangi. 904 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.