Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Qupperneq 2
★★ í gamla áaga var mann-
lífið sorafengið. Þá voru hörð
hrafnabrjósin — engin misk-
unn hjá Magnúsi. „Ekki verður
í allt horft — ég loka samt“,
sagði karlinn, sem öllum út-
hýsti, þegar sóknarpresturinn
lét að því liggja, að sáluhjálp
hans kynni að vera í veði. Og
biskupsfrúin, sem gerðarlegra
þótt að stemma á að ósi en vísa
einum og einum á burt, lét
höggva steinbogann af Brúará.
Það má með sanni segja, að
þá hefur verið nöturlegt að lifa,
þegar jafnvel biskupsfrúin var
svona kaldrifjuð, og bágt þeirra
hlutskipti, er á hjarni voru. Við
lútum höfði og signum okkur,
gerum krossmark á brjóst og
enni, og þökkum það hlutskipti,
að við skulum vera orðin góð
og fórnfús og óeigingjörn: Mik-
il er sú blessun, sem yfir okkur
hefur dropið í kærleiksríku og
þekkilegu hugarfari og næmum
skilningi á högum þeirra, sem
kringum okkur hrærast. „Borg-
in fagnar yfir gæfu réttlátra“,
segir í helgri bók, og við finn-
um, að þau orð eru einmitt töl-
uð til okkar.
★★ Það er ein dyggðin, að hér
er enginn stéttamunur. Fyrir
það höfum við margsinnis hrös
að okkur sjálf og mælzt til þess
að auki, að útlendingar gerðu
það líka. Ekki af því, að neinn
efi leynist í huga okkar — sam-
vizkan er eins hrein og
nýslegin mynt — heldur vegna
hins, að það er eitthvað svo
huggulegt og hjartastyrkjandi
og heyra og lesa svona lagað á
útlenzku. Hér eru allir jafn-
ingjar, og þó að einhver efna-
munur eða híbýla kunni að
finnast, ef smásmugulega er far
ið í saumana, þá fer það bara
eftir lítilfjörlegum tilbrigðum á
framtaki einstaklingsins. Tæki-
færin, sko, eru öllum jöfn, en
sjálfskaparvítin eru náttúrlega
leki, sem enginn getur sett und-
ir, úr því að drottni hefur láðst
að gera það. Og óhöpp hér og
þar getur enginn mannlegur
máttur girt fyrir. Hitt stendur
eigi að síður fast, sem er merg-
urinn málsins: Þetta er þjóðfé-
lag jafningjanna, firrt öllum
stéttamun, og velferðarhugsjón-
in svo runnin fólki í merg og
bein, að allir eru reiðubúnir
til að fórna og líkna.
★★Vestur í Ameríku er rek-
ið upp ramakvein, ef blakkur
maður sezt að í hverfi, þar sem
hann gæti velkt það, sem hvítt
er. Hér höfum við ekki blakkt
fólk, því að forsjónin hefur
heiðrað okkur öll með björtum
ásjónum eins og englana. En
við finnum af næmleik okkar,
að það er ljótt að amast við
örlítið dekkri hörundsblæ. Það
eru rustikusar þarna vestur
frá, og þeir hafa stofnað Kú
Klúx Klan. Við gerum það ekki.
Við erum svoddan manngæða-
félk. Við segjum við nýja ná-
granna, sem kunna að vera
fjarskyldari páfuglinum en frú-
in forstjórans og ólíklega gædd-
ir svo gallhraustum maga, sem
köldu borðin og kokteilboð-
in útheimta: Velkomnir, vinir.
Að nokkrum detti í hug að
orða, að betur færi á því, að
þeir byggju meðal ómerkilegra
fólks — það er af og frá. Og
því ætti líka nokkur að gera
það í landi, þar sem jöfnuður-
inn ríkir og enginn stéttamun-
ur þekkist og allir fordómar
hafa gufað upp eins og forar-
pollar á sólskinsdegi? Sem sagt:
þetta er þjóðfélag, þar sem er
nærri því öfundsvert að vera
eitthvað volaður.
★★ Við signum okkur enn á
ný og berjum okkur þar að
auki á brjóst, forklárað fólk í
undursamlegu velferðarþjóð
félagi, þar sem hvorugt skort-
ir, húsrými né hjartarými. Við
einangrum okkur ekki í köstul-
um eins aðalsmenn á miðöld-
um, þó að Mammon, sem alltaf
er að reyna að freista mann-
skepnunnar, hafi kanski gaukað
að okkur dulitlum kastala. Við
drögum ekki upp vindubrúna.
Og þegar um er að tefla að
vernda líf og limi barnanna,
sem fara í skólann sinn áður en
köttinn dagar og hundinum er
setuljóst, þá bregður hvorki fyr
ir tregðu né seinlæti að vernda
þau, jafnvel þótt umferðarhöml
ur kunni að skerða kaupmanns
gróða. Því að, guði sé lof, þetta
er ekki þjóðfélag, þar sem pen-
ingar og gróði eru settir ofar
en heill og hamingja fólksins.
Séu einhverjir efagjarnir eins
og Tómas sálugi ísraeli, þá
ættu þeir bara að hafa augun
opin, þegar þeir eru á ferli á
Laugaveginum. Reglurnar eru
alls staðar hinar sömu og hvar-
vetna í gildi og fjarstæða að
ímynda sér, að peningar hafi
áhrif á framkvæmdina. Það er
nú líkast til. — J.H.
794
TlHINN — SUNNUDAGSBLAÐ