Tíminn Sunnudagsblað - 15.11.1970, Page 20

Tíminn Sunnudagsblað - 15.11.1970, Page 20
Gullgerðarmaðurinn og kvenfólkið í Höfn Árið 1754 dó í Kaupmannahöfn norskur, gullgerðarmaður, Hans Barhow að nafni. Þegar yfirvöld- in fóru að kynna sér dánarbúið, rákust þeir þar á þykkar, hand- skrifaðar bækur og skjöl, sem þóttu svo tortryggiíeg, að yfir- hirðmarskálkurinn lagði hald á þau. Þetta hefur allt lengi verið varðveitt i ríkisskjalasafni Dana. Það eru mörg orð í þessum hand- skrifuðu bókum, því að þær eru þykkar eins og símaskrá stórborg- ar, en stafirnir smáir. t þremur er ekki annað en útdráttur úr ritum ýmsum og stólræðum, sem Hans Barhow hefur ekki viljað gleyma. í hinn fjórðu eru kynstrin öll af kjaftasögum, lýsingar á fólki og atvikum og mergjaðar skrítlur, sem gengið hafa manna á meðal i höfuðborg Danaveldis á átjándu öld. Handrit. þar sem ástandinu í Noregi var lýst, að manni skilst á heldur óvægilegan hátt, er nú týnt, og má vera, að það hafi verið eyðilagt viljandi. Aftur á móti hefur gleymzt uppkast að ævisögu höfundar, einnig mergjað rit. Loks er svo það handrit, sem sérkennilegast þykir — eins konar drög að íbúaskrá. Það er skrifað á gríðarstórar arkir. sem skipt hef- ur verið í tvó dálka, skriftin afar- smá, og allt þakið blekklessum, leiðréttingum, viðaukum og at- hugasemdum. Fyrirsögn er engin, og höfundur gengur beint til verks: „Víngarðsstræti. Þegar maður gengur inn i það hjá Nikulásar- kirkju. Á hægri hönd: Herra Hedemark, yngsti kapel- án. Hornhúsið. Hefur dóttur Gleer- ups. Bredendich, organisti. Á dóttur og son. Forríkt fólk. Hringjarinn gerir sér vonir. Brodersen, sóknarprestur. Fékk fröken Vogt. Bókbindari, Fenden. Þar gekk inn falleg stúlka. Hún býr á efri hæðinni hjá móður sinni — heitir jómfrú Cappel. Er kunnug piltunum. Feddersen. Kryddsali, er fimm- tugur. Hefur systurdóttur sína hjá sér. Hún er snotur stúlka, get- ur gengið, líklega ætluð Anders.“ Þannig heldur hann áfram, götu eftir götu, hverfi eftir hverfi, unz henn hefur skráð athugasemdir, sem ná til þriðjungs af borg Kristjáns IV. Skyldu þetta vera drög að eins konar borgarskrá, gerð tuttugu árum áður en yfirvöldin beittu sér fýrir samantekt slíks rits? Eða er þetta kannski hagnýtt leiðbein- ingarit manns, sem af ótrúlegri elju hafði safnað vitneskju um útlit, eiginleika og dvalarstaði kven- fólks, sem hann vildi hafa í minni? Hans Barhow var norskur prests sonur, fæddist í Kvernesi við Kristjánssund árið 1704. Hann átti systur, sem hét Anna Katrín, og bróður, sem hér Lars, og 'kape- lán föður hans, Eilert Hagerup, sem seinna gekk að eiga Önnu Katrínu og varð að lokum biskup i Þrándheimi, kenndi þeim systkin- unum heima á prestsetrinu í æsku. Árið 1720 hélt Hans til Kaup- mannahafnar til háskólanáms, og hefur því verið þar samtíða son- um Páls lögmanns Vídalíns, svo að einliverjir íslendingar séu nefndir. Hann stundaði guðfræði- nám: „Át skelfilegan mat og drakk vatn“. segir hann. „Var í grófum, Fór stundum f bókasafnið, festi ekki alltaf hugann við bækurnar. svörtum sokkum, swn alltaf voetji blautir af fótraka. Lék elnu sinni keiluspil í Dauðanum og djöílin* um. . . Fór stundum í bÓkasafntÓ, festi ekki alltaf hugann við bælf- urnar. . . Lauk prófi 1722 og fékík láð“. Næstu misseri var hann aðstoð- arprestur mágs síns, er fengið hafði embætti í Kalundborg. En einn góðan veðurdag steig hann á 9kipsfjöl. Hann kom við á Aars. „Hér var ég i átta daga og drakk mikið af Björgvinjarbrenmivíni", en hélt svo ferðinni áfram til Noregs. Hann settist að í Kver- nesi, þar sem hann var aðstoðar- prestur föður síns i fjögur ár. Engan ýmigust hafði presturinn ungi á því, sem heimurinn hafði að bjóða. Einu sinni getur hann þess í ævisögudrögumim, að hann hafi „kysst jómfrúna að vild sinni“ í brúðkaupsveizlu. í annað skipti „kyssti mig prestsmaddaman í Stangarvík. Ég dansaði og varð bráðhrifinn af jómfrú Júel frá Þrándheimi, — það var snotur stúlka- Var annan eða þriðja í jól- um hjá van der Lippe, vissi af henni þar. Drakk mig fullan, svo að ég sá hvorki dag né dyr“. Árið 1727 hélt Hans Barhow aftur til Kaupmannahafnar, gerð- ist heimiliskennari á ýmsum stöð- um og predikaði stöku sinnum í kirkjum borgarinnar. Hann hélt áfram að gefa ungu stúlkunum gætur. „Ég iék á jómfrú Bierring, sagði henni, að hún gæti ekki dregið andann, ef hún lokaði aug- unum, og þegar hún ætlaði að reyna, kyssti ég hana, en hún varð vond og fór að gráta. Jómfrú Kaas- böll huggaði hana. sagði henni hvernig ætti að kyssa — og kyssti mig“. Ekki voru það allt jómfrúr, sem á leið hans urðu. Ilann komst einnig í kynni við gerðarlegar frúr. „Seint um kvöld sátum við á bekknum í Hringnum (Kóngsins Nýtorg) og kysstumst og töluðum um ást. Dátinn, sem var á verði, stóð fyrir aftan okkur og horfði á. Loks kom hann og sagði, að hann hefði séð til okkar. Ég gaf honum átta skildinga, og þá varð hann blíðmálli. Hún var áköf og aðgangs* frek, elti mig oft fram 1 dyr og talaði um óðagotið í mér“. Árið 1739 lagði Barhow af stað í langa ferð. Hann var að mestu leyti erlendis í heilan áratug. í Jena komst hann i kynni \dð gull- 908 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.